Íslenski boltinn

Fjölnir jafnar Njarð­vík á toppnum eftir nágrannaslagi kvöldsins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Axel Freyr Harðarson skoraði eina mark Fjölnis í 0-1 sigri gegn Aftureldingu.
Axel Freyr Harðarson skoraði eina mark Fjölnis í 0-1 sigri gegn Aftureldingu. facebook / fjölnir knattspyrna

Heil umferð fór fram í Lengjudeild karla í kvöld.

Keflavík og Njarðvík skildu jöfn í nágrannaslag. Ásgeir Páll Magnússon kom Keflvíkingum yfir á 15. mínútu og Arnar Helgi Magnússon jafnaði fyrir Njarðvík á 58. mínútu.

Í öðrum nágrannaslag tók Afturelding á móti Fjölni. Axel Freyr Harðarsson skoraði eina mark leiksins á 5. mínútu og tryggði 0-1 Fjölnissigur.

Fjölnismenn jafna því Njarðvík að stigum í efsta sæti deildarinnar. Þetta eru þau tvö lið sem hafa stungið af í upphafi móts, bæði með 20 stig eftir 9 leiki.

Sjö stigum á undan Grindavík sem vann 3-1 gegn ÍBV í kvöld. 

Öll úrslit Lengjudeildarinnar í kvöld:

Keflavík-Njarðvík 1-1

Grindavík-ÍBV 3-1 

Grótta-ÍR 1-3

Dalvík/Reynir-Þór Ak. 1-3

Leiknir R.-Þróttur R. 3-1

Afturelding-Fjölnir 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×