Lífið

Damon Younger og Ás­dís hætt saman: „Það þarf enginn að efast um hvort ég elski hana“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
306963960_10224551211901997_4182401948117793847_n
Skjáskot/Facebook

Damon Younger leikari, sem heitir sínu rétta nafni Ásgeir Þórðarson, og Ásdís Spanó myndlistarkona eru hætt saman eftir átta ára samband. Damon greinir frá sambandslitunum í einlægri færslu á Facebook á dögunum.

Í færslunni segir Damon frá því að hann og Ásdís hafi átt langt samtal áður en þau tóku þá erfiðu ákvörðun að fara í sitthvora áttina. 

„Mér þykir magnað að hafa fengið að njóta þess heiðurs að hafa átt samleið og ferðalög með henni svífandi um á viti ævintýra fullum af list og sjónarspili þeirra staða sem hún leiddi mig á, og stundum ég hana hönd í hönd með ást og hlátur,“ segir meðal annars í færslu Damon á Facebook.

Þá segir Damon að Ásdís muni ávallt eiga stað í hjarta hans þrátt fyrir að ferðalagi þeirra saman sé lokið:

„Takk fyrir ferðalagið, samtölin, nándina og kennsluna Ásdís Mercedes Spanó. Þinn Ásgeir.“

Hér að neðan má sjá færslu Damons í heild sinni:

Eftir 8 ára samband þá hafa leiðir okkar Ásdísar skilið. Ásdís er ein glæsilegasta kona sem ég hef hitt og séð… Mér þykir magnað að hafa fengið að njóta þess heiðurs að hafa átt samleið og ferðalög með henni svífandi um á viti ævintýra fullum af list og sjónarspili þeirra staða sem hún leiddi mig á, og stundum ég hana hönd í hönd með ást og hlátur.

Þakklæti er mér efst í huga, það þarf enginn að efast um hvort ég elski hana. Ég geri það. Eftir langt samtal um erfiða hluti tókst okkur saman að kveðja með ást og virðingu. Takk fyrir ferðalagið, samtölin, nándina og kennsluna Ásdís Mercedes Spanó.

Þinn Ásgeir.

p.s.

Þú átt ávallt stað í hjarta mínu. Yes it still beats.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×