Lífið

Ein­stakt hönnunarhús í Hlíðunum með gufu, heitum potti og útisturtu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er vel skipulagt og innréttað á glæsilegan máta.
Húsið er vel skipulagt og innréttað á glæsilegan máta.

Við Vatnsholt í Reykjavík er að finna tignarlegt parhús sem var byggt árið 1965. Húsið hefur verið innréttað á sjarmerandi máta þar sem klassískar hönnunarmublur eru í forgrunni. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Um er að ræða 265 fermetra hús á þremur hæðum á vinsælum stað í Reykjavík. Á jarðhæð hússins er þriggja herbergja séríbúð með eldhús og salerni.

Miðhæð og efsta hæð hússins skiptist í stórt alrými, sem samanstendur af borðstofu og stofu, rúmgott eldhús, tvö baðherbergi og fjögur svefnherbergi. Úr miðrýminu er gengið upp fallegan bogadreginn stiga með sisal teppi en yfir honum er stór þakgluggi sem gefur sjarmerandi birtu í stigarýmið. 

Í eldhúsi er stílhrein hvít innrétting með góðu skápaplássi og keg tveimur ofnum.  Úr eldhúsi er útgengt á lítinn pall með útigrilli og hringborði. Af eldhúspallinum eru tröppur niður á stærri viðarpall og út í fallega gróinn garð með heitum potti, útisturtu og saunu.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×