„Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. júní 2024 21:45 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR gerði 2-2 jafntefli gegn Fylki á heimavelli. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með að hafa aðeins fengið eitt stig í kvöld. „Við vörðumst ekki í tveimur atvikum svo einfalt var það. Mér fannst við með fulla stjórn á leiknum og í fyrri hálfleik sérstaklega. Við skoruðum gott mark og við stjórnuðum ákefðinni. Mér fannst þeir aldrei ógna okkur að neinu viti,“ sagði Pálmi Rafn og fór yfir mistök KR-inga í mörkum Fylkis. „Það skiptir engu máli hvort lið sé ekki að ógna þér í 89 mínútur en ógnar þér í mínútu og þú gefur tvö mörk. Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður.“ Pálmi var ekki sáttur með mörkin sem hans lið fékk á sig og átti ekki skýringu á því hvers vegna hans lið gaf tvö ódýr mörk. „Ef ég vissi það þá hefðum við ekki gefið tvö mörk. Ég skil ekki hvernig þú getur verið með fulla einbeitingu í 95 mínútur og svo ertu með einbeitingu í 45 eða 75 mínútur í næsta leik. Þegar þú ert að verja markið þitt þá ertu bara að verja markið þitt ekki neitt annað. Við þurfum að hugsa þannig. Ég þarf að taka þetta á mig þar sem við komum greinilega ekki betur undirbúnir en þetta.“ Það kom umdeilt atvik í síðari hálfleik þar sem Orri Sveinn Segatta, leikmaður Fylkis, tæklaði Aron Sigurðarson, leikmann KR ansi hressilega. Orri var á gulu spjaldi fyrir tæklinguna sem kom Pálma á óvart. „Var hann á gulu spjaldi í þokkabót. Ég hélt að þetta væri beint rautt spjald. Það er ekkert sem kemur mér á óvart í þessu hvað er spjald og hvað er ekki spjald. Það var með ólíkindum að hann hafi klárað þennan leik.“ En hversu svekkjandi var að sjá Fylki jafna tveimur mínútum síðar? „Þú getur rétt ímyndað þér. Það var ógeðslega súrt.“ Pálmi var að stýra sínum öðrum leik sem aðalþjálfari KR eftir að Gregg Ryder var sagt upp. Aðspurður hvernig honum finnist hann hafa komið inn sem aðalþjálfari KR var Pálmi ekki viss. „Ég veit það ekki. Það var lélegt að fá eitt stig í dag. Menn voru rosa ánægðir með stig í síðasta leik en svo förum við á heimavöll og gerum ekki betur en eitt stig sem var ekki gott,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Við vörðumst ekki í tveimur atvikum svo einfalt var það. Mér fannst við með fulla stjórn á leiknum og í fyrri hálfleik sérstaklega. Við skoruðum gott mark og við stjórnuðum ákefðinni. Mér fannst þeir aldrei ógna okkur að neinu viti,“ sagði Pálmi Rafn og fór yfir mistök KR-inga í mörkum Fylkis. „Það skiptir engu máli hvort lið sé ekki að ógna þér í 89 mínútur en ógnar þér í mínútu og þú gefur tvö mörk. Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður.“ Pálmi var ekki sáttur með mörkin sem hans lið fékk á sig og átti ekki skýringu á því hvers vegna hans lið gaf tvö ódýr mörk. „Ef ég vissi það þá hefðum við ekki gefið tvö mörk. Ég skil ekki hvernig þú getur verið með fulla einbeitingu í 95 mínútur og svo ertu með einbeitingu í 45 eða 75 mínútur í næsta leik. Þegar þú ert að verja markið þitt þá ertu bara að verja markið þitt ekki neitt annað. Við þurfum að hugsa þannig. Ég þarf að taka þetta á mig þar sem við komum greinilega ekki betur undirbúnir en þetta.“ Það kom umdeilt atvik í síðari hálfleik þar sem Orri Sveinn Segatta, leikmaður Fylkis, tæklaði Aron Sigurðarson, leikmann KR ansi hressilega. Orri var á gulu spjaldi fyrir tæklinguna sem kom Pálma á óvart. „Var hann á gulu spjaldi í þokkabót. Ég hélt að þetta væri beint rautt spjald. Það er ekkert sem kemur mér á óvart í þessu hvað er spjald og hvað er ekki spjald. Það var með ólíkindum að hann hafi klárað þennan leik.“ En hversu svekkjandi var að sjá Fylki jafna tveimur mínútum síðar? „Þú getur rétt ímyndað þér. Það var ógeðslega súrt.“ Pálmi var að stýra sínum öðrum leik sem aðalþjálfari KR eftir að Gregg Ryder var sagt upp. Aðspurður hvernig honum finnist hann hafa komið inn sem aðalþjálfari KR var Pálmi ekki viss. „Ég veit það ekki. Það var lélegt að fá eitt stig í dag. Menn voru rosa ánægðir með stig í síðasta leik en svo förum við á heimavöll og gerum ekki betur en eitt stig sem var ekki gott,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira