Uppgjör og viðtöl: FH- Breiðablik 1-0 | Ástbjörn reyndist hetja FH-liðsins þegar liðið vann Breiðablik Hjörvar Ólafsson skrifar 28. júní 2024 21:14 Ástbjörn Þórðarson fagnar hér marki sínu með liðsfélögum sínum. Vísir/Pawel FH lagði Breiðablik að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í 12. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í rjómablíðu á Kaplakrikavelli í kvöld. Það var bakvörðurinn snaggaralegi Ástbjörn Þórðarson sem skoraði markið sem skildi liðin að í þessari rimmu. FH-ingar voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleiknum en heimamenn áttu ekki í teljandi vandræðum með að leysa pressu Blika sem var ekki framkvæmd af nægilega mikilli ákefð. Böðvar Böðvarsson og Kjartan Kári Halldórsson, vinstra megin, og Ásbjörn Þórðarson og Vuk Oskar Dimitrijevic hægra megin, komust síðan trekk í trekk í góðar stöður á köntunum. FH-liðið náði aftur á móti ekki að færa sér þessar stöður í nyt og Blikum óx ásmegin eftir því sem líða tók á fyrri hálfleikinn. Hægt og bítandi náðu Blikar að setja leikmenn FH undir meiri pressu og koma sér í álitleg færi í kjölfarið á því að vinna boltann framarlega á vellinum. Kjartan Kári Halldórsson og Viktor Karl Einarsson berjast um boltann. Vísir/Pawel Aron Bjarnason komst meira í takt við leikinn og Viktor Karl Einarsson fann sér oftar stöðu í hálfsvæðunum og í hlaupum inn á vítateiginn. Það var hins vegar FH sem komst yfir með marki úr nokkuð sjaldséðri átt. Ástbjörn skoraði þá annað deildarmark sitt á yfirstandandi keppnistímabili og það sjöunda í efstu deild á ferlinum. Ástbjörn var raunar að spila tímamótaleik í kvöld en þessi leikur var sá 100. sem bakvörðurinn knái spilar. Halldór Árnason, sem er í brúnni hjá Blikum, var augljóslega ekki ánægður með það sem hann var að sjá fyrsta stundarfjórðunginn í seinni hálfleik en eftir um það bil klukkutíma leik gerði hann fjörfalda skiptingu á Blikaliðinu og freistaði þess að hrista upp í liði sínu. Oliver Sigurjónsson, Alexander Helgi Guðjónsson, Patrik Johannesen og Benjamin Stokke viku þá fyrir Arnóri Gauta Jónssyni, Kristni Steindórssyni, Jasoni Daða Svanþórssyni og Kristófer Inga Kristinssyni. Þær skiptingar náðu þó ekki að hleypa nægilega miklu lífi í leik gestanna úr Smáranum og niðurstaðan varð 1-0 sigur heimamanna. Bræðurnir Sindri Kristinn og Ísak Óli Ólafssynir voru samstíga og góðir. Vísir/Pawel FH var hér að tengja saman tvo deildarsigra í fyrsta skipti síðan um mánaðamótin apríl og maí en liðið situr í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig. Breiðablik og Valur eru þar fyrir ofan með 26 stig hvort lið, fjórum stigum á eftir Víkingi sem trónir á toppnum. Blikar höfðu spilað sjö deildarleiki fyrir þessa viðureign án þess að bíða ósigur en síðasti tapleikur liðsins í deild var gegn Val í upphafi maimánuðar. Síðan þá hafði liðið haft betur í fimm leikjum og gert tvö jafntefli. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, brosir í kampinn á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Heimir: Besti frammistaða okkar í sumar varnarlega „Ég er feykilega ánægður með þennan sigur gegn góðu Blikaliði. Við náðum að fylgja eftir góðum sigri gegn Fylki og við viljum verja heimavöllinn. Þetta er langbesta frammistaðan okkar hvað varnarleik varðar og við höfum verið að vinna í því að bæta varnarleikinn,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sigurreifur. „Við höfum verið að ná í úrslit þrátt fyrir að vera að leka inn of mörgum mörkum í sumar. Það er hins vegar auðveldara að ná í úrslit ef þú heldur markinu hreinu það gefur augaleið. Við féllum kannski aðeins of langt aftur þegar líða tók á leikinn en þeir sköpuðu þó engin teljandi færi. Það voru líka flottir spilkaflar inni á milli hjá okkur og margt til þess að byggja á þegar kemur að sóknarleiknum hjá okkur,“ sagði Heimir enn fremur. „Við viljum fikra okkur upp töfluna og nálgast liðin á toppnum. Það er í eðli mannsins og ekki síst keppnismanna að setja markið ávallt hærra. Það er engin undantekning á þeim bænum hjá okkur FH-ingum. Við viljum halda áfram að ná í hagstæð úrslit og það er stefnan,“ sagði þjálfarinn um framhaldið. Halldór: Rosalega gæðalítill leikur af beggja hálfu „Ég er vonsvikinn að tapa. Mér fannst þetta rosalega gæðalítill leikur af hálfu beggja liða sem hefði átt að enda með markalausu jafntefli. Því miður náðu þeir inn einu marki og fóru með sigur af hólmi. Það var fátt um fína drætti og baráttan í fyrirrúmi,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. „Við vissum það að við værum að fara að spila á þungum og nokkuð erfiðum velli í þó nokkrum vindi sem myndi hafa áhrif á leikmyndina. Mínir menn komu hins vegar helst til flatir til leiks og það vantaði upp á grimmd, til að mynda í markinu sem þeir skora,“ sagði Halldór þar að auki. „Aftur á móti fannst mér leikmenn mínir vinna sig inn í leikinn og eins og áður segir hefði stig á hvort lið verið sanngjarnt úr þessum leik sem var ekki mikið fyrir augað satt best að segja. Við getum hins vegar ekki staldrað of lengi við þetta tap. Við verðum ekki lélegir í fótbolta á einni nóttu og það eru mörg skemmtileg og spennandi verkefni fram undan. Það er nóg eftir af þessu móti og við ætlum okkur að berjast um toppsætið allt til enda,“ sagði hann um framhaldið. Halldór Árnason gaf leik liðanna í kvöld ekki háa einkunn hvað fótboltaleg gæði snertir. Vísir/Pawel Atvik leiksins Það er til marks um það hversu bitlaus sóknarleikurin var hjá Breiðabliki að Halldór hafi brugðið á það ráð að skipta fjórum leikmönnum af velli strax eftir klukkutíma leik. Því miður fyrir Halldór og lærisveina hans dugði það ekki til að fá eitthvað út úr þessum leik. Halldór talaði um að leikmenn sínir hefðu farið út úr skipulaginu þegar liðið gerði jafntefli við Skagamenn í síðustu umferð deildarinnar og að þessu sinni vantaði allan brodd, sköpungargáfu og frumkvæði í sóknarleik Breiðabliks. Stjörnur og skúrkar Úlfur Ágúst Björnsson lék aftar á miðsvæðinu en hann er vanur í fjarveru Björns Daníels Sverrissonar, sem tók út leikbann í þessum leik. Úlfur Ágúst var flottur í því hlutverki og var iðinn við að koma með kraftmikil hlaup af miðjunni auk þess að vera öflugur í návígjum. Logi Hrafn Róbertsson var einnig góður við hlið Úlfs Ágúst inni á miðjunni. Bakverðir og kantmenn FH-liðsins voru síógnandi á þessu fallega kvöldi í Kaplakrika og Ástbjörn kórónaði svo góða frammistöðu sína með sigurmarkinu. Varnarlína FH steig fá sem engin feilspor og þar fyrir aftan var Sindri Kristinn Ólafsson öruggur í öllum sínum aðgerðum. Framherjar liðanna, Sigurður Bjartur Hallsson og Benjamin Stokke, fengu úr litlu að moða í þessum leik. Blikar voru síendurtekið að reyna að finna Stokke í skrokinn en norska framherjanum gekk illa að vera sá uppspilspunktur sem stefnt var að. Dómari leiksins Elías Ingi Árnason og teymi hans dæmdu þennan leik af stakri prýði. Elías Ingi lét leikinn fljóta vel og átti í góðum samskiptum við alla hlutaðeigandi í leiknum. Þar af leiðandi fá Elías Ingi og samstarfsfélagar hans átta í einkunn. Stemming og umgjörð Það voru tæplega 800 sem lögð leið sína í Kaplakrika í kvöld og jákvæðni var í stuðningssveit FH-inga. Gamlir FH slagarar heyrðust í stúkunni og stuðningsmenn FH áttu þátt í því að sigla sigrinum í höfn. FH Breiðablik Besta deild karla
FH lagði Breiðablik að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í 12. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í rjómablíðu á Kaplakrikavelli í kvöld. Það var bakvörðurinn snaggaralegi Ástbjörn Þórðarson sem skoraði markið sem skildi liðin að í þessari rimmu. FH-ingar voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleiknum en heimamenn áttu ekki í teljandi vandræðum með að leysa pressu Blika sem var ekki framkvæmd af nægilega mikilli ákefð. Böðvar Böðvarsson og Kjartan Kári Halldórsson, vinstra megin, og Ásbjörn Þórðarson og Vuk Oskar Dimitrijevic hægra megin, komust síðan trekk í trekk í góðar stöður á köntunum. FH-liðið náði aftur á móti ekki að færa sér þessar stöður í nyt og Blikum óx ásmegin eftir því sem líða tók á fyrri hálfleikinn. Hægt og bítandi náðu Blikar að setja leikmenn FH undir meiri pressu og koma sér í álitleg færi í kjölfarið á því að vinna boltann framarlega á vellinum. Kjartan Kári Halldórsson og Viktor Karl Einarsson berjast um boltann. Vísir/Pawel Aron Bjarnason komst meira í takt við leikinn og Viktor Karl Einarsson fann sér oftar stöðu í hálfsvæðunum og í hlaupum inn á vítateiginn. Það var hins vegar FH sem komst yfir með marki úr nokkuð sjaldséðri átt. Ástbjörn skoraði þá annað deildarmark sitt á yfirstandandi keppnistímabili og það sjöunda í efstu deild á ferlinum. Ástbjörn var raunar að spila tímamótaleik í kvöld en þessi leikur var sá 100. sem bakvörðurinn knái spilar. Halldór Árnason, sem er í brúnni hjá Blikum, var augljóslega ekki ánægður með það sem hann var að sjá fyrsta stundarfjórðunginn í seinni hálfleik en eftir um það bil klukkutíma leik gerði hann fjörfalda skiptingu á Blikaliðinu og freistaði þess að hrista upp í liði sínu. Oliver Sigurjónsson, Alexander Helgi Guðjónsson, Patrik Johannesen og Benjamin Stokke viku þá fyrir Arnóri Gauta Jónssyni, Kristni Steindórssyni, Jasoni Daða Svanþórssyni og Kristófer Inga Kristinssyni. Þær skiptingar náðu þó ekki að hleypa nægilega miklu lífi í leik gestanna úr Smáranum og niðurstaðan varð 1-0 sigur heimamanna. Bræðurnir Sindri Kristinn og Ísak Óli Ólafssynir voru samstíga og góðir. Vísir/Pawel FH var hér að tengja saman tvo deildarsigra í fyrsta skipti síðan um mánaðamótin apríl og maí en liðið situr í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig. Breiðablik og Valur eru þar fyrir ofan með 26 stig hvort lið, fjórum stigum á eftir Víkingi sem trónir á toppnum. Blikar höfðu spilað sjö deildarleiki fyrir þessa viðureign án þess að bíða ósigur en síðasti tapleikur liðsins í deild var gegn Val í upphafi maimánuðar. Síðan þá hafði liðið haft betur í fimm leikjum og gert tvö jafntefli. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, brosir í kampinn á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Heimir: Besti frammistaða okkar í sumar varnarlega „Ég er feykilega ánægður með þennan sigur gegn góðu Blikaliði. Við náðum að fylgja eftir góðum sigri gegn Fylki og við viljum verja heimavöllinn. Þetta er langbesta frammistaðan okkar hvað varnarleik varðar og við höfum verið að vinna í því að bæta varnarleikinn,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sigurreifur. „Við höfum verið að ná í úrslit þrátt fyrir að vera að leka inn of mörgum mörkum í sumar. Það er hins vegar auðveldara að ná í úrslit ef þú heldur markinu hreinu það gefur augaleið. Við féllum kannski aðeins of langt aftur þegar líða tók á leikinn en þeir sköpuðu þó engin teljandi færi. Það voru líka flottir spilkaflar inni á milli hjá okkur og margt til þess að byggja á þegar kemur að sóknarleiknum hjá okkur,“ sagði Heimir enn fremur. „Við viljum fikra okkur upp töfluna og nálgast liðin á toppnum. Það er í eðli mannsins og ekki síst keppnismanna að setja markið ávallt hærra. Það er engin undantekning á þeim bænum hjá okkur FH-ingum. Við viljum halda áfram að ná í hagstæð úrslit og það er stefnan,“ sagði þjálfarinn um framhaldið. Halldór: Rosalega gæðalítill leikur af beggja hálfu „Ég er vonsvikinn að tapa. Mér fannst þetta rosalega gæðalítill leikur af hálfu beggja liða sem hefði átt að enda með markalausu jafntefli. Því miður náðu þeir inn einu marki og fóru með sigur af hólmi. Það var fátt um fína drætti og baráttan í fyrirrúmi,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. „Við vissum það að við værum að fara að spila á þungum og nokkuð erfiðum velli í þó nokkrum vindi sem myndi hafa áhrif á leikmyndina. Mínir menn komu hins vegar helst til flatir til leiks og það vantaði upp á grimmd, til að mynda í markinu sem þeir skora,“ sagði Halldór þar að auki. „Aftur á móti fannst mér leikmenn mínir vinna sig inn í leikinn og eins og áður segir hefði stig á hvort lið verið sanngjarnt úr þessum leik sem var ekki mikið fyrir augað satt best að segja. Við getum hins vegar ekki staldrað of lengi við þetta tap. Við verðum ekki lélegir í fótbolta á einni nóttu og það eru mörg skemmtileg og spennandi verkefni fram undan. Það er nóg eftir af þessu móti og við ætlum okkur að berjast um toppsætið allt til enda,“ sagði hann um framhaldið. Halldór Árnason gaf leik liðanna í kvöld ekki háa einkunn hvað fótboltaleg gæði snertir. Vísir/Pawel Atvik leiksins Það er til marks um það hversu bitlaus sóknarleikurin var hjá Breiðabliki að Halldór hafi brugðið á það ráð að skipta fjórum leikmönnum af velli strax eftir klukkutíma leik. Því miður fyrir Halldór og lærisveina hans dugði það ekki til að fá eitthvað út úr þessum leik. Halldór talaði um að leikmenn sínir hefðu farið út úr skipulaginu þegar liðið gerði jafntefli við Skagamenn í síðustu umferð deildarinnar og að þessu sinni vantaði allan brodd, sköpungargáfu og frumkvæði í sóknarleik Breiðabliks. Stjörnur og skúrkar Úlfur Ágúst Björnsson lék aftar á miðsvæðinu en hann er vanur í fjarveru Björns Daníels Sverrissonar, sem tók út leikbann í þessum leik. Úlfur Ágúst var flottur í því hlutverki og var iðinn við að koma með kraftmikil hlaup af miðjunni auk þess að vera öflugur í návígjum. Logi Hrafn Róbertsson var einnig góður við hlið Úlfs Ágúst inni á miðjunni. Bakverðir og kantmenn FH-liðsins voru síógnandi á þessu fallega kvöldi í Kaplakrika og Ástbjörn kórónaði svo góða frammistöðu sína með sigurmarkinu. Varnarlína FH steig fá sem engin feilspor og þar fyrir aftan var Sindri Kristinn Ólafsson öruggur í öllum sínum aðgerðum. Framherjar liðanna, Sigurður Bjartur Hallsson og Benjamin Stokke, fengu úr litlu að moða í þessum leik. Blikar voru síendurtekið að reyna að finna Stokke í skrokinn en norska framherjanum gekk illa að vera sá uppspilspunktur sem stefnt var að. Dómari leiksins Elías Ingi Árnason og teymi hans dæmdu þennan leik af stakri prýði. Elías Ingi lét leikinn fljóta vel og átti í góðum samskiptum við alla hlutaðeigandi í leiknum. Þar af leiðandi fá Elías Ingi og samstarfsfélagar hans átta í einkunn. Stemming og umgjörð Það voru tæplega 800 sem lögð leið sína í Kaplakrika í kvöld og jákvæðni var í stuðningssveit FH-inga. Gamlir FH slagarar heyrðust í stúkunni og stuðningsmenn FH áttu þátt í því að sigla sigrinum í höfn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti