Sport

HM-ævintýri ís­lensku pílustrákanna lokið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tvíliðarnir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson keppa fyrir Íslands hönd á heimsbikarmótinu í pílukasti.
Tvíliðarnir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson keppa fyrir Íslands hönd á heimsbikarmótinu í pílukasti. vísir/einar

Ísland komst ekki áfram upp úr sínum riðli þrátt fyrir sögulegan sigur á heimsmeistaramóti liða í pílukasti.

Íslensku strákarnir unnu 4-0 sigur á Barein fyrr í dag sem var fyrsti sigur íslensks landsliðs í sögu HM í pílu.

Það eru þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson sem mynda lið Íslands á mótinu og óhætt er að segja að þeir hafi fundið sig vel á stóra sviðinu í Frankfurt í morgun.

Liðið mætti í framhaldinu Tékkum í hreinum úrslitaleik um sigur í riðlinum og sæti í næstu umferð.

Tékkarnir unnu 4-0 og eru komnir áfram. Þeir unnu Barein áður 4-3.

Meðalskor þeirra tékknesku var 73,32 og á móti 65,67 hjá þeim íslensku.

Íslensku strákarnir fengu fimm tækifæri til að klára en nýttu því miður ekkert þeirra.

Íslensku strákarnir náðu þó einum 180 í leiknum og náðu sex sinnum yfir hundraðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×