Íslenski boltinn

„Fannst við vera betri allan leikinn“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Böðvar Böðvarsson kampakátur með mark kollega síns í hægri bakvarðarstöðunni. 
Böðvar Böðvarsson kampakátur með mark kollega síns í hægri bakvarðarstöðunni.  Vísir/Pawel

Böðvar Böðvarsson spilaði af stakri prýði í vinstri bakvarðarstöðunni hjá FH þegar liðið fór með 1-0 sigur af hólmi gegn Breiðabliki í leik liðanna í 12. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í kvöld. 

„Mér fannst við vera betri allan leikinn ef ég er hreinskilinn og við eiga sigurinn fyllilega skilinn. Mér finnst við í nokkrum leikjum eiga skilið meira út úr leikjum, sem dæmi má nefna Valsleikinn fyrr í sumar. Þetta var flottur sigur,“ sagði Böðvar að leik loknum. 

„Við unnum vel í pressu hjá okkar fremstu mönnum fyrir þennan leik og það gerir hlutina þægilegri hjá okkur sem spilum aftar á vellinum að ná upp góðri pressu fremst á vellinum. Það tókst að þessu sinni sem er bara mjög jákvætt,“ sagði Böðvar aðspurður um lykilinn að sigrinum.

„Við erum að leitast eftir stöðugleika eins og lið eins og Víkingur hefur sýnt undanfarin ár. Þá á ég við að spila stundum illa en innbyrða samt sigra eins og við gerðum á móti Fylki í síðustu umferð. Nú brutum við þann ís að ná að vinna eitt af þremur efstu liðunum sem er ákveðinn áfangi. 

Við erum í þessari Evrópubaráttu og í námunda við toppliðin með okkar 20 stig og við erum bara nokkuð sáttir stöðu mála. Stefnan er að halda áfram á sömu braut,“ sagði Böðvar nálægt sjöunda himni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×