Íslenski boltinn

Pálmi klárar tíma­bilið með KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pálmi Rafn Pálmason hefur stýrt KR í tveimur leikjum.
Pálmi Rafn Pálmason hefur stýrt KR í tveimur leikjum. vísir/diego

Pálmi Rafn Pálmason stýrir KR út tímabilið. Félagið greindi frá þessu í dag.

Pálmi hefur stýrt KR í síðustu tveimur leikjum liðsins, eða eftir að Gregg Ryder var látinn taka pokann sinn 19. júní.

Nú er ljóst að Pálmi mun klára tímabilið við stjórnvölinn hjá KR sem er í 8. sæti Bestu deildarinnar.

KR hefur gert jafntefli í báðum leikjunum undir stjórn Pálma; 1-1 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings og 2-2 gegn botnliði Fylkis.

Pálmi lék með KR á árunum 2015-22 og þjálfaði svo kvennalið félagsins til skamms tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×