Sú besta verður í París: „Vissi að ég myndi snúa aftur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 14:01 Það er líkt og þyngdaraflið eigi ekki við Biles þegar hún sýnir listir sínar. Nikolas Liepins/Getty Images Fimleikadrottningin Simone Biles tekur þátt á Ólympíuleikunum í París. Hún hefur unnið fjögur Ólympíugull á ferli sínum til þessa. Hin 27 ára gamla Biles tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í sumar með frábærri frammistöðu á sunnudag þegar undankeppni leikanna fór fram í Minneapolis. Verða þetta þriðju leikar hennar en hún stimplaði sig heldur betur inn í Ríó í Brasilíu árið 2016. Þar vann hún fjögur gull og nældi í eitt silfur en tókst ekki að endurtaka leikinn í Tókýó fjórum árum síðar. Hún vann til silfur- og bronsverðlauna en hún glímdi við andleg veikindi á mótinu og dró sig úr keppni í nokkrum greinum. Eftir leikana tók við löng pása en hún sneri aftur til keppni á síðasta ári. Síðan hefur hún unnið sinn sjötta heimsmeistaratitil í samanlögðum árangri ásamt þremur öðrum gullverðlaunum og tveimur landstitlum. Engin í sögu fimleika hefur unnið til jafn margra verðlauna og Biles sem stefnir á að bæta við verðlaunagripum í sumar. „Ég vissi að þetta væri ekki endirinn eftir frammistöðuna í Tókýó. Ég þurfti bara að komast aftur í ræktina, leggja hart að mér og treysta ferlinu. Ég vissi að ég myndi snúa aftur,“ sagði Biles um endurkomu sína. Watched this so many times and still unready. She’s ready for it tho👏👏👏🥇🇺🇸❤️— Taylor Swift (@taylorswift13) June 29, 2024 Biles er síðasta púslið í annars gríðarlega sterkt fimleikalið Bandaríkjanna. Ásamt þeirri bestu eru þær Jordan Chiles, Sunisa Lee, Jade Carey og Hezly Rivera í liðinu. Fimleikakeppni Ólympíuleikanna mun fara fram frá 28. júlí til 10. ágúst. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Hin 27 ára gamla Biles tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í sumar með frábærri frammistöðu á sunnudag þegar undankeppni leikanna fór fram í Minneapolis. Verða þetta þriðju leikar hennar en hún stimplaði sig heldur betur inn í Ríó í Brasilíu árið 2016. Þar vann hún fjögur gull og nældi í eitt silfur en tókst ekki að endurtaka leikinn í Tókýó fjórum árum síðar. Hún vann til silfur- og bronsverðlauna en hún glímdi við andleg veikindi á mótinu og dró sig úr keppni í nokkrum greinum. Eftir leikana tók við löng pása en hún sneri aftur til keppni á síðasta ári. Síðan hefur hún unnið sinn sjötta heimsmeistaratitil í samanlögðum árangri ásamt þremur öðrum gullverðlaunum og tveimur landstitlum. Engin í sögu fimleika hefur unnið til jafn margra verðlauna og Biles sem stefnir á að bæta við verðlaunagripum í sumar. „Ég vissi að þetta væri ekki endirinn eftir frammistöðuna í Tókýó. Ég þurfti bara að komast aftur í ræktina, leggja hart að mér og treysta ferlinu. Ég vissi að ég myndi snúa aftur,“ sagði Biles um endurkomu sína. Watched this so many times and still unready. She’s ready for it tho👏👏👏🥇🇺🇸❤️— Taylor Swift (@taylorswift13) June 29, 2024 Biles er síðasta púslið í annars gríðarlega sterkt fimleikalið Bandaríkjanna. Ásamt þeirri bestu eru þær Jordan Chiles, Sunisa Lee, Jade Carey og Hezly Rivera í liðinu. Fimleikakeppni Ólympíuleikanna mun fara fram frá 28. júlí til 10. ágúst.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira