Innherji

Fjár­festar stækka framvirka stöðu með krónunni um tugi milljarða

Hörður Ægisson skrifar
Vaxandi áhugi fjárfesta á að taka framvirka stöðu með krónunni á síðustu mánuðum má meðal annars skýra með háum vaxtamun ásamt ágætis efnahagshorfum og almennt sterkri stöðu útflutningsgreinanna.
Vaxandi áhugi fjárfesta á að taka framvirka stöðu með krónunni á síðustu mánuðum má meðal annars skýra með háum vaxtamun ásamt ágætis efnahagshorfum og almennt sterkri stöðu útflutningsgreinanna. Vísir/Vilhelm

Þrátt fyrir að blikur séu á lofti í ferðaþjónustunni þá hefur það ekki haft neikvæð áhrif á væntingar fjárfesta um gengisþróun krónunnar en þeir hafa aukið stöðutöku sína um tugi milljarða á síðustu mánuðum. Eftir að hafa haldist óvenju stöðugt um langt skeið gagnvart evrunni hefur gengið styrkst lítillega á síðustu vikum.


Tengdar fréttir

„Ó­þarfa á­hyggjur“ fjár­festa að horfið verði frá tví­skráningu JBT Marel

Sameinað félag John Bean Technologies (JBT) og Marel verður ekki of skuldsett, að mati forstjóra JBT, en unnið verður að því að draga úr skuldsetningu og hún fari í ásættanlegt horf á einu ári. Hann segir að íslenskir fjárfestar þurfi ekki að óttast að horfið verði frá tvískráningu hérlendis og í Bandaríkjunum. Tvískráningin verði ekki byrði á rekstrinum og hún muni auka seljanleika með hlutabréf fyrirtækisins. „Marel er með öfluga langtímahluthafa, eins og lífeyrissjóði, og við tökum þeim fagnandi,“ segir forstjórinn í einkaviðtali við Innherja.

Hót­­el­r­ek­­end­­ur von­ast til að sala hrökkv­i í gang eft­­ir af­­bók­­an­­ir

Allir hótelrekendur finna fyrir því að hægst hefur á bókunum og sala á hótelherbergjum verður eitthvað minni í sumar en í fyrra. Salan gengur betur í Reykjavík og á Suðurlandi en annars staðar úti á landi þar sem hótel hafa brugðið á það ráð að bjóða lægri verð til að ná upp sölunni. Spár um fjölda ferðamanna við upphaf árs munu ekki ganga eftir, segja viðmælendur Innherja.

Halda áfram kaupum á íslenskum ríkisbréfum þótt það hægist á vextinum

Fjárfesting erlendra sjóða í íslensk ríkisskuldabréf hélt áfram að aukast í liðnum mánuði þótt nokkuð hafi hægt á vextinum og hefur innflæðið ekki verið minna að umfangi í meira en hálft ár. Stöðugt fjármagnsinnflæði vegna kaupa erlendra skuldabréfafjárfesta síðustu mánuði hefur átt sinn þátt í því að halda gengi krónunnar stöðugu um nokkurt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×