Lífið

Stúlkur úr List­dans­skóla Ís­lands hrepptu heims­meistara­titil

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hópurinn sem hreppti heimsmeistaratitil í dag.
Hópurinn sem hreppti heimsmeistaratitil í dag. arnbjörg jóhannsdóttir

Hópur stúlkna út Listdansskóla Íslands hreppti heimsmeistaratitil á heimsmeistaramóti í dansi í Prag, höfuðborg Tékklands, í dag. 

Verðlaunin hlutu þau í flokki hópdansi barna eða „Children Large Group Showdance“. Hópurinn nefnist Revolting children. 

Í færslu Listdansskóla Íslands er verðlaununum fagnað og danshöfunda þakkað, þeim Alex Christian og Lindsay Atherton. Sömuleiðis skólastýrunni Dilly Greasly.

„Til hamingju Arabella, Agnes, Adriana, Rakel, Eva, Hjördís, Arey, Örk, Barbara, Magdalena, Ragnhildur og Aníka með þennan frábæra árangur!! Við erum svo stolt af ykkur,“ segir í færslu Listdansskólans.

Hópurinn fagnar á sviðinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×