Í tilkynningu segir að Patrik hafi nýlokið að koma fram á skemmtun með Hebba fyrr í ár þegar hann hringdi í pródúsentinn Bjarka Ómarsson, betur þekktur sem Bomar, til að segja honum að Hebbi hefði viðrað við hann hugmynd um sameiginlega útgáfu. Bjarki hafði veðrast upp við það.
„Ég algjörlega ofpeppaðist í þessu símtali og sá þarna gullið tækifæri til að fá útrás fyrir 80´s geðveikina í mér,” segir Bjarki.
Þeir fóru beint í stúdíó eftir það og var Bjarki staðráðinn í áður en fyrsta nótan í laginu hafði verið saman að hafa þar tilvísun í uppáhalds lagið sitt með Hebba: Svaraðu!
„Það er svo mikið 80´s að vitna í gömul textabrot og Svaraðu passaði fullkomlega við lagið okkar og inn í það concept.“
Patrik segir það mikinn heiður að fá eina af goðsögnum íslensks tónlistarlífs til að syngja með sér.