Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang Aron Guðmundsson skrifar 3. júlí 2024 09:31 Guðmundur Guðmundsson er í dag þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia Vísir/Vilhelm Enn þann dag í dag er Guðmundi Guðmundssyni þakkað fyrir Ólympíugullið sem hann vann með danska landsliðinu í handbolta árið 2016. Hann segir Íslendinga hins vegar, marga hverja, fljóta að gleyma. Guðmundur er nú þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia, starf sem markaði á sínum tíma endurkomu hans til Danmerkur en áður hafði Guðmundur gert góða hluti sem landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og meðal annars gert liðið að Ólympíumeisturum árið 2016. Árangur sem varð til þess að Guðmundur var sæmdur riddarakrossi dönsku Dannebrogsorðunnar. En eins og áður hefur verið greint frá þá gustaði einnig um Íslendinginn í starfi. Ýmislegt gekk á en Guðmundur hefur alltaf fundið fyrir þakklæti í sinn garð fyrir starf sitt með danska landsliðið. Það hlýtur að vera sætt fyrir þig að geta snúið aftur til Danmerkur og stimplað þig inn með þessum hætti á nýjan leik og með því minnt rækilega á þig? „Já það er alveg rétt metið. Hins vegar er það þannig að allan þann tíma sem ég hef starfað í Danmörku hafa Danir tekið mér mjög vel. Enn þann dag í dag er verið að þakka mér fyrir ólympíugullið 2016. Það gerist alls staðar og hvergi. Það getur gerst í miðborg Kaupmannahafnar eða á einhverjum veitingastað eða hvar sem er. Mér hefur oft hlýnað um hjartaræturnar að þeir hafa ekki gleymt því. Hinn almenni Dani hefur alltaf stutt mig og einhvern veginn verið jákvæður í minn garð.“ „Núna er ég kominn til baka og ég skal játa það, því ég hef alltaf verið mjög metnaðarfullur þjálfari, að það er mjög góð tilfinning fyrir mig að sýna mig og sanna. Aftur. Ég skal ekkert leyna því að ég vildi gera vel. Þannig hef ég svo sem alltaf verið. En þetta hefur verið mjög ánægjulegt fyrir mig. Mér finnst líka gott að starfa þarna því mér er sýnd mikil virðing og þá hef ég fengið mikið traust. Það er frábært að starfa við slíkar aðstæður.“ Þú nefnir það sérstaklega að þér sé sýnd mikil virðing. Fannst þér það skorta á einhverjum öðrum stöðum sem þú hefur starfað á? „Já ég myndi segja það. Ég held að Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang með því að gleyma ekki því sem menn hafa gert áður. Það er ríkara í sumum löndum, finnst mér, að menn eru ekki eins fljótir að gleyma og Íslendingar.“ Danski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Sjá meira
Guðmundur er nú þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia, starf sem markaði á sínum tíma endurkomu hans til Danmerkur en áður hafði Guðmundur gert góða hluti sem landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og meðal annars gert liðið að Ólympíumeisturum árið 2016. Árangur sem varð til þess að Guðmundur var sæmdur riddarakrossi dönsku Dannebrogsorðunnar. En eins og áður hefur verið greint frá þá gustaði einnig um Íslendinginn í starfi. Ýmislegt gekk á en Guðmundur hefur alltaf fundið fyrir þakklæti í sinn garð fyrir starf sitt með danska landsliðið. Það hlýtur að vera sætt fyrir þig að geta snúið aftur til Danmerkur og stimplað þig inn með þessum hætti á nýjan leik og með því minnt rækilega á þig? „Já það er alveg rétt metið. Hins vegar er það þannig að allan þann tíma sem ég hef starfað í Danmörku hafa Danir tekið mér mjög vel. Enn þann dag í dag er verið að þakka mér fyrir ólympíugullið 2016. Það gerist alls staðar og hvergi. Það getur gerst í miðborg Kaupmannahafnar eða á einhverjum veitingastað eða hvar sem er. Mér hefur oft hlýnað um hjartaræturnar að þeir hafa ekki gleymt því. Hinn almenni Dani hefur alltaf stutt mig og einhvern veginn verið jákvæður í minn garð.“ „Núna er ég kominn til baka og ég skal játa það, því ég hef alltaf verið mjög metnaðarfullur þjálfari, að það er mjög góð tilfinning fyrir mig að sýna mig og sanna. Aftur. Ég skal ekkert leyna því að ég vildi gera vel. Þannig hef ég svo sem alltaf verið. En þetta hefur verið mjög ánægjulegt fyrir mig. Mér finnst líka gott að starfa þarna því mér er sýnd mikil virðing og þá hef ég fengið mikið traust. Það er frábært að starfa við slíkar aðstæður.“ Þú nefnir það sérstaklega að þér sé sýnd mikil virðing. Fannst þér það skorta á einhverjum öðrum stöðum sem þú hefur starfað á? „Já ég myndi segja það. Ég held að Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang með því að gleyma ekki því sem menn hafa gert áður. Það er ríkara í sumum löndum, finnst mér, að menn eru ekki eins fljótir að gleyma og Íslendingar.“
Danski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti