Lífið

Tískudrottning og eig­andi Drykk bar selja slotið

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Tania Lind og Heimir Þór eru að selja huggulega íbúð í Fossvogi með stórum palli.
Tania Lind og Heimir Þór eru að selja huggulega íbúð í Fossvogi með stórum palli. Aðsend

Á Skógarvegi í Fossvogi er að finna huggulega tæplega 80 fermetra íbúð á jarðhæð með 40 fermetra palli sem snýr í suður/suðvestur. Íbúðin er í eigu tískudrottningarinnar og markaðsstjórans Taniu Lindar og Heimis Þórs eiganda Drykk bar og er nú til sölu.  

Húsið var byggt árið 2021 og keyptu hjúin það glænýtt en þau hafa síðan búið þar með dóttur þeirra. Ásett verð fyrir eignina er 84,9 milljónir. 

Eignin telur forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, 40 m2 sérafnotareit, hjónaherbergi, baðherbergi, þvottahús, bílastæði í bílakjallara, 5,9m2 sérgeymslu í sameign og gólfhiti er í allri íbúðinni.

Þá er íbúðin björt, með stórum gluggum, smart viðar-innrétting í eldhúsi og hálfgert fataherbergi innan af svefnherberginu. 

Fatarýmið er með rennihurð af svefnherberginu.RE/MAX
Stofan og eldhúsið er í rúmgóðu opnu rými.RE/MAX
Stór fataskápur er í forstofu.RE/MAX
Gólfsíðir gluggar vísa út á pallinn.RE/MAX
Eldhúsinnréttingarnar eru í smart viðarlit.RE/MAX
Íbúðin er frá 2021 og gólfhiti er í allri íbúð.RE/MAX
Pallurinn er mjög rúmgóður og snýr í suð/suðvestur.RE/MAX

Hér má finna nánari upplýsingar um íbúðina á fasteignavefnum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×