Innherji

Lands­bank­inn end­ur­fjár­magn­ar Rot­ov­i­a fyr­ir allt að ell­ef­u millj­arð­a

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Rotovia framleiðir og hannar sínar eigin vörur undir vörumerkjunum Sæplast, Tempra, iTub og Varibox ásamt því að framleiða ýmsa íhluti fyrir bílaframleiðendur, framleiðendur landbúnaðartækja, vindmylluframleiðendur og fleiri.
Rotovia framleiðir og hannar sínar eigin vörur undir vörumerkjunum Sæplast, Tempra, iTub og Varibox ásamt því að framleiða ýmsa íhluti fyrir bílaframleiðendur, framleiðendur landbúnaðartækja, vindmylluframleiðendur og fleiri. Aðsend

Íslenska framleiðslufyrirtækið Rotovia, sem meðal annars á Sæplast, hefur samið við Landsbankann um endurfjármögnun á öllum skuldum félagsins. Lánasamningurinn er að fjárhæð allt að 10,7 milljarðar króna (72 milljónir evra). Þessi endurfjármögnun er sú fyrsta sem félagið semur um við íslenskan banka en þegar félagið var stofnað í núverandi formi árið 2022 voru lánin tekin erlendis.


Tengdar fréttir

Eignarhaldið á Promens að færast aftur í hendur íslenskra fjárfesta

Tveir íslenskir framtakssjóðir, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, eru að ganga í sameiningu frá kaupum á starfsemi Promens hér á landi af bandarísku fyrirtækjasamsteypunni Berry Global sem er eigandi plastframleiðslufyrirtækjanna Sæplasts og Tempra. Kaupverðið er talið vera samtals á annan tug milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×