Patrik er aðeins reyndari golfari en vinur sinn og fékk Adam Ægir því smá forgjöf í stigatalningunni. Adam Ægir mætti í Timberland-skóm og sagðist vilja taka Happy Gilmore sér til fyrirmyndar. „Ég er aðalega í golfinu út af lúkkinu, mér finnst ekkert það gaman að spila,“ sagði hann í þættinum.
Horfa má á Einvígið í spilaranum hér fyrir neðan og um leið sjá hvor þeirra hafði betur. Sjón er sögu ríkari.
Golfarinn er á dagskrá Stöðvar 2 öll sunnudagskvöld í sumar.