Upp­gjörið: Víkingur - Stjarnan 1-1 (5-4) | Víkingar í úr­slit enn á ný

Andri Már Eggertsson skrifar
Danijel Dejan Djuric skoraði eina mark Víkings áður en gripið var til vítaspyrnukeppni.
Danijel Dejan Djuric skoraði eina mark Víkings áður en gripið var til vítaspyrnukeppni. Vísir/Diego

Víkingur er komið í úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í fimmta skiptið í röð eftir sigur á Stjörnunni í vítaspyrnukeppni. Víkingar skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum á meðan Ingvar Jónsson varði eina spyrnu Stjörnunnar.

Danijel Dejan Djuric kom heimamönnum yfir í Víkinni með frábæru marki í fyrri hálfleik. Það leit lengi vel út fyrir að það mark myndi skila Víkingum á Laugardalsvöll en í blálokin jafnaði Guðmundur Kristjánsson og því þurfti að framlengja. 

Þar gerðist heldur lítið og því var leikurinn útkljáður með vítaspyrnukeppni þar sem Víkingar reyndust betri aðilinn. Annað árið í röð er það því Víkingur sem mætir KA í úrslitum. 

Nánara uppgjör og viðtöl væntanleg.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira