Uppgjörið: Þór/KA - FH 0-1 | Ída Marín tryggði sigur gestanna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. júlí 2024 19:55 Ída Marín (fyrir miðju) skoraði sigurmark FH. Vísir/Diego FH vann sætan sigur á Þór/KA, 0-1, er liðin mættust á Akureyri. Gestirnir mun sterkari og áttu sigurinn skilið. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað en opnaðist smám saman. Heimastúlkur voru ívið hættulegri en FH sýndi reglulega að liðið gat sótt hratt. Það var einmitt eftir eina slíka skyndisókn sem Ída Marín Hermannsdóttir var toguð niður í teignum og víti dæmt. Hún tók vítið sjálf og skoraði af öryggi. Þetta reyndist vera eina mark fyrri hálfleiks og verk að vinna hjá Þór/KA í seinni hálfleik. Síðari hálfleikur var enn slakari hjá Þór/KA. Slagkrafturinn enginn og færin nánast engin. Skipti engu þó svo þær skiptu mikið inn á. Máttleysið fram á við var algjört. FH spilaði skynsamlega og átti margar frábærar skyndisóknir. Það er í raun með ólíkindum að liðið hafi ekki skoraði þrjú til fjögur mörk því færin voru til staðar. Þær fengu þó stigin þrjú og það voru afar verðskulduð þrjú stig. Atvik leiksins Skyndisóknin sem skilaði markinu. Frábær sprettur hjá Ídu Marín sem fékk víti. Hún skoraði svo örugglega úr vítinu. Stjörnur og skúrkar FH-vörnin var frábær og Aldís mjög örugg í öllum sínum aðgerðum þar fyrir aftan. Það var svo látlaus ógn af sóknartríóinu sem hefði að ósekju átt að skila fleiri mörkum. Það var eitthvað andleysi í liði Þórs/KA. Sóknin máttlaus, miðjan hæg og skilaði sér seint til baka. Vörnin síðan allt annað en öryggið uppmálað. Þetta var einfaldlega slakur leikur hjá heimakonum. Dómarinn Ekki erfiður leikur að dæma og frammistaða Sigurðar Hjartar fumlaus fram að rauða spjaldinu sem virkaði ákaflega harður dómur. Stemning og umgjörð Góður völlur og gott veður. Allt upp á tíu þar en stemningin í stúkunni var lágstemmd. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA FH
FH vann sætan sigur á Þór/KA, 0-1, er liðin mættust á Akureyri. Gestirnir mun sterkari og áttu sigurinn skilið. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað en opnaðist smám saman. Heimastúlkur voru ívið hættulegri en FH sýndi reglulega að liðið gat sótt hratt. Það var einmitt eftir eina slíka skyndisókn sem Ída Marín Hermannsdóttir var toguð niður í teignum og víti dæmt. Hún tók vítið sjálf og skoraði af öryggi. Þetta reyndist vera eina mark fyrri hálfleiks og verk að vinna hjá Þór/KA í seinni hálfleik. Síðari hálfleikur var enn slakari hjá Þór/KA. Slagkrafturinn enginn og færin nánast engin. Skipti engu þó svo þær skiptu mikið inn á. Máttleysið fram á við var algjört. FH spilaði skynsamlega og átti margar frábærar skyndisóknir. Það er í raun með ólíkindum að liðið hafi ekki skoraði þrjú til fjögur mörk því færin voru til staðar. Þær fengu þó stigin þrjú og það voru afar verðskulduð þrjú stig. Atvik leiksins Skyndisóknin sem skilaði markinu. Frábær sprettur hjá Ídu Marín sem fékk víti. Hún skoraði svo örugglega úr vítinu. Stjörnur og skúrkar FH-vörnin var frábær og Aldís mjög örugg í öllum sínum aðgerðum þar fyrir aftan. Það var svo látlaus ógn af sóknartríóinu sem hefði að ósekju átt að skila fleiri mörkum. Það var eitthvað andleysi í liði Þórs/KA. Sóknin máttlaus, miðjan hæg og skilaði sér seint til baka. Vörnin síðan allt annað en öryggið uppmálað. Þetta var einfaldlega slakur leikur hjá heimakonum. Dómarinn Ekki erfiður leikur að dæma og frammistaða Sigurðar Hjartar fumlaus fram að rauða spjaldinu sem virkaði ákaflega harður dómur. Stemning og umgjörð Góður völlur og gott veður. Allt upp á tíu þar en stemningin í stúkunni var lágstemmd.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti