„Ég bað um að taka fimmta vítið“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. júlí 2024 23:05 Ari Sigurpálsson að taka fimmta víti Víkings Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur Reykjavík tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni. Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings, tók síðasta vítið og skaut sínu liði áfram. „Þetta var ótrúlega sætt. Ég var aldrei stressaður og mér leið eins og að við áttum að klára þetta í framlengingunni fyrst að þetta fór þangað. Þeir vörðu á línu og ég skaut í andlitið á Helga [Guðjónssyni] þegar að boltinn var á leiðinni í skeytin. Við kláruðum þetta bara í vító og það mun enginn muna eftir því þegar að við vinnum bikarinn,“ sagði Ari í samtali við Vísi eftir leik. Allt benti til þess að Víkingur myndi vinna 1-0 í venjulegum leiktíma en Guðmundur Kristjánsson jafnaði á 95 mínútu. Ari sagði þó að það hafi ekki slegið liðið út af laginu. „Menn þurftu bara að núllstilla sig. Við erum vanir því og með reynslu í liðinu. Allt liðið er eldgamalt og við vitum hvað þarf til þess að vinna og við gerðum það í kvöld.“ Aðspurður hvort reynsla Víkings á þessu sviði hafi hjálpað þegar farið var í vítaspyrnukeppni tók Ari undir það. „Já ég held að reynslan hafi hjálpað okkur rosa mikið í vítaspyrnukeppninni.“ Ari tók fimmta víti Víkings og það var undir honum komið að tryggja Víkingi áfram í úrslit Mjólkurbikarsins. „Ég bað um að taka fimmta vítið og mig langaði að taka úrslita vítið og ég vissi að ég væri alltaf að fara að skora og það var ekkert vesen.“ Víkingur og KA mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins annað árið í röð. Ari er spenntur fyrir verkefninu og hrósaði KA. „Ég sá leikinn í gær og þeir voru góðir á móti Val. Það verður erfiður leikur eins og þessi. Þetta var erfiður leikur í fyrra,“ sagði Ari Sigurpálsson að lokum Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
„Þetta var ótrúlega sætt. Ég var aldrei stressaður og mér leið eins og að við áttum að klára þetta í framlengingunni fyrst að þetta fór þangað. Þeir vörðu á línu og ég skaut í andlitið á Helga [Guðjónssyni] þegar að boltinn var á leiðinni í skeytin. Við kláruðum þetta bara í vító og það mun enginn muna eftir því þegar að við vinnum bikarinn,“ sagði Ari í samtali við Vísi eftir leik. Allt benti til þess að Víkingur myndi vinna 1-0 í venjulegum leiktíma en Guðmundur Kristjánsson jafnaði á 95 mínútu. Ari sagði þó að það hafi ekki slegið liðið út af laginu. „Menn þurftu bara að núllstilla sig. Við erum vanir því og með reynslu í liðinu. Allt liðið er eldgamalt og við vitum hvað þarf til þess að vinna og við gerðum það í kvöld.“ Aðspurður hvort reynsla Víkings á þessu sviði hafi hjálpað þegar farið var í vítaspyrnukeppni tók Ari undir það. „Já ég held að reynslan hafi hjálpað okkur rosa mikið í vítaspyrnukeppninni.“ Ari tók fimmta víti Víkings og það var undir honum komið að tryggja Víkingi áfram í úrslit Mjólkurbikarsins. „Ég bað um að taka fimmta vítið og mig langaði að taka úrslita vítið og ég vissi að ég væri alltaf að fara að skora og það var ekkert vesen.“ Víkingur og KA mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins annað árið í röð. Ari er spenntur fyrir verkefninu og hrósaði KA. „Ég sá leikinn í gær og þeir voru góðir á móti Val. Það verður erfiður leikur eins og þessi. Þetta var erfiður leikur í fyrra,“ sagði Ari Sigurpálsson að lokum
Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira