Sport

Níu ára stelpa vann gull á X-leikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mia Kretzer er orðin stjarna í sinni íþrótt þótt hún sé ekki búin að halda upp á tíu ára afmælið.
Mia Kretzer er orðin stjarna í sinni íþrótt þótt hún sé ekki búin að halda upp á tíu ára afmælið. @xgames

Ástralska hjólabrettastelpan Mia Kretzer er yngsti gullverðlaunahafinn í sögu X-leikanna en hún skrifaði nýjan kafla í sögu þessa vinsælu leika á dögunum.

Kretzer hafði þegar tryggt sér metið yfir að vera sú yngsta til að keppa á X-leikunum en gerði aftur á móti miklu meira en það.

Mia tryggði sér gullið þegar hún náði 720 gráðu stökki á hjólabretti sínu. Kretzer kemur frá Perth á vesturströnd Ástralíu. Hún hafði betur í keppni við ríkjandi meistara, Arisa Trew, sem er líka frá Ástralíu.

Það má sjá stökkið hennar með því að fletta hér fyrir neðan.

Trew reyndi tvisvar við 900 gráðu stökk í hálfpípunni en lenti hvorugu stökkinu. Fyrir vikið fór gullið til Miu.

„Ég er svo ánægð. Þetta var alveg klikkað. Ég hélt aldrei að ég væri að fara vinna gull á X-leikunum níu ára gömul,“ sagði Mia við Nine's Today.

Hún hefur að mestu kennt sér sjálf og er svo sannarlega fædd með hæfileikana á hjólabrettinu.

Kretzer er ekki með opinberan þjálfara en fer á hverjum degi eftir skóla með móður sinni og æfir sig í hjólabrettagarði.

Móðir hennar segir að stelpan hafi sett stefnuna á að keppa á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 2028 en þá verður hún náttúrulega orðin þrettán ára reynslubolti. Þá þarf líka að vera keppt á hjólabreyttum á leikunum en það á endanlega eftir að koma í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×