Emmsjé Gauti laumaði sér á Landsmót fyrir tónlistarmyndband Telma Tómasson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 6. júlí 2024 19:12 Emmsjé Gauti laumaði sér inn á Landsmót hestamanna til þess að taka upp tónlistarmyndband. vísir Margir ráku upp stór augu þegar tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti mætti í fullum keppnisskrúða á Landsmót hestamanna, enda er hann síst þekktur fyrir að vera meðal afreksknapa. Hann var líka kominn á mótið af allt annarri ástæðu en að mæta til keppni. Í fylgd með Gauta voru kvikmyndagerðarmenn og ætlunin að taka upp tónlistarmyndband við lagið Fyrirmynd Part 2 sem er eitt laganna á nýútkominni plötu hans sem ber titilinn Fullkominn dagur til að kveikja í sér. „Eitt lag á plötunni er nokkurs konar kántrílag, en það hefði verið of augljóst að nota hesta í myndbandi með því. Þess vegna valdi ég mesta rapplagið á plötunni því það er falleg andstæða í því að vera með hesta í því myndbandi. Það lag heitir Fyrirmynd Part 2 og er framhald af lagi sem ég gerði 2010. Okkur datt í hug fyrir tveimur dögum að gera tónlistarmyndband og því er ég hér staddur í miklu flæði og án þess að vera með eitthvað handrit til að fara eftir. Þetta er heimur sem ég þekki ekki neitt,“ segir Gauti. Vísir fékk að skyggnast á bak við tjöldin við gerð myndbandsins, en það var Hjörtur Bergstað formaður Fáks og fjölskylda hans sem leiddi Emmsjé Gauta og hans lið um Landsmótssvæðið. Mótið í ár er haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Gauti bætir því við í léttum tón að þetta hafi líka verið afsökun fyrir því að komast bakdyramegin inn á Landsmót hestamanna og fá að vera með í stemningunni. „Síðan er ég að skemmta hér í kvöld og ég hef heyrt að það sé sturluð stemning á Landsmóti á laugardagskvöldinu og mögnuð skemmtidagskrá. Það eru þúsundir þarna í brekkunni." Smeykur en spenntur Gauti fékk gæðinginn Segul frá Akureyri lánaðan í upptökurnar, 16 vetra höfðingja í eigu Berthu Livar Bergstað. Fata- og reiðtygjafyrirtækið Top Reiter klæddi tónlistarmanninn í keppnisgalla frá toppi til táar og segist honum bara líða vel í fötunum. Það var samt smá bras að renna upp rennilásnum á keppnisstígvélunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Tónlistamaðurinn sagðist vera aðeins smeykur fyrir því að fara á bak, enda bara prófað það tvisvar áður í lífinu, en vera á sama tíma spenntur. „Ég veit að þau eru ekki að fara að sleppa mér og leyfa mér að leika lausum hala. Það er borin svo svakalega mikil virðing fyrir hestinum. Áður en ég fékk að taka hér myndband var farið yfir það að ekki mætti trufla fólkið og hestana sem væri að keppa. Mér finnst það frábært. Einhvern tíma langar mig að eiga mómentið að vera einn á hestbaki þegar sólin er að setjast.“ Gert er ráð fyrir að um tíu þúsund manns verði á Landsmóti hestamanna um helgina, en þar leikur veðrið við hesta og menn og stemning mikil. Hestar Landsmót hestamanna Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Í fylgd með Gauta voru kvikmyndagerðarmenn og ætlunin að taka upp tónlistarmyndband við lagið Fyrirmynd Part 2 sem er eitt laganna á nýútkominni plötu hans sem ber titilinn Fullkominn dagur til að kveikja í sér. „Eitt lag á plötunni er nokkurs konar kántrílag, en það hefði verið of augljóst að nota hesta í myndbandi með því. Þess vegna valdi ég mesta rapplagið á plötunni því það er falleg andstæða í því að vera með hesta í því myndbandi. Það lag heitir Fyrirmynd Part 2 og er framhald af lagi sem ég gerði 2010. Okkur datt í hug fyrir tveimur dögum að gera tónlistarmyndband og því er ég hér staddur í miklu flæði og án þess að vera með eitthvað handrit til að fara eftir. Þetta er heimur sem ég þekki ekki neitt,“ segir Gauti. Vísir fékk að skyggnast á bak við tjöldin við gerð myndbandsins, en það var Hjörtur Bergstað formaður Fáks og fjölskylda hans sem leiddi Emmsjé Gauta og hans lið um Landsmótssvæðið. Mótið í ár er haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Gauti bætir því við í léttum tón að þetta hafi líka verið afsökun fyrir því að komast bakdyramegin inn á Landsmót hestamanna og fá að vera með í stemningunni. „Síðan er ég að skemmta hér í kvöld og ég hef heyrt að það sé sturluð stemning á Landsmóti á laugardagskvöldinu og mögnuð skemmtidagskrá. Það eru þúsundir þarna í brekkunni." Smeykur en spenntur Gauti fékk gæðinginn Segul frá Akureyri lánaðan í upptökurnar, 16 vetra höfðingja í eigu Berthu Livar Bergstað. Fata- og reiðtygjafyrirtækið Top Reiter klæddi tónlistarmanninn í keppnisgalla frá toppi til táar og segist honum bara líða vel í fötunum. Það var samt smá bras að renna upp rennilásnum á keppnisstígvélunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Tónlistamaðurinn sagðist vera aðeins smeykur fyrir því að fara á bak, enda bara prófað það tvisvar áður í lífinu, en vera á sama tíma spenntur. „Ég veit að þau eru ekki að fara að sleppa mér og leyfa mér að leika lausum hala. Það er borin svo svakalega mikil virðing fyrir hestinum. Áður en ég fékk að taka hér myndband var farið yfir það að ekki mætti trufla fólkið og hestana sem væri að keppa. Mér finnst það frábært. Einhvern tíma langar mig að eiga mómentið að vera einn á hestbaki þegar sólin er að setjast.“ Gert er ráð fyrir að um tíu þúsund manns verði á Landsmóti hestamanna um helgina, en þar leikur veðrið við hesta og menn og stemning mikil.
Hestar Landsmót hestamanna Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira