Dreymir um eigið kanínuathvarf Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. júlí 2024 09:01 Kolfinna er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Evoto Kolfinna Mist Austfjörð er mikill dýravinur sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á Ungfrú Ísland. Hún er að taka þátt í þriðja sinn í ár og segist læra eitthvað nýtt í hvert skipti, þar á meðal að standa með sínum skoðunum. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Kolfinna er mikill dýravinur.Arnór Trausti Fullt nafn? Kolfinna Mist Austfjörð. Aldur? 27 ára. Starf? Afgreiðsla í Noma. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef haft áhuga á svona keppnum í mörg ár en ég tók fyrst þátt árið 2019 eftir að hafa fylgst með fyrrum keppendum og sigurvegurum á samfélagsmiðlum. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Þar sem þetta er þriðja skiptið sem ég tek þátt get ég sagt að ég hef lært eitthvað nýtt í hvert skipti. Ég læri ekki bara mínar skoðanir á mikilvægum málum en líka að standa með þeim skoðunum. Einnig skemmtilega hluti eins og hvaða farði fer mér best og ég hef bætt sjálfstraustið mitt heilan helling. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, norsku, og ensku. Ég tel mig líka geta talað við dýrin mín en það er ekki víst að þau séu sammála. Hvað hefur mótað þig mest? Ég flutti til Noregs með mömmu minni á unglingsárunum og það er oft mjög erfiður og viðkvæmur tími í lífinu. Að flytja frá restinni af fjölskyldunni og vinum mínum var erfitt og samkvæmt mömmu grét ég svo mikið fyrstu vikuna að hún var næstum því búin að flytja aftur heim með mig. Þetta var þó ómetanleg upplifun og stór ástæða þess að ég er manneskjan sem ég er í dag. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Að rífa mig upp úr mjög erfiðu andlegu ástandi eftir nokkur áföll yfir nokkur ár. En það er ekkert betra en að geta sagt að ég sé sterkari fyrir vikið og enn þakklátari fyrir lífið sem mér var gefið. View this post on Instagram A post shared by Kolfinna Mist (@mistyaustfjord) Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því hvað ég hef geta gefið gæludýrunum mínum gott líf, með því að fræðast um og læra hvað er best fyrir þau og hvað þau þurfa. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Allur textinn í Dear Reader laginu eftir Taylor Swift en sérstaklega „Bend when you can, snap when you have to“. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Harðfiskur með smjöri! Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Fjölskyldan mín og Buffy The Vampire Slayer. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Billy Corgan! The Smashing Pumpkins er uppáhalds hljómsveitin mín, þannig það var mjög spennandi. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Bara alltaf þegar einhver segir mér nafnið sitt og gullfiskaminnið stelur því úr heilanum á mér jafnóðum. Hver er þinn helsti ótti? Að lykta illa. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Með mitt eigið kanínuathvarf, sem einnig verður með hamstra og naggrísi og í litlu húsi í sveit þar sem hesturinn minn getur verið í garðinum. Hvaða lag tekur þú í karókí? Breath með Breaking Benjamin. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín. Uppskrift að drauma degi? Vakna snemma og fara í göngutúr úti í uppáhalds veðrinu mínu, þegar það er sól og frost á sama tíma. Síðan að sinna dýrunum mínum og bjóða mömmu í kaffi. Á drauma deginum mínum færi ég líka í sveitina til pabba í kvöldmat og kíki á hestinn minn í leiðinni. Í lok dags myndi ég fara í langt bað og lesa og enda svo daginn uppi í rúmi að kúra með kanínunum mínum, hekla og horfa á Dexter með kærastanum. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Kolfinna er mikill dýravinur.Arnór Trausti Fullt nafn? Kolfinna Mist Austfjörð. Aldur? 27 ára. Starf? Afgreiðsla í Noma. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef haft áhuga á svona keppnum í mörg ár en ég tók fyrst þátt árið 2019 eftir að hafa fylgst með fyrrum keppendum og sigurvegurum á samfélagsmiðlum. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Þar sem þetta er þriðja skiptið sem ég tek þátt get ég sagt að ég hef lært eitthvað nýtt í hvert skipti. Ég læri ekki bara mínar skoðanir á mikilvægum málum en líka að standa með þeim skoðunum. Einnig skemmtilega hluti eins og hvaða farði fer mér best og ég hef bætt sjálfstraustið mitt heilan helling. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, norsku, og ensku. Ég tel mig líka geta talað við dýrin mín en það er ekki víst að þau séu sammála. Hvað hefur mótað þig mest? Ég flutti til Noregs með mömmu minni á unglingsárunum og það er oft mjög erfiður og viðkvæmur tími í lífinu. Að flytja frá restinni af fjölskyldunni og vinum mínum var erfitt og samkvæmt mömmu grét ég svo mikið fyrstu vikuna að hún var næstum því búin að flytja aftur heim með mig. Þetta var þó ómetanleg upplifun og stór ástæða þess að ég er manneskjan sem ég er í dag. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Að rífa mig upp úr mjög erfiðu andlegu ástandi eftir nokkur áföll yfir nokkur ár. En það er ekkert betra en að geta sagt að ég sé sterkari fyrir vikið og enn þakklátari fyrir lífið sem mér var gefið. View this post on Instagram A post shared by Kolfinna Mist (@mistyaustfjord) Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því hvað ég hef geta gefið gæludýrunum mínum gott líf, með því að fræðast um og læra hvað er best fyrir þau og hvað þau þurfa. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Allur textinn í Dear Reader laginu eftir Taylor Swift en sérstaklega „Bend when you can, snap when you have to“. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Harðfiskur með smjöri! Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Fjölskyldan mín og Buffy The Vampire Slayer. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Billy Corgan! The Smashing Pumpkins er uppáhalds hljómsveitin mín, þannig það var mjög spennandi. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Bara alltaf þegar einhver segir mér nafnið sitt og gullfiskaminnið stelur því úr heilanum á mér jafnóðum. Hver er þinn helsti ótti? Að lykta illa. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Með mitt eigið kanínuathvarf, sem einnig verður með hamstra og naggrísi og í litlu húsi í sveit þar sem hesturinn minn getur verið í garðinum. Hvaða lag tekur þú í karókí? Breath með Breaking Benjamin. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín. Uppskrift að drauma degi? Vakna snemma og fara í göngutúr úti í uppáhalds veðrinu mínu, þegar það er sól og frost á sama tíma. Síðan að sinna dýrunum mínum og bjóða mömmu í kaffi. Á drauma deginum mínum færi ég líka í sveitina til pabba í kvöldmat og kíki á hestinn minn í leiðinni. Í lok dags myndi ég fara í langt bað og lesa og enda svo daginn uppi í rúmi að kúra með kanínunum mínum, hekla og horfa á Dexter með kærastanum. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira