Íslenski boltinn

Sjáðu um­deilt mark FH og vítadóminn sem færði KA stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úlfur Ágúst Björnsson skallar boltann í mark KA en þarna má sjá Sigurð Bjart Hallsson standa fyrir framan Steinþór Má Auðunsson, markvörð KA.
Úlfur Ágúst Björnsson skallar boltann í mark KA en þarna má sjá Sigurð Bjart Hallsson standa fyrir framan Steinþór Má Auðunsson, markvörð KA. Vísir/Pawel Cieslikiewicz

FH og KA gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik þrettándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi.

Úlfur Ágúst Björnsson kom FH yfir með skalla eftir hornspyrnu en KA-menn voru ósáttir með það mark. Þeir vildu fá rangstöðu dæmda á Sigurð Bjart Hallsson sem stóð í rangstöðu og fyrir framan markvörðinn þegar Úlfur skallaði boltann.

FH komst yfir á 27. mínútu og var yfir í leiknum í meira en fimmtíu mínútur eða þar til á 80. mínútu þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði metin úr vítaspyrnu. Vítið fékk Hallgrímur sjálfur eftir brot hjá Sindra Kristni Ólafssyni, markverði FH.

FH er áfram í fimmta sæti með 21 stig, tveimur stigum á eftir Skagamönnum.

KA er í tíunda sæti með 12 stig, stigi á eftir HK og stigi á undan Vestra sem situr í fallsæti.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær.

Klippa: Mörkin úr leik FH og KA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×