50+: Neikvæð líkamsvitund algengari Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. júlí 2024 07:01 Aukin útlits- og æskudýrkun er að hafa neikvæð áhrif á líkamsvitund fólks í aldurshópnum 50+. Sem síðan getur haft ýmiss neikvæð áhrif á andlega og líkamlega líðan. Til mikils er að vinna að sporna við neikvæðum hugsunum gagnvart líkama sem þó er að sýna getuna til að eldast og dafna. Vísir/Getty Útlits- og æskudýrkun er að hafa umtalsverð áhrif á líðan fólks í 50+ hópnum. Þannig sýna rannsóknir að síðustu tuttugu árin, hefur neikvæð líkamsvitund aukist jafnt og þétt hjá þessum aldurshópi. Þessi áhrif geta verið að mælast á mismunandi vegu. Hjá körlum getur til dæmis skapast vanlíðan eða óöryggi þegar hárið fer að þynnast, úthald að minnka, vöðvar að rýrna og það að fá standpínu tekur lengri tíma en áður. Hjá konum geta það verið aðrir þættir og þá oft tengt því að líta ekki eins unglegar út og áður. Sem eðlilegt er; Hrukkur hafa myndast, húðin er að breytast, breytingaskeiðið er að hafa ýmiss áhrif á andlega og líkamlega líðan og svo mætti áfram telja. Aukakílóin eru síðan að trufla bæði karla og konur. Það sama á við um fólk sem er í fínu formi og í kjörþyngd, en einfaldlega upplifir leiða og jafnvel þunglyndi yfir því að vera að eldast í útliti. Sem dæmi um hversu algengt neikvæð líkamsvitund er hjá fólki yfir fimmtugt, má nefna breska rannsókn þar sem niðurstöður sýna að 30% fólks á aldrinum 18-34 ára er ánægt með líkama sinn, í samanburði við 24% fólks sem er 55 ára og eldra. En hvern langar að líða svona í 20,30, 40 ár í viðbótar? Auðvitað engum. Góðu ráðin Í alla staði ætti fólk sem er að upplifa mikla vanlíðan að leita til fagaðila. Hér eru hins vegar nokkrar hugmyndir um góð ráð. 1. Jákvæði listinn Góð leið til að byrja uppbygginguna okkar er að lista upp nokkrar fyrirmyndir sem okkur dettur í hug, þar sem fólk er á svipuðum aldri og við sjálf eða eldra en að okkur finnst; virðist líða vel í eigin skinni og kunna að njóta lífsins. Og hér erum við ekki að tala um útlit og þyngd, heldur aðra jákvæða þætti; Bros Lífsgleði Jákvæðni Eldmóður Viska Útgeislun Og svo framvegis. Vitað er að hvorki peningar né útlit tryggja hamingju og vellíðan. Þess vegna er mikilvægt að hugsa fyrst og fremst um þá eiginleika sem okkur finnst jákvæðir hjá fólki og ekki snúast um útlit, fatnað, stöðugildi, bíla, hús og svo framvegis. Næst er að horfa til þess hvaða eiginleikar það eru hjá okkur sjálfum sem við erum ánægðust með? Því öll okkar búum yfir ýmsu jákvæðu. Hvað í okkar fari erum við stoltust af? Hverjir eru okkar jákvæðustu eiginleikar? Í hvers konar fötum líður okkur best í? (og erum við að klæðast þeim nógu oft) Hvenær erum við ánægðust með okkur sjálf og hvað er það þá, sem gerir okkur svona ánægð? Allt sem okkur dettur í hug um okkur sjálf sem við upplifum á jákvæðan hátt, er gott að skrifa niður á þennan lista. 2. Grimma röddin Sumir segja að innri grimma röddin verði jafnvel grimmari með aldrinum. Hér skiptir miklu máli að taka stjórnina, því grimma röddin segir í raun ekkert annað og meira við okkur en við leyfum henni að segja. Alls kyns sjálfshjálparbækur eru til í þessum efnum, hægt er að gúggla ýmsan fróðleik og góð ráð og/eða að leita til fagaðila eins og sálfræðings, fara í markþjálfun eða á einhvers konar sjálfshjálparnámskeið. Því það að efla jákvæða líkamsvitund og líða vel í eigin skinni, er einfaldlega of erfitt verk ef grimmu röddinni er gefinn of laus taumurinn. Mikilvægt skref í allri uppbyggingu, er að átta okkur á því að grimma röddin er til staðar hjá öllum en einkenni hennar er að segja ljóta hluti við okkur sjálf, sem við myndum aldrei segja við aðra. Að kveða hana í kútinn hefst oft á því að átta sig á því hvenær hún er til staðar og æfa okkur síðan í því að þagga niður í henni þannig að á endanum gefst hún eiginlega upp. 3. Prívatstundin - nakin Loks er það að leyfa okkur að horfa á líkamann okkar. Hendur, hár, augu, húð, magi og svo framvegis. Hvað er líkaminn að segja okkur? Að við séum uppfull af visku og þroska? Að við séum dugleg og vinnusöm. Hvað í sögunni okkar gerir okkur stolt og hvað af þessari sögu má sjá á líkamanum okkar? Hvaða líkamsparta erum við ánægðust með? Finnst okkur sérstaklega vænt um einhvern part af líkamanum okkar? Mörgum gæti fundist þetta hálf hallærisleg æfing. En hún getur hjálpað og um að gera að æfa okkur í nokkur skipti. Til dæmis eftir bað eða sturtu og þá alltaf með það að leiðarljósi að æfa okkur í að horfa á okkur með jákvæðum augum. 4. Að skrifa líkamanum bréf Enn eitt ráðið er að ímynda okkur að líkaminn okkar sé einn besti vinur okkar. Og við skrifum þessum vini okkar bréf. Hrósum, styðjum, huggum, eflum. Hvað myndum við skrifa til góðs vinar sem á ekkert nema gott skilið? Þakkir, lofsöngur og hvatning ættu að einkenna þetta bréf. Og það getur hafist svona: Elsku duglegi líkaminn minn. Það er með ólíkindum hvað við höfum farið í gegnum margt saman.... Ef við stöndum okkur að því að skrifa eitthvað neikvætt, felst æfingin í því að spyrja okkur: Myndum við í alvörunni segja þetta við góðan vin? Því ef ekki, þarf að stroka setninguna út og byrja upp á nýtt. 5. Að vera góð við okkur sjálf Næst er að æfa okkur í að vera góð við okkur sjálf á hverjum degi og helst nokkrum sinnum á dag. Jafnvel að setja okkur markmið um að vera góð við okkur sjálf þrisvar til fimm sinnum á dag að lágmarki. Þetta þarf ekki að kosta neitt og hér eru nokkrar hugmyndir. Ef við stöndum okkur að því að vera í neikvæðum hugsunum, skömmum við okkur ekki heldur sýnum okkur skilning og hugsum: Já, ég skil. Ég er búin að vera vond/ur við mig svo lengi í huganum að ég fell ósjálfrátt í þessa gryfju. En sem betur fer er ég nú að breyta því. Við æfum okkur í þakklæti. Á hverjum degi pössum við upp á að eiga einhverja stund með sjálfum okkur. Til að njóta. Að horfa í eina mínútu út um glugga gæti verið leið. Við æfum okkur að brosa framan í spegilinn og síðan að brosa eins oft og mikið og við getum. Alls staðar. Við búum okkur til hvetjandi möntru sem við förum með í huganum. Fleira skemmtilegt og jákvætt sem við kappkostum við að gera daglega en kostar ekki neitt. Ný áhugamál virka líka vel og almennt allt sem er uppbyggilegt og gerir okkur upptekin í huganum á jákvæðan hátt. 6. Að fara út með ruslið Það er líka ágætt að lista upp staðreyndir sem við viljum losa okkur við. Til dæmis að: Horfast í augu við að megrun virkar ekki. Nema þá til skamms tíma. Það er ekkert átak sem kemur í veg fyrir skalla á höfði. Það er engin lýtaaðgerð sem tryggir að við hættum að eldast. Útlit og peningar tryggja ekki hamingju né vellíðan. Útlits- og æskudýrkun er dæmi um hjarðhegðun. Gott er að halda áfram með þennan staðreyndarlista, beita skynseminni okkar og vera meðvituð um að á þennan lista fara alls kyns setningar og mýtur sem fyrst og fremst eiga heima í ruslinu. Góðu ráðin Tengdar fréttir 50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01 Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 30. júní 2024 08:58 Fullorðin og feimin: Átta góð ráð Það er svo ömurlegt að upplifa sig einu manneskjuna í hópi sem þorir varla að segja eitt orð upphátt af feimni. Sérstaklega þegar svo virðist sem allir aðrir eigi svo auðvelt með þetta: Hlæja, tala saman. Spjalla í rólegheitunum. 8. apríl 2024 07:01 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. 17. desember 2023 08:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Þessi áhrif geta verið að mælast á mismunandi vegu. Hjá körlum getur til dæmis skapast vanlíðan eða óöryggi þegar hárið fer að þynnast, úthald að minnka, vöðvar að rýrna og það að fá standpínu tekur lengri tíma en áður. Hjá konum geta það verið aðrir þættir og þá oft tengt því að líta ekki eins unglegar út og áður. Sem eðlilegt er; Hrukkur hafa myndast, húðin er að breytast, breytingaskeiðið er að hafa ýmiss áhrif á andlega og líkamlega líðan og svo mætti áfram telja. Aukakílóin eru síðan að trufla bæði karla og konur. Það sama á við um fólk sem er í fínu formi og í kjörþyngd, en einfaldlega upplifir leiða og jafnvel þunglyndi yfir því að vera að eldast í útliti. Sem dæmi um hversu algengt neikvæð líkamsvitund er hjá fólki yfir fimmtugt, má nefna breska rannsókn þar sem niðurstöður sýna að 30% fólks á aldrinum 18-34 ára er ánægt með líkama sinn, í samanburði við 24% fólks sem er 55 ára og eldra. En hvern langar að líða svona í 20,30, 40 ár í viðbótar? Auðvitað engum. Góðu ráðin Í alla staði ætti fólk sem er að upplifa mikla vanlíðan að leita til fagaðila. Hér eru hins vegar nokkrar hugmyndir um góð ráð. 1. Jákvæði listinn Góð leið til að byrja uppbygginguna okkar er að lista upp nokkrar fyrirmyndir sem okkur dettur í hug, þar sem fólk er á svipuðum aldri og við sjálf eða eldra en að okkur finnst; virðist líða vel í eigin skinni og kunna að njóta lífsins. Og hér erum við ekki að tala um útlit og þyngd, heldur aðra jákvæða þætti; Bros Lífsgleði Jákvæðni Eldmóður Viska Útgeislun Og svo framvegis. Vitað er að hvorki peningar né útlit tryggja hamingju og vellíðan. Þess vegna er mikilvægt að hugsa fyrst og fremst um þá eiginleika sem okkur finnst jákvæðir hjá fólki og ekki snúast um útlit, fatnað, stöðugildi, bíla, hús og svo framvegis. Næst er að horfa til þess hvaða eiginleikar það eru hjá okkur sjálfum sem við erum ánægðust með? Því öll okkar búum yfir ýmsu jákvæðu. Hvað í okkar fari erum við stoltust af? Hverjir eru okkar jákvæðustu eiginleikar? Í hvers konar fötum líður okkur best í? (og erum við að klæðast þeim nógu oft) Hvenær erum við ánægðust með okkur sjálf og hvað er það þá, sem gerir okkur svona ánægð? Allt sem okkur dettur í hug um okkur sjálf sem við upplifum á jákvæðan hátt, er gott að skrifa niður á þennan lista. 2. Grimma röddin Sumir segja að innri grimma röddin verði jafnvel grimmari með aldrinum. Hér skiptir miklu máli að taka stjórnina, því grimma röddin segir í raun ekkert annað og meira við okkur en við leyfum henni að segja. Alls kyns sjálfshjálparbækur eru til í þessum efnum, hægt er að gúggla ýmsan fróðleik og góð ráð og/eða að leita til fagaðila eins og sálfræðings, fara í markþjálfun eða á einhvers konar sjálfshjálparnámskeið. Því það að efla jákvæða líkamsvitund og líða vel í eigin skinni, er einfaldlega of erfitt verk ef grimmu röddinni er gefinn of laus taumurinn. Mikilvægt skref í allri uppbyggingu, er að átta okkur á því að grimma röddin er til staðar hjá öllum en einkenni hennar er að segja ljóta hluti við okkur sjálf, sem við myndum aldrei segja við aðra. Að kveða hana í kútinn hefst oft á því að átta sig á því hvenær hún er til staðar og æfa okkur síðan í því að þagga niður í henni þannig að á endanum gefst hún eiginlega upp. 3. Prívatstundin - nakin Loks er það að leyfa okkur að horfa á líkamann okkar. Hendur, hár, augu, húð, magi og svo framvegis. Hvað er líkaminn að segja okkur? Að við séum uppfull af visku og þroska? Að við séum dugleg og vinnusöm. Hvað í sögunni okkar gerir okkur stolt og hvað af þessari sögu má sjá á líkamanum okkar? Hvaða líkamsparta erum við ánægðust með? Finnst okkur sérstaklega vænt um einhvern part af líkamanum okkar? Mörgum gæti fundist þetta hálf hallærisleg æfing. En hún getur hjálpað og um að gera að æfa okkur í nokkur skipti. Til dæmis eftir bað eða sturtu og þá alltaf með það að leiðarljósi að æfa okkur í að horfa á okkur með jákvæðum augum. 4. Að skrifa líkamanum bréf Enn eitt ráðið er að ímynda okkur að líkaminn okkar sé einn besti vinur okkar. Og við skrifum þessum vini okkar bréf. Hrósum, styðjum, huggum, eflum. Hvað myndum við skrifa til góðs vinar sem á ekkert nema gott skilið? Þakkir, lofsöngur og hvatning ættu að einkenna þetta bréf. Og það getur hafist svona: Elsku duglegi líkaminn minn. Það er með ólíkindum hvað við höfum farið í gegnum margt saman.... Ef við stöndum okkur að því að skrifa eitthvað neikvætt, felst æfingin í því að spyrja okkur: Myndum við í alvörunni segja þetta við góðan vin? Því ef ekki, þarf að stroka setninguna út og byrja upp á nýtt. 5. Að vera góð við okkur sjálf Næst er að æfa okkur í að vera góð við okkur sjálf á hverjum degi og helst nokkrum sinnum á dag. Jafnvel að setja okkur markmið um að vera góð við okkur sjálf þrisvar til fimm sinnum á dag að lágmarki. Þetta þarf ekki að kosta neitt og hér eru nokkrar hugmyndir. Ef við stöndum okkur að því að vera í neikvæðum hugsunum, skömmum við okkur ekki heldur sýnum okkur skilning og hugsum: Já, ég skil. Ég er búin að vera vond/ur við mig svo lengi í huganum að ég fell ósjálfrátt í þessa gryfju. En sem betur fer er ég nú að breyta því. Við æfum okkur í þakklæti. Á hverjum degi pössum við upp á að eiga einhverja stund með sjálfum okkur. Til að njóta. Að horfa í eina mínútu út um glugga gæti verið leið. Við æfum okkur að brosa framan í spegilinn og síðan að brosa eins oft og mikið og við getum. Alls staðar. Við búum okkur til hvetjandi möntru sem við förum með í huganum. Fleira skemmtilegt og jákvætt sem við kappkostum við að gera daglega en kostar ekki neitt. Ný áhugamál virka líka vel og almennt allt sem er uppbyggilegt og gerir okkur upptekin í huganum á jákvæðan hátt. 6. Að fara út með ruslið Það er líka ágætt að lista upp staðreyndir sem við viljum losa okkur við. Til dæmis að: Horfast í augu við að megrun virkar ekki. Nema þá til skamms tíma. Það er ekkert átak sem kemur í veg fyrir skalla á höfði. Það er engin lýtaaðgerð sem tryggir að við hættum að eldast. Útlit og peningar tryggja ekki hamingju né vellíðan. Útlits- og æskudýrkun er dæmi um hjarðhegðun. Gott er að halda áfram með þennan staðreyndarlista, beita skynseminni okkar og vera meðvituð um að á þennan lista fara alls kyns setningar og mýtur sem fyrst og fremst eiga heima í ruslinu.
Góðu ráðin Tengdar fréttir 50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01 Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 30. júní 2024 08:58 Fullorðin og feimin: Átta góð ráð Það er svo ömurlegt að upplifa sig einu manneskjuna í hópi sem þorir varla að segja eitt orð upphátt af feimni. Sérstaklega þegar svo virðist sem allir aðrir eigi svo auðvelt með þetta: Hlæja, tala saman. Spjalla í rólegheitunum. 8. apríl 2024 07:01 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. 17. desember 2023 08:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01
Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 30. júní 2024 08:58
Fullorðin og feimin: Átta góð ráð Það er svo ömurlegt að upplifa sig einu manneskjuna í hópi sem þorir varla að segja eitt orð upphátt af feimni. Sérstaklega þegar svo virðist sem allir aðrir eigi svo auðvelt með þetta: Hlæja, tala saman. Spjalla í rólegheitunum. 8. apríl 2024 07:01
„Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01
Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. 17. desember 2023 08:01