Dægrastytting í heimsfaraldri uppskar óvænta frægð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2024 09:01 Þórdís og Björney hafa ferðast víða um Evrópu til að sækja námskeið í fiðluleik. Systurnar og fiðluleikararnir Þórdís Emilía og Björney Aronsdætur halda uppi svokallaðri fiðludagbók á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem þær sýna myndefni frá æfingum sínum. Dagbókin hefur vakið athygli tónlistarunnenda hvaðanæva úr heiminum en fylgjendur þeirra eru sem stendur nærri sextíu þúsund talsins og myndböndin þeirra hlaupa mörg á hundruðum þúsunda áhorfa. Blaðamaður settist niður með systrunum. Björney er fjórtán ára gömul en Þórdís verður sextán síðar á árinu. Báðar hafa þær æft á fiðlu í ellefu ár. Fyrst í Suzukiskólanum í Reykjavík og nú í Menntaskólanum í tónlist, þar sem þær læra á framhaldsstigi. Þær segja MÍT góðan skóla, þar sé góður félagsskapur og þær séu sérlega heppnar með kennara, Auði Hafsteinsdóttur. Ef Instagram-færslurnar í fréttinni birtast ekki er ráð að endurhlaða síðuna. View this post on Instagram A post shared by Thordis Emilia (@thordis_emilia) Sækja námskeið og keppnir í útlöndum „Mamma spurði hvaða hljóðfæri við vildum læra á, og ég sagði bara fiðlu,“ segir Þórdís, aðspurð hvernig kom til að þær fóru að æfa á hljóðfæri. „Og ég vildi líka læra á fiðlu,“ skýtur Björney inn í. Fiðlunámið skipar stóran sess í lífi systranna en þær æfa sig heima á hverjum degi og sækja einkatíma einu sinni í viku. Auk þess er kammeræfing einu sinni í viku og æfing með meðleikara. Þá eru stundum hóptímar, hljómsveitaæfingar, strengjasveitaræfingar og tónleikar. Ásamt því að mæta á æfingar eru Þórdís og Björney duglegar að sækja námskeið í fiðluleik, bæði hér heima og í útlöndum. Þær hafa sótt námskeið í Póllandi, Lettlandi, Bretlandi, Litháen, Danmörku og á Ítalíu. Systurnar hafa leikið á fiðlu í ellefu ár. „Svo höfum við líka farið í keppnir, og þá sendum við bara myndband til útlanda,“ segir Björney. Til að mynda hafi þær tekið upp myndband og sent til Póllands í alþjóðlega keppni og hafnað öðru og þriðja sæti í þeirra aldursflokkum. Þá hafa þær keppt í íslensku keppninni Nótunni, sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Skólar úr öllum landshlutum velja sér fulltrúa sem koma fram á keppninni. „Ég og vinkona mín spiluðum lag saman í fyrra. Það voru fimm sem komust skrefi áfram og fengu að spila með hljómsveit og við fengum að gera það,“ segir Þórdís. Þá var Björney valin einn af fimm sigurvegurum í ár. Æfðu sig í hundrað daga Fiðludagbók Þórdísar og Björneyjar á Instagram nýtur mikilla vinsælda en sem fyrr segir eru fylgjendurnir tæplega sextíu þúsund talsins. En hvað kom til að systurnar færu að deila myndböndum af þessu tagi? „Þetta var bara í Covid. Við sáum Hillary Hahn æfa sig hundrað daga í röð þannig að við ákváðum líka að gera það. Og við póstuðum á hverjum degi og fengum fleiri og fleiri followers,“ útskýrir Þórdís. Hillary Hahn er víða á listum yfir færustu fiðluleikara heims og stelpurnar segja hana eina af sínum fyrirmyndum. „Það var enginn skóli þannig að við höfðum alveg nægan tíma,“ bætir Björney við. Myndböndin segja þær aðallega tekin upp þegar þær eru að æfa sig heima en þær séu líka duglegar að birta myndefni þegar þær ferðast erlendis, til dæmis til að sækja námskeið. Fylgjendurnir, sem eru úr öllum heimshornum, hafi mestan áhuga á erfiðu lögunum og lögum sem fólk kannast við. View this post on Instagram A post shared by Thordis Emilia (@thordis_emilia) „Líka ef við erum að spila dúett saman, það finnst fólki flott,“ segir Þórdís og Björney tekur í sama streng. Er fólk í ykkar umhverfi forvitið um Instagrammið? „Það er oftast bara afi. Hann er oft að biðja okkur um að spila einhver lög,“ segir Björney. „Einhverjir í bekknum eru stundum að spyrja hvernig ég fæ svona marga followers,“ bætir Þórdís við. Aðspurðar segjast þær þó ekki hafa búist við svona mikilli athygli frá netverjum, þetta hafi í raun gerst óvart. Systurnar segja frá þegar þær birtu myndband af sér að æfa dúett sem þær ætluðu að spila í fermingarveislu Björneyjar í vor. „Það sprakk alveg, við fengum fimm hundruð þúsund áhorf og þá bættust margir followers við,“ segir Þórdís. Sem stendur eru hátt í milljón áhorf á myndbandið. View this post on Instagram A post shared by Thordis Emilia (@thordis_emilia) Aðspurðar hvað standi upp úr í tengslum við tónlistina nefna þær báðar námskeið sem þær hafa sótt í fiðluleik. „Við fórum í fyrra á námskeið í Royal College of Music. Síðan eru tónleikar eftir það námskeið í Royal Albert Hall. Það var mjög skemmtilegt og fullt af krökkum að spila,“ segir Þórdís. Þá nefna þær námskeiðið HIMA, eða Harpa International Music Academy. „HIMA-námskeiðið er í 10 daga. Þar er stöðug dagskrá og mætingarskylda frá átta til sex og stundum erum við langt fram eftir kvöldi. Það er ótrúlega gaman,“ bætir Þórdís við. Þess má til gamans geta að HIMA var stofnað af Wei Lin Sigurgeirsson, móður ungstirnanna Laufeyjar og Júníu Lin. Fiðluleikararnir Hillary Hahn, Augustin Hadelich og Ray Chen eru meðal fyrirmynda stelpnanna. Eruð þið með eitthvað markmið tengt tónlistinni? „Að fara til útlanda í háskóla í fiðlu og sjá hvað gerist eftir það,“ segir Þórdís. Björney segist enn að ákveða hvað tekur við hjá henni, enda á leið í níunda bekk og því nægur tími til umhugsunar. Þórdís hefur nám við Menntaskólann í Reykjavík í haust og ætlar að stunda tónlistarnámið samhliða náminu. Tónlist Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Sjá meira
Blaðamaður settist niður með systrunum. Björney er fjórtán ára gömul en Þórdís verður sextán síðar á árinu. Báðar hafa þær æft á fiðlu í ellefu ár. Fyrst í Suzukiskólanum í Reykjavík og nú í Menntaskólanum í tónlist, þar sem þær læra á framhaldsstigi. Þær segja MÍT góðan skóla, þar sé góður félagsskapur og þær séu sérlega heppnar með kennara, Auði Hafsteinsdóttur. Ef Instagram-færslurnar í fréttinni birtast ekki er ráð að endurhlaða síðuna. View this post on Instagram A post shared by Thordis Emilia (@thordis_emilia) Sækja námskeið og keppnir í útlöndum „Mamma spurði hvaða hljóðfæri við vildum læra á, og ég sagði bara fiðlu,“ segir Þórdís, aðspurð hvernig kom til að þær fóru að æfa á hljóðfæri. „Og ég vildi líka læra á fiðlu,“ skýtur Björney inn í. Fiðlunámið skipar stóran sess í lífi systranna en þær æfa sig heima á hverjum degi og sækja einkatíma einu sinni í viku. Auk þess er kammeræfing einu sinni í viku og æfing með meðleikara. Þá eru stundum hóptímar, hljómsveitaæfingar, strengjasveitaræfingar og tónleikar. Ásamt því að mæta á æfingar eru Þórdís og Björney duglegar að sækja námskeið í fiðluleik, bæði hér heima og í útlöndum. Þær hafa sótt námskeið í Póllandi, Lettlandi, Bretlandi, Litháen, Danmörku og á Ítalíu. Systurnar hafa leikið á fiðlu í ellefu ár. „Svo höfum við líka farið í keppnir, og þá sendum við bara myndband til útlanda,“ segir Björney. Til að mynda hafi þær tekið upp myndband og sent til Póllands í alþjóðlega keppni og hafnað öðru og þriðja sæti í þeirra aldursflokkum. Þá hafa þær keppt í íslensku keppninni Nótunni, sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Skólar úr öllum landshlutum velja sér fulltrúa sem koma fram á keppninni. „Ég og vinkona mín spiluðum lag saman í fyrra. Það voru fimm sem komust skrefi áfram og fengu að spila með hljómsveit og við fengum að gera það,“ segir Þórdís. Þá var Björney valin einn af fimm sigurvegurum í ár. Æfðu sig í hundrað daga Fiðludagbók Þórdísar og Björneyjar á Instagram nýtur mikilla vinsælda en sem fyrr segir eru fylgjendurnir tæplega sextíu þúsund talsins. En hvað kom til að systurnar færu að deila myndböndum af þessu tagi? „Þetta var bara í Covid. Við sáum Hillary Hahn æfa sig hundrað daga í röð þannig að við ákváðum líka að gera það. Og við póstuðum á hverjum degi og fengum fleiri og fleiri followers,“ útskýrir Þórdís. Hillary Hahn er víða á listum yfir færustu fiðluleikara heims og stelpurnar segja hana eina af sínum fyrirmyndum. „Það var enginn skóli þannig að við höfðum alveg nægan tíma,“ bætir Björney við. Myndböndin segja þær aðallega tekin upp þegar þær eru að æfa sig heima en þær séu líka duglegar að birta myndefni þegar þær ferðast erlendis, til dæmis til að sækja námskeið. Fylgjendurnir, sem eru úr öllum heimshornum, hafi mestan áhuga á erfiðu lögunum og lögum sem fólk kannast við. View this post on Instagram A post shared by Thordis Emilia (@thordis_emilia) „Líka ef við erum að spila dúett saman, það finnst fólki flott,“ segir Þórdís og Björney tekur í sama streng. Er fólk í ykkar umhverfi forvitið um Instagrammið? „Það er oftast bara afi. Hann er oft að biðja okkur um að spila einhver lög,“ segir Björney. „Einhverjir í bekknum eru stundum að spyrja hvernig ég fæ svona marga followers,“ bætir Þórdís við. Aðspurðar segjast þær þó ekki hafa búist við svona mikilli athygli frá netverjum, þetta hafi í raun gerst óvart. Systurnar segja frá þegar þær birtu myndband af sér að æfa dúett sem þær ætluðu að spila í fermingarveislu Björneyjar í vor. „Það sprakk alveg, við fengum fimm hundruð þúsund áhorf og þá bættust margir followers við,“ segir Þórdís. Sem stendur eru hátt í milljón áhorf á myndbandið. View this post on Instagram A post shared by Thordis Emilia (@thordis_emilia) Aðspurðar hvað standi upp úr í tengslum við tónlistina nefna þær báðar námskeið sem þær hafa sótt í fiðluleik. „Við fórum í fyrra á námskeið í Royal College of Music. Síðan eru tónleikar eftir það námskeið í Royal Albert Hall. Það var mjög skemmtilegt og fullt af krökkum að spila,“ segir Þórdís. Þá nefna þær námskeiðið HIMA, eða Harpa International Music Academy. „HIMA-námskeiðið er í 10 daga. Þar er stöðug dagskrá og mætingarskylda frá átta til sex og stundum erum við langt fram eftir kvöldi. Það er ótrúlega gaman,“ bætir Þórdís við. Þess má til gamans geta að HIMA var stofnað af Wei Lin Sigurgeirsson, móður ungstirnanna Laufeyjar og Júníu Lin. Fiðluleikararnir Hillary Hahn, Augustin Hadelich og Ray Chen eru meðal fyrirmynda stelpnanna. Eruð þið með eitthvað markmið tengt tónlistinni? „Að fara til útlanda í háskóla í fiðlu og sjá hvað gerist eftir það,“ segir Þórdís. Björney segist enn að ákveða hvað tekur við hjá henni, enda á leið í níunda bekk og því nægur tími til umhugsunar. Þórdís hefur nám við Menntaskólann í Reykjavík í haust og ætlar að stunda tónlistarnámið samhliða náminu.
Tónlist Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Sjá meira