Kallar Novak Djokovic Svarthöfða tennisheimsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 12:30 Novak Djokovic lét áhorfendur á Wimbledon mótinu heyra það, ekki sáttur með köll þeirra á meðan leiknum við Holger Rune stóð. Getty/Mike Hewitt Tennisgoðsögnin John McEnroe er á því að serbneski tenniskappinn sé óumbeðið í hlutverki Svarthöfða í tennisheiminum. Djokovic skaut fast á áhorfendur á Wimbledon mótinu eftir að hafa tryggt sér sæti í átta manna úrslitunum á dögunum. Serbinn var mjög ósáttur með að áhorfendur voru að kalla nafn mótherjans í leiknum en hann var að keppa við Danann Holger Rune. Eftir leikinn sakaði hann áhorfendur um að sýna sér virðingarleysi. McEnroe vinnur sem sérfræðingur við Wimbledon mótið en hann vann á sínum tíma sjö risamót þar af Wimbledon mótið þrisvar sinnum frá 1981 til 1984. „Hann er eins og Svarthöfði [Darth Vader í Star Wars] þegar við berum hann saman við tvo af þeim glæsilegustu sem hafa spilað tennisíþróttina, þá Rafael Nadal og Roger Federer,“ sagði John McEnroe í útsendingu breska ríkisútvarpsins frá mótinu. „Það er enginn sem stenst samanburð við þá út frá því hvað þeir hafa fært tennisíþróttinni. Svo kemur þessi gæi Djokovic og eyðileggur partýið,“ sagði McEnroe. Djokovic hefur unnið flest risamót af öllum eða 24. Rafael Nadal hefur unnið 22 og fyrrum methafi, Roger Federer, er með tuttugu. „Hann er sá sem hefur fengið mest að finna fyrir því og þessa vegna er hann sá besti sem hefur spilað þessa íþrótt. Það gæti verið að minnsta kosti hundrað leikir þar sem fólk hefur sýnt honum virðingarleysi vegna þess hversu góður hann er,“ sagði McEnroe. „Hvað er svona slæmt við það sem hann hefur gert? Hann er keppnismaður eins og þeir gerast bestir. Er það útlitið eða hvaðan hann kemur,“ spurði McEnroe. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Djokovic skaut fast á áhorfendur á Wimbledon mótinu eftir að hafa tryggt sér sæti í átta manna úrslitunum á dögunum. Serbinn var mjög ósáttur með að áhorfendur voru að kalla nafn mótherjans í leiknum en hann var að keppa við Danann Holger Rune. Eftir leikinn sakaði hann áhorfendur um að sýna sér virðingarleysi. McEnroe vinnur sem sérfræðingur við Wimbledon mótið en hann vann á sínum tíma sjö risamót þar af Wimbledon mótið þrisvar sinnum frá 1981 til 1984. „Hann er eins og Svarthöfði [Darth Vader í Star Wars] þegar við berum hann saman við tvo af þeim glæsilegustu sem hafa spilað tennisíþróttina, þá Rafael Nadal og Roger Federer,“ sagði John McEnroe í útsendingu breska ríkisútvarpsins frá mótinu. „Það er enginn sem stenst samanburð við þá út frá því hvað þeir hafa fært tennisíþróttinni. Svo kemur þessi gæi Djokovic og eyðileggur partýið,“ sagði McEnroe. Djokovic hefur unnið flest risamót af öllum eða 24. Rafael Nadal hefur unnið 22 og fyrrum methafi, Roger Federer, er með tuttugu. „Hann er sá sem hefur fengið mest að finna fyrir því og þessa vegna er hann sá besti sem hefur spilað þessa íþrótt. Það gæti verið að minnsta kosti hundrað leikir þar sem fólk hefur sýnt honum virðingarleysi vegna þess hversu góður hann er,“ sagði McEnroe. „Hvað er svona slæmt við það sem hann hefur gert? Hann er keppnismaður eins og þeir gerast bestir. Er það útlitið eða hvaðan hann kemur,“ spurði McEnroe. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira