Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat. Í þetta skiptið eru það grilluð langa með grænmeti og brauði . Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Fiskur:
- 600 gr. langa eða keila
- 2 tsk. rautt karrý
- 1 msk. sítrónupipar
- Börkur af einni sítrónu
- 5 gr. Mynta
- 10 gr. kóríander
- 5 gr. basil
- 100 ml. Isio 4 olía
Brauð:
- 6 sneiðar súrdeigsbrauð
- 100 gr. Isio 4 olía
- 4 rif hvítlaukur
Mayo:
- 1 msk. Helvítis eldpiparsultan - Habanero og appelsína
- 2 msk. Hellmans mayones
Grænmeti:
- 2 pakkar bok choi
- 2 msk. olía
- 1 msk. Kikkoman Teriayaki
- 1 msk. Kikkoman Soya
- 1 msk. sesamfræ
- 2 cm. saxað engifer
- 1 box konfekt tómatar
Fiskur og marinering
Hellið olíu í skál, saxið kryddjurtir útí og blandið saman við sítrónupipar, sítrónubörk og karrý. Skerið fisk í gúllasbita, setjið í skál og marinerið í 20 mín við stofuhita. Grillið í um 4-5 mín á annari hliðinni og kryddið með salti og pipar. Leyfið að standa á meðan þið grillið brauð.
Grillið brauðsneiðarnar á báðum hliðum og penslið með hvítlaukolíu á meðan, munið að salta einnig.
Bok Choi
Blandið saman í skál olíu, soya, teriyaki, engifer og sesamfræjum. Veltið bok choi uppúr og grillið í örfáar mínútur á heitu grilli. Leggið til hliðar.
Eldpiparmayo
Blandið saman Helvítis eldpiparsultunni Habanero og appelsína og Hellmans mayones saman í skál.
Hér fyrir neðan má sjá alla þættina af Helvítis kokkinum: