Lífið

Gríðar­lega gefandi að fá að hitta aðra í sömu sporum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Kristín Lilja Sigurðardóttir verkefnastjóri hjá Krafti. 
Kristín Lilja Sigurðardóttir verkefnastjóri hjá Krafti.  Vísir

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, heldur sumargleði í Viðey í kvöld. Verkefnastjóri hjá félaginu segir gríðarlega mikilvægt að félagsmenn fái tækifæri til að vera í kringum hvern annan, og starfsemi Krafts gefi þeim það tækifæri.

Fréttamaður tók stöðuna á hátíðahöldunum í beinni í kvöldfréttum.

„Hérna erum við að hóa saman fólkinu okkar og leyfa þeim að eiga góða stund saman,“ segir Kristín Lilja Sigurðardóttir verkefnastjóri hjá Krafti. 

Viðburðir á vegum Krafts eru mánaðarlegur liður í starfi félagsins en Kristín segir að sá í dag sé aðeins meira spari. 

„Nú er að koma Reykjavíkurmaraþonið. Og Kraftur er að sjálfsögðu með hlaupara þar,“ segir Kristín aðspurð hvað sé á döfinni. Hún hvetur áhugasama um að hlaupa fyrir gott félag að skrá sig. 

Kristín segir mjög mikilvægt að halda uppi starfi sem þessu. „Félagsmenn okkar segja það alveg, að fá að vera í kringum aðra félagsmenn, sem eru í sömu sporum, það gefur þeim alveg gríðarlega mikið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.