„Ég er í sjokki eftir þennan leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. júlí 2024 22:00 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var ósáttur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR tapaði 1-0 gegn Fram á Lambhagavellinum. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var verulega ósáttur út í dómgæsluna. „Fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar stýrðum við leiknum frá a-ö en svo lengi sem við skorum ekki þá vinnum við ekki,“ sagði Pálmi Rafn í viðtali eftir sitt fyrsta tap sem þjálfari KR. Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram, skoraði eina markið og að mati Pálma var það gegn gangi leiksins. „Eftir fyrstu fimmtán mínúturnar stjórnuðum við þessum leik. Það er ótrúlega vont að fara héðan með núll stig og við áttum það ekki skilið.“ Það var mikill hiti í uppbótartímanum þar sem Tryggvi Snær Geirsson, leikmaður Fram, og Alex Þór Hauksson, leikmaður KR, fengu báðir rautt spjald fyrir aðra áminningu. Pálmi var mjög ósáttur út í Twana Khalid Ahmed, dómara leiksins, en reyndi að halda aftur af sér. „Ég er löngu hættur að skilja þetta. Við vorum með þennan dómara fyrir norðan og vorum aftur með hann í dag. Það er rosalega margt sem mig langar að segja en ætla að einbeita mér að mínu liði. Ég vissi ekki til þess að þetta mætti í fótbolta og ég er í sjokki eftir þennan leik.“ Pálmi var einnig verulega ósáttur að hafa ekki fengið vítaspyrnu skömmu síðar þar sem Magnús Þórðarson, leikmaður Fram, rak fótinn út og felldi Aron Sigurðarson niður inni í vítateig. „Þetta var ótrúlegt. Það virðist vera auðvelt fyrir hann að sleppa öllu sem átti að vera fyrir okkur en það var ekki á hinn veginn og ef hann var að dýfa sér þá átti Aron að fá gult fyrir leikaraskap. Ég hélt að það væri þannig en ég veit ekki eftir hvaða línu hann var að fara.“ Þetta var fyrsta tap Pálma Rafns sem þjálfari KR en hann hafði gert þrjú jafntefli fram að þessum leik. Aðspurður hvort þetta sé erfiðara verkefni en hann átti von á sagði Pálmi að svo væri ekki. „Nei, ég vissi nákvæmlega hvernig þetta yrði og það hefur frekar komið mér á óvart hvað þetta er skemmtilegt og krefjandi en ég vissi að þetta yrði erfitt,“ sagði Pálmi Rafn að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Erin frá Stjörnunni til Kanada Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Eiður Aron riftir við Vestra Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Hver er þessi Rúben Amorim? Hrokinn varð honum að falli Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Rotaðist á marklínunni Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Sjá meira
„Fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar stýrðum við leiknum frá a-ö en svo lengi sem við skorum ekki þá vinnum við ekki,“ sagði Pálmi Rafn í viðtali eftir sitt fyrsta tap sem þjálfari KR. Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram, skoraði eina markið og að mati Pálma var það gegn gangi leiksins. „Eftir fyrstu fimmtán mínúturnar stjórnuðum við þessum leik. Það er ótrúlega vont að fara héðan með núll stig og við áttum það ekki skilið.“ Það var mikill hiti í uppbótartímanum þar sem Tryggvi Snær Geirsson, leikmaður Fram, og Alex Þór Hauksson, leikmaður KR, fengu báðir rautt spjald fyrir aðra áminningu. Pálmi var mjög ósáttur út í Twana Khalid Ahmed, dómara leiksins, en reyndi að halda aftur af sér. „Ég er löngu hættur að skilja þetta. Við vorum með þennan dómara fyrir norðan og vorum aftur með hann í dag. Það er rosalega margt sem mig langar að segja en ætla að einbeita mér að mínu liði. Ég vissi ekki til þess að þetta mætti í fótbolta og ég er í sjokki eftir þennan leik.“ Pálmi var einnig verulega ósáttur að hafa ekki fengið vítaspyrnu skömmu síðar þar sem Magnús Þórðarson, leikmaður Fram, rak fótinn út og felldi Aron Sigurðarson niður inni í vítateig. „Þetta var ótrúlegt. Það virðist vera auðvelt fyrir hann að sleppa öllu sem átti að vera fyrir okkur en það var ekki á hinn veginn og ef hann var að dýfa sér þá átti Aron að fá gult fyrir leikaraskap. Ég hélt að það væri þannig en ég veit ekki eftir hvaða línu hann var að fara.“ Þetta var fyrsta tap Pálma Rafns sem þjálfari KR en hann hafði gert þrjú jafntefli fram að þessum leik. Aðspurður hvort þetta sé erfiðara verkefni en hann átti von á sagði Pálmi að svo væri ekki. „Nei, ég vissi nákvæmlega hvernig þetta yrði og það hefur frekar komið mér á óvart hvað þetta er skemmtilegt og krefjandi en ég vissi að þetta yrði erfitt,“ sagði Pálmi Rafn að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Erin frá Stjörnunni til Kanada Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Eiður Aron riftir við Vestra Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Hver er þessi Rúben Amorim? Hrokinn varð honum að falli Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Rotaðist á marklínunni Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti