Akur færir virði fisksalans Gadusar niður um nærri helming
![Árið 2017 seldi Icelandic Group belgíska fisksölufélagið Gadus til Steinasala. Akur, sem einkum er í eigu lífeyrissjóða og er stýrt af Íslandssjóðum, á 53 prósent í Gadusi. Aðrir eigendur fisksalans eru einkum útgerðir, eins og Þorbjörn, KG Fiskverkun, Útgerðarfélag Reykjavíkur, Oddi og Hraðfrystihús Hellissands.](https://www.visir.is/i/7D4D6450393590F49929543BAA48372EC32C4C312F00BD00544A25B8C5FFBA79_713x0.jpg)
Akur fjárfestingarfélag færði niður eignarhlut sinn í belgíska fisksölufélaginu Gadus um 43 prósent milli ára. Árið 2020 var ríflega helmingshlutur í fyrirtækinu metinn á 2,3 milljarða en þemur árum síðar var virði hans yfir 800 milljónir í bókum félagsins sem er í eigu lífeyrissjóða, VÍS og Íslandsbanka.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/124B427D12D240A6D6AABD786DBDDCDE150AFA4EFA1CFF59170A4548D6774D0D_308x200.jpg)
Akur hagnast um 1.200 milljónir eftir hækkun á virði Ölgerðarinnar
Hagnaður af rekstri framtakssjóðsins Akurs, sem er í eigu lífeyrissjóða og Íslandsbanka, nam um 1.203 milljónum króna á árinu 2021 borið saman við 1.466 milljónir á árinu þar áður. Hagnaður síðasta árs skýrist af hækkun á virði eignarhlutar sjóðsins í Ölgerðinni.
![](https://www.visir.is/i/1E8905F6B3CA4C52CC6B8274F7955E5C650EE0374B1481CEAD2D621F16592579_308x200.jpg)
Icelandic Group kaupir fyrirtæki í Belgíu
Icelandic Group hefur fest kaup á belgíska fiskvinnslufyrirtækinu Gadus. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjungur af hráefni félagsins kemur frá Íslandi. Meðal viðskiptavina félagsins eru nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu en Gadus er annað stærsta fyrirtækið í sölu á ferskum fiskafurðum í landinu. Ársvelta Gadus nemur um rúmum 11 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Group.
![](https://www.visir.is/i/01AF0202FB9D4919F022ABD6D031C8D17494636481E360FB6232412427E7A983_308x200.jpg)
Félag Bjarna bætti verulega við hlut sinn í Fáfni Offshore í fyrra
Sjávarsýn ehf., fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, og Hlér ehf., sem er í eigu Guðmundar Ásgeirssonar, bættu verulega við eignarhluti sína í Fáfni Offshore á síðasta ári þegar félögin keyptu út framtakssjóðinn Horn II og þrjá aðra hluthafa. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Fáfnis Offshore.