Lífið

„Þetta er rosa­leg sýning“

Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa
Alda Brynja Birgisdóttir er stofnandi Sirkus Íslands.
Alda Brynja Birgisdóttir er stofnandi Sirkus Íslands. Vísir

Flennistórt sirkustjald er risið í Vatnsmýrinni í Reykjavík þar sem sýningar fara fram um helgina. Fyrsta sýning sumarsins fór fram í kvöld og Tómas Arnar fréttamaður okkar var í tjaldinu.

Alda Brynja Birgisdóttir, stofnandi Sirkus Íslands, segir að sýningin sé rosaleg. „Það eru ótrúlega mörg mismunandi húllatrix, húllahringir, loftfimleikar, handahlaup og staðið á höndum. Allt sem kemur upp í hugann á ykkur það er það sem gerist hérna,“ segir Alda.

Sirkusinn kemur nú fram á Íslandi í fyrsta skipti í fimm ár, en Alda segir ástríðuna hafa ráðið því að þau hafi sett tjaldið upp að nýju. „Loksins er draumurinn að rætast, og allt að gerast hér. Kominn sirkus!“

Hún segir að hlýtt sé í tjaldinu og veðrið sé því fullkomið til þess að fara í sirkus. Hún ítrekar að sýningin verði bara þessa einu helgi, og segir fólki að hika ekki við að koma á sýninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.