„Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. júlí 2024 20:31 Glódís Perla Viggósdóttir fagnaði eftir leik Vísir/Anton Brink Glódís Perla Viggósdóttir var afar ánægð eftir ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Með sigri tryggði íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sér þátttökurétt á EM í fimmta skipti í röð. „Ég held að ólýsanlegt sé orðið til að nota um þetta. Maður fyllist stolti á þessu augnabliki og við vorum ekki bara að tryggja okkur inn á EM heldur líka vinna sterkt landslið Þýskalands 3-0. Maður fann að meðbyrinn var með okkur. Það var ótrúlega gaman að spila í landsliðstreyjunni með þessum stelpum í dag og ég er ótrúlega stolt af því,“ sagði Glódís í samtali við Vísi eftir leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið skorar gegn Þýskalandi á heimavelli en liðinu hafði ekki tekist það í fjórum tilraunum. Glódís sagði að liðið hafi ekki verið meðvitað um þessa staðreynd en hafði gaman af því að heyra af þessu. „Ég vissi það ekki en við erum búnar að redda því allavega.“ Glódís var mjög ánægð með að liðið hafi verið 1-0 yfir í hálfleik og fór yfir hvernig var að spila í þessum vindi. „Það er alltaf kúnst að spila í svona vindi. Við vorum gríðarlega sáttar að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik og ætluðum að halda áfram. Við vissum að það yrði erfiðara fyrir þær að liggja á okkur af því að þær væru á móti vindi.“ Að mati Glódísar var vinnuframlag liðsins það sem gerði það að verkum að Ísland vann 3-0 sigur gegn Þýskalandi. „Vinnuframlagið og það sem við lögðum í leikinn. Við hentum okkur fyrir öll skot og allar fyrirgjafir. Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta.“ Aðspurð um atvikið þegar Glódís bjargaði á marklínu sagðist Glódís lítið hafa hugsað á þessu augnabliki. „Maður nær ekkert að hugsa í svona augnabliki. Ég hugsaði að boltinn væri á leiðinni inn svo hugsaði ég að ég myndi mögulega ná honum og ég var nokkuð heppin að hafa ekki tæklað boltann inn.“ Glódís fór fögrum orðum um Sveindísi Jane Jónsdóttur sem kom að öllum mörkum leiksins. „Hún var í heimsklassa. Hún er búin að finna þessa stöðu sem hún er að spila núna og hún hefur gert hana að sinni og það er það sem við viljum. Þegar hún á svona leiki eins og í dag þá er ekkert eðlilega erfitt að eiga við hana. Þetta á við um alla leikmennina í liðinu og þetta var eiginlega galið.“ Að lokum var Glódís spurð út í stemninguna í hópnum og inni í klefa eftir leikinn og það heyrðist mikið í liðsfélögum hennar sem voru með hátalara að spila tónlist fyrir utan skúrinn sem viðtölin voru tekin í. „Það er alltaf geggjuð stemning hjá okkur. Auðvitað er extra gaman eftir svona leik og ég veit ekki hvenær leikurinn kláraðist en við erum búnar að vera að dansa inni í klefa síðan.“ EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
„Ég held að ólýsanlegt sé orðið til að nota um þetta. Maður fyllist stolti á þessu augnabliki og við vorum ekki bara að tryggja okkur inn á EM heldur líka vinna sterkt landslið Þýskalands 3-0. Maður fann að meðbyrinn var með okkur. Það var ótrúlega gaman að spila í landsliðstreyjunni með þessum stelpum í dag og ég er ótrúlega stolt af því,“ sagði Glódís í samtali við Vísi eftir leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið skorar gegn Þýskalandi á heimavelli en liðinu hafði ekki tekist það í fjórum tilraunum. Glódís sagði að liðið hafi ekki verið meðvitað um þessa staðreynd en hafði gaman af því að heyra af þessu. „Ég vissi það ekki en við erum búnar að redda því allavega.“ Glódís var mjög ánægð með að liðið hafi verið 1-0 yfir í hálfleik og fór yfir hvernig var að spila í þessum vindi. „Það er alltaf kúnst að spila í svona vindi. Við vorum gríðarlega sáttar að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik og ætluðum að halda áfram. Við vissum að það yrði erfiðara fyrir þær að liggja á okkur af því að þær væru á móti vindi.“ Að mati Glódísar var vinnuframlag liðsins það sem gerði það að verkum að Ísland vann 3-0 sigur gegn Þýskalandi. „Vinnuframlagið og það sem við lögðum í leikinn. Við hentum okkur fyrir öll skot og allar fyrirgjafir. Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta.“ Aðspurð um atvikið þegar Glódís bjargaði á marklínu sagðist Glódís lítið hafa hugsað á þessu augnabliki. „Maður nær ekkert að hugsa í svona augnabliki. Ég hugsaði að boltinn væri á leiðinni inn svo hugsaði ég að ég myndi mögulega ná honum og ég var nokkuð heppin að hafa ekki tæklað boltann inn.“ Glódís fór fögrum orðum um Sveindísi Jane Jónsdóttur sem kom að öllum mörkum leiksins. „Hún var í heimsklassa. Hún er búin að finna þessa stöðu sem hún er að spila núna og hún hefur gert hana að sinni og það er það sem við viljum. Þegar hún á svona leiki eins og í dag þá er ekkert eðlilega erfitt að eiga við hana. Þetta á við um alla leikmennina í liðinu og þetta var eiginlega galið.“ Að lokum var Glódís spurð út í stemninguna í hópnum og inni í klefa eftir leikinn og það heyrðist mikið í liðsfélögum hennar sem voru með hátalara að spila tónlist fyrir utan skúrinn sem viðtölin voru tekin í. „Það er alltaf geggjuð stemning hjá okkur. Auðvitað er extra gaman eftir svona leik og ég veit ekki hvenær leikurinn kláraðist en við erum búnar að vera að dansa inni í klefa síðan.“
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira