Körfubolti

Búin að bæta nýliðametið þótt að það séu enn sex­tán leikir eftir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caitlin Clark er að læra betur og betur inn á WNBA deildina og það sést bæði á tölum hennar og betra gengi liðsins.
Caitlin Clark er að læra betur og betur inn á WNBA deildina og það sést bæði á tölum hennar og betra gengi liðsins. Getty/Michael Hickey

Caitlin Clark fór enn á ný á kostum í WNBA deildinni í körfubolta í nótt og leiddi að þessu sinni Indiana Fever liðið til sigurs.

Indiana Fever vann þá 95-86 sigur á Phoenix Mercury. Clark var með 20 stig, 13 stoðsendingar og 6 fráköst í leiknum. Hún fékk góða aðstoð því Kelsey Mitchell skoraði 28 stig og Aliyah Boston var með 21 stig og 13 fráköst.

Liðið er nú komið upp í þriðja sætið í Austurdeildinni eftir níu sigra í síðustu fimmtán leikjum. Liðið tapað átta af fyrstu níu leikjum sínum.

Með þessari frammistöðu í nótt varð Clark fyrsti nýliðinn í sögunni til að ná að skora 400 stig, gefa 150 stoðsendingar og taka 100 fráköst á sínu fyrsta tímabili í WNBA deildinni.

Það merkilega við þá staðreynd er að það eru enn sextán leikir eftir af tímabilinu.

Þetta var fimmti leikur Clark í röð með að lágmarki tíu stig og tíu stoðsendingar en á tímabilinu er hún með 16,8 stig, 7,8 stoðsendingar og 5,9 fráköst að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×