Hrikalega spennandi grillkeppni á Kótilettunni Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2024 16:04 Sigurvegarar í Grillkeppninni, þeirri svölustu á landinu, voru þau Marín Hergis Valdimarsdóttir í flokki áhugamanna og David Clausen Pétursson í flokki fagmanna. Þau eru þarna með sjálfum BBQ-kóngnum Alfreð Fannari Björnssyni sem var formaður dómnefndarinnar. mummi lú Einar Bárðarson, tíðindamaður Vísis, fylgdist grannt með helstu grillkeppni landsins sem fram fór á Kótilettunni, nema hvar, um helgina. Mikið fjör var á grillkeppninni og var hörð keppi um Grillpylsu ársins. Saman komnir voru allir helstu grillsérfræðingar landsins, bæði í fagmanna- og áhugamannaflokki. Og auðvitað á útihátíðinni Kótilettunni sem vex fiskur um hrygg með hverju árinu. „Það ætti ekki að hafa komið neinum á óvart því þar fór fram keppnin um „Grillpylsu ársins“ sem er mjög vinsæl keppnin enda landsmenn sólgnir í grillaðar pylsur,“ segir Einar. Og í ár var ekkert gefið eftir. dómnefndin átti fullt í fangi með að vega og meta hvaða pylsa væri best. Á hátíðinni voru öll stærstu grillmerki landsins með sýningarbása og allir helstu kjötframleiðendur kepptust við að fanga bragðlauka gesta og gangandi. Í keppninni um „Grillmeistarann“ var það Marín Hergils Valdimarsdóttir sem sigraði í flokki áhugamanna en í flokki fagmanna var það sjálfur David Clausen Pétursson sem sigraði. Þetta er annað ári í röð sem David hampar þessum titli. David Clausen sigraði annað árið í röð og skortir ekkert á fagmanneskuna við grillið á þeim bænum.mummi lú Hvort um sig hlaut ostakörfu frá MS, grill og kol frá Weber, gjafapoka frá BBQ Kónginum og gjafabréf frá Sælkerabúðinni. Í keppni framleiðenda um titilinn „Grillpylsa ársins“ var það Ali sem bar sigur úr bítum. Dómnefndin var ekki skipuð neinum veifiskötum: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá BBQ kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson sem jafnframt formaður dómnefndar, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem „Helvítis kokkinn“ á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins í ár. Dómnefndin var vígaleg að venju en þarna eru þau: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem Helvítis kokkinn á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson sem var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins.mummi lú Kynnir var Gústi B og reynir Einar að ljúga því í blaðamann að fáir viti að B-ið standi fyrir BBQ en það er bannað að ljúga í blaðamenn. En það breytir ekki því að Gústi fór á kostum. Kótelettan og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna voru svo með sína árlegu sölu á kótelettum á hátíðinni. Söfnunin var haldin í samstarfi við Kjötbankann, Ali matvörur, kjarnafæði, SS og Stjörnugrís. Steindi og Auddi voru meðal þeirra sem rifu í grillspaðana og létu gott af sér og frá sér leiða. Kótelettan og samstarfsaðilar hennar eru með þessu árlega verkefni sínu einn stærsti stuðningsaðili Styrktarfélagsins á Íslandi. Þar sem er grill, þar eru Auddi Blö og Steindi mættir.Mummi Lú Tónlist Tónleikar á Íslandi Árneshreppur Ölfus Tengdar fréttir Magni kominn í Stuðmenn Kótilettan á Selfossi fór af stað í gærkvöldi, gestir í ægilegu stuði og veðrið truflaði engan. 12. júlí 2024 13:40 Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fleiri fréttir Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Sjá meira
Mikið fjör var á grillkeppninni og var hörð keppi um Grillpylsu ársins. Saman komnir voru allir helstu grillsérfræðingar landsins, bæði í fagmanna- og áhugamannaflokki. Og auðvitað á útihátíðinni Kótilettunni sem vex fiskur um hrygg með hverju árinu. „Það ætti ekki að hafa komið neinum á óvart því þar fór fram keppnin um „Grillpylsu ársins“ sem er mjög vinsæl keppnin enda landsmenn sólgnir í grillaðar pylsur,“ segir Einar. Og í ár var ekkert gefið eftir. dómnefndin átti fullt í fangi með að vega og meta hvaða pylsa væri best. Á hátíðinni voru öll stærstu grillmerki landsins með sýningarbása og allir helstu kjötframleiðendur kepptust við að fanga bragðlauka gesta og gangandi. Í keppninni um „Grillmeistarann“ var það Marín Hergils Valdimarsdóttir sem sigraði í flokki áhugamanna en í flokki fagmanna var það sjálfur David Clausen Pétursson sem sigraði. Þetta er annað ári í röð sem David hampar þessum titli. David Clausen sigraði annað árið í röð og skortir ekkert á fagmanneskuna við grillið á þeim bænum.mummi lú Hvort um sig hlaut ostakörfu frá MS, grill og kol frá Weber, gjafapoka frá BBQ Kónginum og gjafabréf frá Sælkerabúðinni. Í keppni framleiðenda um titilinn „Grillpylsa ársins“ var það Ali sem bar sigur úr bítum. Dómnefndin var ekki skipuð neinum veifiskötum: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá BBQ kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson sem jafnframt formaður dómnefndar, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem „Helvítis kokkinn“ á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins í ár. Dómnefndin var vígaleg að venju en þarna eru þau: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem Helvítis kokkinn á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson sem var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins.mummi lú Kynnir var Gústi B og reynir Einar að ljúga því í blaðamann að fáir viti að B-ið standi fyrir BBQ en það er bannað að ljúga í blaðamenn. En það breytir ekki því að Gústi fór á kostum. Kótelettan og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna voru svo með sína árlegu sölu á kótelettum á hátíðinni. Söfnunin var haldin í samstarfi við Kjötbankann, Ali matvörur, kjarnafæði, SS og Stjörnugrís. Steindi og Auddi voru meðal þeirra sem rifu í grillspaðana og létu gott af sér og frá sér leiða. Kótelettan og samstarfsaðilar hennar eru með þessu árlega verkefni sínu einn stærsti stuðningsaðili Styrktarfélagsins á Íslandi. Þar sem er grill, þar eru Auddi Blö og Steindi mættir.Mummi Lú
Tónlist Tónleikar á Íslandi Árneshreppur Ölfus Tengdar fréttir Magni kominn í Stuðmenn Kótilettan á Selfossi fór af stað í gærkvöldi, gestir í ægilegu stuði og veðrið truflaði engan. 12. júlí 2024 13:40 Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fleiri fréttir Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Sjá meira
Magni kominn í Stuðmenn Kótilettan á Selfossi fór af stað í gærkvöldi, gestir í ægilegu stuði og veðrið truflaði engan. 12. júlí 2024 13:40