Handbolti

Valskonur fara til Litháen og Haukar til Belgíu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukar og Valur börðust um Íslandsmeistaratitilinn í vor.
Haukar og Valur börðust um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Vísir/Anton Brink

Íslandsmeistarar Vals heimsækja litháíska liðið Zalgiris Kaunas í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta, en Haukar fara til Belgíu þar sem liðið mætir KTSV Eupen.

Dregið var í 2. umferð Evrópubikarsins í dag, en öll 64 liðin sem taka þátt fara beint í 2. umferð. Liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í vor, Valur og Haukar, voru í pottinum.

Valskonur munu mæta litháíska liðinu Zalgiris Kaunas í sinni viðureign, en Haukar mæta KTSV Eupen frá Belgíu.

Fyrri leikirnir fara fram 5. eða 6. október og seinni leikirnir 12. eða 13. október. Bæði Valur og Haukar leika fyrri leikina á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×