Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Fullt nafn?
Emilía Þóra Ólafsdóttir
Aldur?
18 ára
Starf?
Þjónustuliði hjá Orkuveitunni (sumarstarf)
Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni?
Eftir að hafa hitt teymið og kynnt mér ferlið betur, varð ég strax mjög áhugasöm. Ég hvet alla til þess að kynna sér keppnina og ferlið.
Það kemur skemmtilega á óvart.
Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?
Það sem ég hef lært og mér þykir vænst um er stuðningurinn frá stelpunum og hvernig ég finn frekar fyrir samvinnu heldur en samkeppni frá þeim.
Hvaða tungumál talarðu?
Íslensku og ensku, og er að læra spænsku.
Hvað hefur mótað þig mest?
Það sem ég tel að hafi mótað mig mest í lífinu er mótlæti sem hefur kennt mér að standa með sjálfri mér og að bera virðingu fyrir öllum. Að ég hafi fengið að tækla hlutina svolítið sjálf er ástæða þess að ég er á góðum stað í dag. Svo er það auðvitað bara umhverfið og fólkið sem ég umgengst sem hefur mótað mig að miklu leiti.
Erfiðasta lífsreynslan hingað til?
Nóvember 2023.
Að upplifa það að þurfa að yfirgefa heimili mitt og öryggi á korteri.
Hverju ertu stoltust af?
Val mitt á fólkinu í kringum mig. Ég gæti ekki verið heppnari með vini.
Besta heilræði sem þú hefur fengið?
Að vera alltaf hreinskilin við mig sjálfa og vera með jákvætt hugarfar sama hverjar aðstæðurnar eru.
Þú getur ekki alltaf breytt aðstæðum en þú getur reynt að breyta hugarfarinu þínu.
Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Sushi!
Hver er þín fyrirmynd í lífinu?
Mamma mín, Íris Kristinsdóttir
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Ætli það sé ekki bara Steindi Jr.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Mér finnst svo fátt vandræðanlegt en það sem kemur fyrst í huga er þegar ég vaknaði á Þjóðhátið við það að ég meig á mig. Mér var að dreyma að ég væri á klósettinu en það var víst ekki þannig.
Hver er þinn helsti ótti?
Að lenda í aðstæðum þar sem ég get ekki veitt fólki í neyð aðstoð.
Hvar sérðu þig í framtíðinni?
Ég stefni á að fara í nám úti í Danmörku eftir Verzló en ég er ekki búin að ákveða hvað mig langar að læra. Hvort það verði sálfræði, læknisfræði, leiklist eða arkitektúr en þar liggur áhugasviðið mitt.
Hvaða lag tekur þú í karókí?
Dancing Queen eða My heart will go on ef ég er ein að keyra.
Þín mesta gæfa í lífinu?
Mín mest gæfa í lífinu þarf að vera mamma mín. Þessi magnaða kona hefur sýnt mér að þú getur komist í gegnum allt með réttu hugarfari. Hún hefur hjálpað mér að skilja sjálfa mig og að taka mér eins og ég er og það hefur nýst mér vel í lífinu.
Hún er kletturinn minn.
Uppskrift að drauma degi?
Hann myndi byrja þannig að ég myndi vakna á Ítalíu. Ég fengi mér ávaxta skál með súkkulaði og færi út á svalir að tana. Næst myndi ég vilja fara á svona Cat Café, borða morgunmat þar og rölta svo niður á strönd og synda í sjónum. Svo myndi ég skreppa af ströndinni og fara í nokkrar thrift búðir. Eftir það væri ég bara helst til í að eyða öllum deginum á ströndinni og fá mér svo kannski ítalskt Rigatoni Bolognese pasta í kvöldmat. Í lok dags myndi ég fara í everything shower, leggjast upp í rúm og horfa á einhvern sturlaðan heimildarþátt með David Attenborough.
Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.