Þrettán af sextán fengu matareitrun: „Leið eins og maður væri kominn aftur í Covid-stemninguna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júlí 2024 08:00 Ólafur Jónas hefur aldrei lent í öðru eins á sínum þjálfaraferli. vísir/sigurjón Íslenska undir 20 ára landslið kvenna í körfubolta er komið heim eftir góða ferð til Búlgaríu þar sem liðið náði sínum besta árangri í sögunni. Matareitrun setti aftur á móti svip sinn á ferðina. Íslenska liðið komst í undanúrslit í b-deild Evrópukeppninnar en lenti því miður í því að leikmenn veiktust á lokakaflanum. Matareitrun kom upp á svæðinu en liðin lentu mismunandi illa í henni og leikmenn íslenska liðsins sluppu ekki. Liðið lék um þriðja sætið í keppninni en tapaði leiknum gegn Tékkum og höfnuðu þær því í fjórða sætinu sem er besti árangur liðsins frá upphafi. „Þetta eru alveg einstakar stelpur í þessu liði og teymið var hrikalega flott. Það er ekki annað hægt en að vera stoltur og ánægður með árangurinn en maður hefði viljað spila við Belgana og Tékkana með fullfrískt lið,“ segir Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari liðsins í Sportpakkanum í gærkvöldi. Íslenski hópurinn var 16 manna í heildina. 13 einstaklingar fengu matareitrun í ferðinni og hafði það mikil áhrif á liðið. „Þær veikjast mismikið að sjálfsögðu en þetta náði í rassgatið á nánast öllum. Þetta var frekar óhugnanlegt þegar maður fór að sjá leikmenn líða út af á eldhúsgólfinu og bara frekar óþægileg sjón að upplifa,“ segir Ólafur og heldur áfram. Náfölar og sveittar „Þetta gerist bara allt í einu. Ég er í göngutúr með Sædísi sjúkraþjálfara og við skruppum út í búð og þegar við komum til baka sjáum við leikmenn úr öðrum liðum alveg náfölar, kófsveittar og það var þjálfari sem við sáum halda á einum leikmanni og hlaupa með hana út í einhvern fólksbíl. Við vorum ekki alveg að átta okkur á því hvað væri í gangi þarna en það voru samt tveir leikmenn hjá okkur orðnir veikir þarna. Það var í raun bara panik ástand þarna. Manni leið eins og maður væri kominn aftur í Covid-stemninguna.“ Hann segir að kjölfarið hafi ástandið orðið eins og domino og hver á fætur öðrum hafi veikst. Einn leikmaður íslenska liðsins var lögð inn á sjúkrahús í kjölfarið. „Hún þurfti að fá næringu í æð sem er ótrúlega óþægilegt. Þetta er átján ára stelpa sem var send á sjúkrahús. Sem betur fer máttu Sædís fara með henni en svo var Sædís bara rekin heim og mátti ekki vera þarna lengur. Hún þurfti að vera ein á spítala þarna í Búlgaríu sem er ekkert rosalega traustvekjandi. Ekkert þráðlaust net og enginn talaði ensku. En sem betur fer voru fleiri leikmenn þarna og þær gátu talað saman sín á milli.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ólaf. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ „Hefði viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt“ Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 90-93 | Stólarnir fyrstir til að vinna Grindvíkinga í vetur Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 87-114 | Sigurganga Stjörnunnar heldur áfram „Búinn að öskra þannig að ég reyndi að vera uppbyggjandi“ Adam Eiður: Þetta var viðbjóður „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Njarðvík 76-91 | Shabazz með sýningu Uppgjörið: ÍR - Þór Þ. 73-84 | Biðin lengist eftir fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: KR - Álftanes 72-84 | Álftanes sigldi fyrsta sigrinum í höfn Uppgjörið: Valur - Keflavík 104-80 | Valsmenn miklu sterkari í lokin Martin langstigahæstur hjá liði sínu í Euroleague Gaz-leikur Pavels: Mjólkurglasið staðið lengi og fer brátt að súrna Busaði soninn í nýrri auglýsingu „Við þurftum aðeins bara að ná andanum“ Keflavíkurkonur hefndu fyrir Meistarakeppnina Elvar atkvæðamikill í toppslagnum en varð að sætta sig við tap Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 57-79 | Botnlið Njarðvíkur vann topplið Hauka Bæði bikarmeistaraliðin fá krefjandi verkefni Sjá meira
Íslenska liðið komst í undanúrslit í b-deild Evrópukeppninnar en lenti því miður í því að leikmenn veiktust á lokakaflanum. Matareitrun kom upp á svæðinu en liðin lentu mismunandi illa í henni og leikmenn íslenska liðsins sluppu ekki. Liðið lék um þriðja sætið í keppninni en tapaði leiknum gegn Tékkum og höfnuðu þær því í fjórða sætinu sem er besti árangur liðsins frá upphafi. „Þetta eru alveg einstakar stelpur í þessu liði og teymið var hrikalega flott. Það er ekki annað hægt en að vera stoltur og ánægður með árangurinn en maður hefði viljað spila við Belgana og Tékkana með fullfrískt lið,“ segir Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari liðsins í Sportpakkanum í gærkvöldi. Íslenski hópurinn var 16 manna í heildina. 13 einstaklingar fengu matareitrun í ferðinni og hafði það mikil áhrif á liðið. „Þær veikjast mismikið að sjálfsögðu en þetta náði í rassgatið á nánast öllum. Þetta var frekar óhugnanlegt þegar maður fór að sjá leikmenn líða út af á eldhúsgólfinu og bara frekar óþægileg sjón að upplifa,“ segir Ólafur og heldur áfram. Náfölar og sveittar „Þetta gerist bara allt í einu. Ég er í göngutúr með Sædísi sjúkraþjálfara og við skruppum út í búð og þegar við komum til baka sjáum við leikmenn úr öðrum liðum alveg náfölar, kófsveittar og það var þjálfari sem við sáum halda á einum leikmanni og hlaupa með hana út í einhvern fólksbíl. Við vorum ekki alveg að átta okkur á því hvað væri í gangi þarna en það voru samt tveir leikmenn hjá okkur orðnir veikir þarna. Það var í raun bara panik ástand þarna. Manni leið eins og maður væri kominn aftur í Covid-stemninguna.“ Hann segir að kjölfarið hafi ástandið orðið eins og domino og hver á fætur öðrum hafi veikst. Einn leikmaður íslenska liðsins var lögð inn á sjúkrahús í kjölfarið. „Hún þurfti að fá næringu í æð sem er ótrúlega óþægilegt. Þetta er átján ára stelpa sem var send á sjúkrahús. Sem betur fer máttu Sædís fara með henni en svo var Sædís bara rekin heim og mátti ekki vera þarna lengur. Hún þurfti að vera ein á spítala þarna í Búlgaríu sem er ekkert rosalega traustvekjandi. Ekkert þráðlaust net og enginn talaði ensku. En sem betur fer voru fleiri leikmenn þarna og þær gátu talað saman sín á milli.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ólaf.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ „Hefði viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt“ Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 90-93 | Stólarnir fyrstir til að vinna Grindvíkinga í vetur Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 87-114 | Sigurganga Stjörnunnar heldur áfram „Búinn að öskra þannig að ég reyndi að vera uppbyggjandi“ Adam Eiður: Þetta var viðbjóður „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Njarðvík 76-91 | Shabazz með sýningu Uppgjörið: ÍR - Þór Þ. 73-84 | Biðin lengist eftir fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: KR - Álftanes 72-84 | Álftanes sigldi fyrsta sigrinum í höfn Uppgjörið: Valur - Keflavík 104-80 | Valsmenn miklu sterkari í lokin Martin langstigahæstur hjá liði sínu í Euroleague Gaz-leikur Pavels: Mjólkurglasið staðið lengi og fer brátt að súrna Busaði soninn í nýrri auglýsingu „Við þurftum aðeins bara að ná andanum“ Keflavíkurkonur hefndu fyrir Meistarakeppnina Elvar atkvæðamikill í toppslagnum en varð að sætta sig við tap Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 57-79 | Botnlið Njarðvíkur vann topplið Hauka Bæði bikarmeistaraliðin fá krefjandi verkefni Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti