Lífið

Eastwood kveður kærustu sína Christina Sandera

Eiður Þór Árnason skrifar
Clint Eastwood og Christina Sandera í Los Angeles í september árið 2016.
Clint Eastwood og Christina Sandera í Los Angeles í september árið 2016. Getty/FilmMagic/Jason LaVeris

Christina Sandera, veitingakona og kærasta hins víðfræga leikstjóra Clint Eastwood er látin. Hún var 61 árs að aldri.

Eastwood greinir frá þessu í yfirlýsingu til fjölmiðla en veitir engar upplýsingar um það hvernig andlátið bar að.

„Christina var yndisleg og umhyggjusöm kona og ég mun sakna hennar sárlega,“ segir hinn 94 ára Óskarsverðlaunahafi.

Parið hóf samband sitt árið 2014 og fullyrðir bandaríski miðilinn TMZ að þau hafi hisst á Mission Ranch Hotel and Restaurant í bænum Carmel-by-the-Sea í Kaliforníu. Þar gegndi Eastwood stöðu bæjarstjóra en Sandera er sögð hafa starfað sem veitingakona á þessum sögufræga stað.

Fyrir sambandið með Sandera var Eastwood giftur fyrirsætunni Maggie Johnson og þar áður fréttakonunni Dina Ruiz. Þá hafði hann verið í langtímasamböndum með Frances Fisher og Sondra Locke.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.