Viðskipti innlent

Komust ekki inn á net­banka vegna bilunar

Eiður Þór Árnason skrifar
Öll kerfi Kviku eiga að vera komin í eðlilegt horf, að sögn framkvæmdastjóra. 
Öll kerfi Kviku eiga að vera komin í eðlilegt horf, að sögn framkvæmdastjóra.  Kvika

Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka.

Halldór Þór Snæland, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku segir að búið sé að lagfæra vandamálið hjá Reiknistofu bankanna og öll kerfi hjá Kviku komin upp aftur.

Mbl.is hefur eftir Ragn­hild­i Geirs­dótt­ur, for­stjóra Reikni­stofu bank­anna að starfsemi flestra samstarfsaðila eigi að vera komin aftur í lag. Allir íslensku bankarnir reiða sig á kerfi fyrirtækisins sem er jafnframt í eigu íslenskra fjármálastofnana. 

Ragnhildur segir í samtali við Mbl.is að tæknilegu örðugleikarnir tengist ekki víðtækri bilun í kerfum Microsoft og CrowdStrike í dag sem hafði áhrif um allan heim og þar á meðal á tölvukerfi Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×