Íslenski boltinn

Kerfisbilunin hefur á­hrif á Bestu deildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valsmenn eru að tínast heim frá Albaníu.
Valsmenn eru að tínast heim frá Albaníu. vísir/anton

Leik Fram og Vals í Bestu deild karla sem átti að fara fram á morgun hefur verið frestað.

Valur spilaði Evrópuleik gegn Vllaznia á fimmtudaginn. Flug Valsmanna frá Albaníu var hins vegar fellt niður vegna kerfisbilunarinnar stóru sem skekið hefur heimsbyggðina.

Í samtali við útvarpsþáttinn Fótbolta.net lýsti Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, púsluspilinu við að koma Valsmönnum heim frá Albaníu.

„Hluti af hópnum fór heim í morgun [í gær] gegnum Róm, annar hluti fer í gegnum Vín og þriðji hópurinn fer seint í kvöld til Kaupmannahafnar og svo heim í fyrramálið [í dag]. Þetta hefur verið ævintýri,“ sagði Börkur.

Ekki er komin ný dagsetning á leik Fram og Vals en unnið er að því að finna nýjan leiktíma.

Valur vann Vllaznia örugglega, 0-4, og mætir St. Mirren á heimavelli á fimmtudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×