Íslenski boltinn

Covid-faraldur fyrir vestan: „Maður hélt að þetta væri liðin tíð“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var án þónokkurra leikmanna um helgina.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var án þónokkurra leikmanna um helgina. Visir/ Hulda Margrét

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var án þónokkurra leikmanna þegar lið hans sótti HK heim í Bestu deild karla um helgina. Leiknum lauk 1-1 en veikindi herja á Vestramenn.

Samkvæmt heimildum Vísis varð hópsmit á Bolungarvík um helgina og hefur veiran dreift úr sér á Vestfjörðum. Fjórir leikmenn Vestra steinliggja í veikindum, þar á meðal Andri Rúnar Bjarnason sem er fárveikur.

„Þetta er erfitt. Það eru nokkrir leikmenn hjá okkur með Covid. Maður hélt að þetta væri liðin tíð en því miður eru menn vel veikir og óleikfærir. Við tókum enga sénsa með það,“ sagði Davíð Smári eftir leik í samtali við Gunnlaug Jónsson.

Klippa: Davíð tjáir sig um Covid-smitin

„Okkur vantaði dálítið fram á við, smá gæði á síðasta þriðjungi. Því miður gátum við ekki nýtt það,“

„Menn eru fárveikir, það er óhætt að segja það. Því miður. Andri Rúnar er mjög veikur,“ segir Davíð Smári.

Leik Vestra við HK lauk 1-1. Vestri er með tólf stig í fallsæti, stigi frá botninum en HK er sæti ofar, fyrir ofan fallsvæðið, með 14 stig.

Ummælin má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×