Ritstjóra DV dæmdur ósigur eftir símhringingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2024 13:16 Björn (til hægri) ásamt bróður sínum Braga við skákborðið á Ingólfstorgi á laugardaginn. Björn Þorfinnsson ritstjóri DV og alþjóðlegur meistari í skák var í banastuði á útiskákmóti á Ingólfstorgi í bongóblíðunni á laugardaginn. Lífið lék við Björn þar til að sími hringdi. Björn er mikill húmoristi og segir frá laugardagsævintýrum sínum í færslu á Facebook. Blásið var til útiskákmóts á Ingólfstorgi í tilefni af hundrað ára afmæli Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. „Aðstæður gátu ekki verið betri enda var boðið upp á einn besta dag sumarins,“ segir Björn. En þegar allt lék í lyndi fór í hönd það sem Björn kallar „raðfjölskyldusímaharmleik“ sem átti eftir að setja svip sinn á mótið og í raun allan daginn. Forsetinn dæmdi tap Tefldar voru níu skákir á mótinu og hafði Björn unnið fyrstu þrjár gegn verðugum andstæðingum. Fram undan var ein af úrslitaskákum mótsins gegn Arnari Gunnarssyni. Allt var í járnum í skákinni þegar sími hringdi skyndilega. Síminn var í jakkavasa Björns. „Verður smá uppnám, aðallega því að ég þekkti ekki einu sinni hringitóninn og var að reyna að átta mig á hvað hafði gerst, en svo steig Gunnar Björnsson, forseti SÍ og skákdómari, réttilega inn í og dæmdi tap á mig,“ segir Björn. Hann var sjálfur forseti Skáksambandsins um árabil og þekkir vel reglur um símabann á skákmótum. „Ég var smá stund að meðtaka atburðarásina enda er ég mjög passasamur á að slökkva á símanum mínum í þessum aðstæðum.“ Spjallgleði drottningar Allt í einu fattaði Björn hvað hefði gerst. Sonur hans hafði rétt fyrir skákina gegn Arnari beðið föður sinn um að passa símann rétt á meðan hann skaust í nærliggjandi sjoppu. Það var svo heittelskaður betri helmingur Björns og barnsmóðir sem hringdi símtalið örlagaríka. „Það hefur tekið 24 ár að spjallgleði drottningarinnar yrði mér að fjörtjóni en sennilega var það óhjákvæmilegt!“ segir Björn og slær hvergi af í gríni sínu. „Ég var talsvert sleginn eftir þessar vendingar og tapaði einnig næstu skák í mótinu en náð svo vopnum mínum á ný og náði að landa öðru sætinu í mótinu með 7 vinninga af 9, sem ég var í raun hinn kátasti með í ljósi áðurnefndra hörmunga.“ Síminn týndur, eða hvað? Einhverjir hefðu farið að sýna þreytumerki á þessum tímapunkti, eftir níu skákir í sólinni, en ekki Björn. Hann hélt út á galeiðuna um kvöldið til að fagna stórafmæli vinar síns. „Það endaði svo að sjálfsögðu með því að síminn minn týndist einhversstaðar, líklega í leigubílnum á leiðinni heim. Björgunaraðgerðir hafa ekki reynst árangursríkar hingað til og eftir þennan strembna dag hef ég því ákveðið að segja skilið við símtæki sem samskiptatól. Verulega ofmetin tækni,“ sagði Björn í færslu sinni að morgni sunnudags. Björn tjáir blaðamanni Vísis nú á mánudegi að ekki sé loku fyrir skotið að síminn finnist. „Find my iphone“ appið hafi sýnt staðsetningu símans í miðbænum og hann grunað einhvern þrjót um græsku. En kannski ekki. „Núna rámar mig í að ég hafi beðið barþjón um að hlaða hann fyrir mig þegar gleðin var í hámarki. Svo fór ég bara trallandi heim símalaus. Bíð núna eftir því að barinn opni og verð þar fyrsti gestur á mánudegi klukkan 16,“ segir Björn sem krossleggur fingur. Reykjavík Skák Samkvæmislífið Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Björn er mikill húmoristi og segir frá laugardagsævintýrum sínum í færslu á Facebook. Blásið var til útiskákmóts á Ingólfstorgi í tilefni af hundrað ára afmæli Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. „Aðstæður gátu ekki verið betri enda var boðið upp á einn besta dag sumarins,“ segir Björn. En þegar allt lék í lyndi fór í hönd það sem Björn kallar „raðfjölskyldusímaharmleik“ sem átti eftir að setja svip sinn á mótið og í raun allan daginn. Forsetinn dæmdi tap Tefldar voru níu skákir á mótinu og hafði Björn unnið fyrstu þrjár gegn verðugum andstæðingum. Fram undan var ein af úrslitaskákum mótsins gegn Arnari Gunnarssyni. Allt var í járnum í skákinni þegar sími hringdi skyndilega. Síminn var í jakkavasa Björns. „Verður smá uppnám, aðallega því að ég þekkti ekki einu sinni hringitóninn og var að reyna að átta mig á hvað hafði gerst, en svo steig Gunnar Björnsson, forseti SÍ og skákdómari, réttilega inn í og dæmdi tap á mig,“ segir Björn. Hann var sjálfur forseti Skáksambandsins um árabil og þekkir vel reglur um símabann á skákmótum. „Ég var smá stund að meðtaka atburðarásina enda er ég mjög passasamur á að slökkva á símanum mínum í þessum aðstæðum.“ Spjallgleði drottningar Allt í einu fattaði Björn hvað hefði gerst. Sonur hans hafði rétt fyrir skákina gegn Arnari beðið föður sinn um að passa símann rétt á meðan hann skaust í nærliggjandi sjoppu. Það var svo heittelskaður betri helmingur Björns og barnsmóðir sem hringdi símtalið örlagaríka. „Það hefur tekið 24 ár að spjallgleði drottningarinnar yrði mér að fjörtjóni en sennilega var það óhjákvæmilegt!“ segir Björn og slær hvergi af í gríni sínu. „Ég var talsvert sleginn eftir þessar vendingar og tapaði einnig næstu skák í mótinu en náð svo vopnum mínum á ný og náði að landa öðru sætinu í mótinu með 7 vinninga af 9, sem ég var í raun hinn kátasti með í ljósi áðurnefndra hörmunga.“ Síminn týndur, eða hvað? Einhverjir hefðu farið að sýna þreytumerki á þessum tímapunkti, eftir níu skákir í sólinni, en ekki Björn. Hann hélt út á galeiðuna um kvöldið til að fagna stórafmæli vinar síns. „Það endaði svo að sjálfsögðu með því að síminn minn týndist einhversstaðar, líklega í leigubílnum á leiðinni heim. Björgunaraðgerðir hafa ekki reynst árangursríkar hingað til og eftir þennan strembna dag hef ég því ákveðið að segja skilið við símtæki sem samskiptatól. Verulega ofmetin tækni,“ sagði Björn í færslu sinni að morgni sunnudags. Björn tjáir blaðamanni Vísis nú á mánudegi að ekki sé loku fyrir skotið að síminn finnist. „Find my iphone“ appið hafi sýnt staðsetningu símans í miðbænum og hann grunað einhvern þrjót um græsku. En kannski ekki. „Núna rámar mig í að ég hafi beðið barþjón um að hlaða hann fyrir mig þegar gleðin var í hámarki. Svo fór ég bara trallandi heim símalaus. Bíð núna eftir því að barinn opni og verð þar fyrsti gestur á mánudegi klukkan 16,“ segir Björn sem krossleggur fingur.
Reykjavík Skák Samkvæmislífið Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira