Lífið

Mýkt og mínímalismi í Hlíðunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1957 en hefur verið endurnýjað að miklu leyti að innan síðastliðin ár.
Húsið var byggt árið 1957 en hefur verið endurnýjað að miklu leyti að innan síðastliðin ár.

Við Bólstaðarhlíð í Reykjavík er að finna notalega og mikið endurnýjaða 150 fermetra hæð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1957. Ásett verð er 126,5 milljónir.

Frá forstofunni ef gengið inn í rúmgott og bjart alrými, þaðan er útgengt á svalir til suðurs. Mínímalískur stíll, mjúk litapalletta og náttúrulegur efniviður flæðir milli rýma og skapar notalega stemningu. 

Eldhúsinnréttingin stelur senunni í rýminu, en eldhúsið var nýverið fært inn í alrýmið og endurnýjað á smekklegan máta. Innréttingin er ljósgræn og nær upp í loft. Fyrir miðju er stór eldhúseyja með hvítum stein á borðum. Fyrir ofan eyjuna má sjá þrjú hvít Flower pot-ljós sem gefa rýminu mikinn karatekter.

Þrjú svefnherbergi eru í eigninni, en auðvelt er að skipta einu stóru herbergi upp í tvö barnaherbergi eins og teikningar upphaflega gera ráð fyrir.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×