Sport

Snoop Dogg mun hlaupa með Ólympíueldinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snoop Dogg er mættur til Parísar og búinn að klæða sig upp í Ólympíufötin.
Snoop Dogg er mættur til Parísar og búinn að klæða sig upp í Ólympíufötin. Getty/Joe Scarnici

Bandaríski rapparinn Snoop Dogg verður einn af þeim sem munu hlaupa með Ólympíueldinn í tenglsum við setningarhátíð Ólympíuleikanna.

Ólympíuleikarnir í París verða settir á föstudaginn en Ólympíueldurinn hefur verið á ferðinni síðan hann var kveiktur í Ólympíu í Grikklandi fyrr í sumar.

Snoop Dogg er mættur til Parísar þar sem hann munu lýsa keppni á leikunum fyrir bandarísku sjónvarpstöðiuna NBC en Ólympíuleikarnir eru gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunnum.

Snoop Dogg mun hlaupa með eldinn um götur Saint-Denis hverfis en það hýsir meðal annars sjálfan Ólympíuleikvanginn og sundhöllina.

Meðal annarra sem munu bera eldinn með Snoop Dogg eru franska leikkonan Laetitia Casta, franski rapparinn MC Solaar og úkraínska stangarstökksgoðsögnin Sergej Bubka.

Ólympíueldurinn hefur verið á ferðinni um Frakkland í tvo mánuði. Á föstudaginn mun hann fara um Ólympíuþorp keppenda sem er á hverfismörkum Saint-Denis og Saint-Ouen en þaðan fer hann á Ólympíuleikvanginn sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð.

Sjálf setningarhátíðin fer síðan fram á ánni Signu þar sem keppendur á leikunum sigla um á bátum.

Snoop Dogg fæddist í Los Angeles en sú borg heldur einmitt næstu leika árið 2028.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×