Lífið

Fjár­festir og jógakennari selja 500 fer­metra glæsihús í Garða­bæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er staðsett á hornlóð neðst í Akrahverfinu í Garðabæ,
Húsið er staðsett á hornlóð neðst í Akrahverfinu í Garðabæ,

Anna María Sigurðardóttir jógakennari og Gestur Breiðfjörð fjárfestir hafa sett einbýlishús sitt við Votakur í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 2014 og þykir með þeim glæsilegri. Óskað er eftir tilboðum í eignina.

Um er að ræða 500 fermetra hús á tveimur hæðum sem einkennist af miklum munaði og nútíma þægindum. Sérsmíðaðar innréttingar, vönduð húsgögn, hönnunarmunir og listaverk prýða eignina. 

Húsið er teiknað og hannað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt.

Gengið inn í bjarta og rúmgóða forstofu, sem leiðir inn í opið alrýmið með stórum gluggum. Stofurýmið er hlýlega innréttað þar sem náttúrulegur efniviður, mildir litatónar og voldugur arinn skapar notalega stemningu. Aukin lofthæð er á báðum hæðum hússins.

Eldhúsið er stílhreint með hvítri sérsmíðaðri innréttingu og stein á borðum. Fyrir miðju er vegleg eyja með góðu skápaplássi og vinnuaðstöðu.

Útgengt er úr stofu á glæsilega verönd sem umlykur húsið að mestu, en þar er að finna heitan pott, útisturtu og gufubaðshús.

Á neðri hæð hússins er að finna stærðarinnar bíósal, líkamsræktarherbergi og vínherbergi. Þá eru samtals fimm svefn­her­bergi og þrjú baðher­bergi í hús­inu.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×