„Þarna fékk ég að kynnast því hvað þunglyndi er“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. júlí 2024 12:32 Þórdís er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Arnór Trausti Þórdís Ásta er meðal keppenda í Ungfrú Ísland og segir ferlið hafa kennt henni að trúa enn meira á sig. Síðastliðin tvö ár hefur Þórdís Ásta lært mikið um sjálfa sig, stækkað mikið sem persóna og nú langar hana að hvetja aðra til að gera hið sama. Þórdís Ásta er fædd og uppalin í Keflavík og býr þar. Hún hefur alltaf elskað börn og í dag vinnur hún með börnum á leikskólanum Gimli, kærleiksríkum Hjallastefnuleikskóla í Reykjanesbæ. Hún elskar vinnuna sína og hlakkar alltaf mikið til að mæta til vinnu. Hennar mesta ástríða í lífinu er tónlist, að syngja, búa til tónlist, semja texta og allt sem tengist tónlist. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Þórdís ásta Ingvarsdóttir. Aldur? Ég er 24 ára. Starf? Ég vinn á leikskólanum Gimli og er að vinna í framtíðinni minni, það er að segja vinna í sjálfri mér fyrir framtíðar mig. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það sem vakti áhuga minn á keppninni var að fá tækifæri til að vera hluti af svona flottu ferli, sem gefur mikið af tækifærum eins og að kynnast svona yndislegu stelpum sem eru allar á sama stað, vilja bæta sig og stækka sem persónur. Ég sá fram á að geta lært helling af þessu og af þeim og þar hafði ég rétt fyrir mér, alveg í byrjun fann ég svo góða orku og ég hugsaði hér er ég á réttum stað. Það er kannski dramtískt en það er stórt fyrir mig því litlu mér fannst ég ekki passa inn neins staðar og vissi ekki hver ég ætti að vera. Þarna fæ ég til þess að vera alveg ég sjálf, segja mína sögu og vera fyrirmyndin sem ég hefði viljað hafa þegar ég var lítil. Ég vil hvetja aðra og gefa öðrum verkfærin sem hjálpuðu mér að breyta mínu lífi til hins betra. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Það sem ég hef lært er að hafa trú á mér og hvað ég hef að gefa öðrum og að þú getur lært af öðrum, fengið innblástur eða hugsað hvað er það sem ég myndi gera öðruvísi eða betur. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi og þá sérstaklega í þessu ferli þar sem ég er umkringd fagfólki sem vill styrkja okkur, hjálpa okkur að stækka sem persónur og vill það allra besta fyrir okkur. Og fyrir það er ég svo þakklát. Þetta er tækifæri sem breytti lífi mínu. Gaf mér stelpur sem hafa gefið mér svo mikið og er ég alltaf að læra af þeim, ég elska orkuna sem er alltaf á æfingum og mér líður alltaf vel í nærveru þeirra. Hvaða tungumál talarðu? Móðurmálið mitt er íslenska, ég get talað ensku, bjargað mér á spænsku, dönsku og smá frönsku. Svo tók ég upp á því í byrjun árs að læra kóresku, því mig hefur alltaf langað að fara til Japan og langað að læra japönsku en appið hafði bara kóresku svo ég lærði það bara í staðinn, sem mér finnst svo gaman. Ég elska að læra eitthvað nýtt og halda heilanum uppteknum við alls konar. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest eru bækurnar sem ég hef lesið, tónlistin sem ég hlusta á, fólkið mitt í kringum mig sem bæta mig og vilja það besta fyrir mig. Mamma mín hefur verið minn klettur og amma mín á stóran part í því hver ég er í dag. Ég elska þær alveg mjög mikið og allt fólkið mitt, allar mínar þrjár fjölskyldur og myndi ég ekki vilja hafa það neitt öðruvísi. Mér finnst ég vera ríkasta mannvera á jörðinni. Ég elska fólkið mitt í kringum mig og langar mig bara að segja takk fyrir allt elsku mamma, amma og allir sem hafa komið inn í mitt líf og eru þar enn. Ég sé ykkur og er þakklát fyrir ykkur öll. Aukaleikararnir sem koma inn í mitt líf get ég ekki stjórnað en ég get stjórnað mér og mínum tilfinningum. Ég er þakklát fyrir ykkur og bara alla sem hafa mætt í lífið mitt, því þið kennduð mér fullt og án ykkar væri ég ekki Þórdísin sem ég er í dag. Takk fyrir. Ég hlakka til að halda áfram að læra og hitta alla þá sem ég á að hitta til að bæta mig. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Ég vil byrja á því að segja að breytingar eru erfiðar en á sama tíma svo fallegar því með breytingum færðu að stækka. Þú færð tækifæri á að læra eitthvað nýtt og það er svo fallegt við lífið. Áður forðaðist ég allar breytingar en núna tek ég þeim með opnum örmum og bíð spennt eftir því hvað þær eiga eftir að gera fyrir mig. Erfiðasta lífsreynslan hingað til fyrir utan að missa Bellu mína, kisuna mína, frá mér er heimsfaraldurinn Covid - 19. Það var það versta sem kom fyrir mig og gjörbreytti lífi mínu, þarna fékk ég að kynnast því í fyrsta skiptið hvað þunglyndi er og eins og ég myndi lýsa því er það myrkur staður þar sem er bara sorg og engin von. Þú ert föst í þínum líkama en það er annar sem er í stjórn og þú horfir bara á, vilt taka yfir en getur það ekki. Þarna var ég alveg týnd, horfði bara upp í loftið og á veggina inn í herberginu mínu tímum og tímum saman. Lokaði mig alveg af. Þarna voru allir neyddir inn í einhvern kassa, til að vernda okkur en samt var þetta svo erfitt og mikið sjokk. Ég var alveg nýorðin tvítug og var svo spennt fyrir framtíðinni. Var þarna að klára skólann, Fjölbrautarskólann í Garðabæ, ég tók alveg átta áfanga og ætlaði bara að klára þetta og útskrifast. Lífið tók þó heldur betur U-beygju og urðu plönin öll að engu, sem ég er þó þakklát fyrir í dag því ef þetta hefði ekki verið svona hefði ég ekki kynnst minni bestu vinkonu og vinkonum í skólanum og lært allt það sem ég lærði. Ég útskrifaðist maí 2022 úr FG og lokaði þessum kafla með nýjum vinum, reynslunni ríkari og með bestu vinkonu mér við hlið sem ég hefði ekki kynnst hefði ég útskrifast fyrr. Við áttum að hittast og verða bestu vinkonur og ég átti að hitta alla sem ég hitti, læra það sem ég lærði og allt átti að gerast eins og það gerðist. En á þessum tíma sá ég ekki það góða sem gæti komið í staðinn, ég var ekki búin að vinna í sjálfri mér og átti eftir að læra svo mikið. Þarna var ég ekki með verkfærin til að hjálpa mér og vitneskjuna sem ég hef í dag. Ég var á myrkasta stað sem ég hef verið á, þunglyndi var eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um áður en ég fékk að kynnast því og gat sett mig í spor annarra. Ég man að ég hugsaði okei nú skil ég hvað fólk er að tala um. Þetta var erfiðasti tími lífs míns en á sama tíma það besta sem hefur komið fyrir mig. Ég leitaði í tónlist og hún er mér allt. Hún hefur bjargað mér oftar en ég get talið en þarna lyfti hún mér hægt og rólega upp, hún sýndi mér tilganginn og ég fann mig. Ég fékk sjálfstraust, sjálfsöryggi og ég vissi að ég hefði tónlistina og að ég yrði í lagi. Ég póstaði fyrsta myndbandinu af mér á Instagram í story. Ég hugsaði æi afhverju ekki, ég hef engu að tapa, var ekki að búast við neinu og var bara að gera þetta fyrir sjálfa mig. Svo fékk ég bara ekkert smá góð viðbrögð, svo ég hélt bara áfram að pósta og í hvert skipti sem ég póstaði fékk ég svo góð viðbrögð og það gaf mér hugmyndina um að ég hefði þetta og þetta er það sem ég á að vera að gera, þetta gaf mér tilgang og svo fór ég að pósta bara fullt í story, opna mig og var ófeimin að sýna hver Þórdís er. Sjálfstraustið kom og ég lærði að elska mig og lífið. Þetta byrjaði sem erfiðasta lífsreynslan sem varð síðan að bestu. Áður hafði ég alltaf bara verið að syngja fyrir mig, svona smá sálfræðitími með sjálfri mér og var þetta mitt og bara mitt sem aðeins ég hafði og gat leitað í. Það hvarflaði ekki að mér að deila því með öðrum en þarna var ég á stað þar sem ég var búin að missa allt, ég missti alla vonina, bestu vinkonu mína, sem var æskuvinkona mín, og fleiri vini. Sambandið sem ég hafði alltaf átt með mömmu breyttist og strákurinn sem ég elskaði og ég vildi líf með elskaði mig ekki til baka, þetta var allt svo sárt og var hjartað mitt alveg mölbrotið í milljón og tíu molum. Þetta var allt höfnun og hún er besti drifkrafturinn og notaði ég þetta allt, sársaukann, efasemdina og fyrstu alvöru ástarsorgina til að breyta lífinu mínu. Ég fann huggun í tónlistinni meira en nokkurn tímann áður og ég fór að skrifa niður tilfinningarnar mínar oftar en nokkrum sinni fyrr og áður en ég vissi var ég allt í einu búin að fylla fjórar stílabækur sem urðu síðan að sex og svo átta og síðan hætti ég að telja en ég fann bara hvað ég hafði mikið að segja og fann hvað þetta var að láta mér líða vel, að setja allar mínar tilfinningar niður á blað. Ég fann hvað þetta var að hjálpa mér mikið. Ég var mikið ein með sjálfri mér eins og margir en þetta var tími sem ég tók mig í sálfræðitíma, tími þar sem ég var ein með sjálfri mér að skrifa niður allar mínar tilfinningar niður á blað og var að búa til tónlist með eyranu og út frá tilfinningum. Ég elskaði þennan tíma, því þarna fann ég mig, ég lærði að elska sjálfa mig og verða ástfangin af lífinu. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af litlu Þórdísi sem gafst aldrei upp og horfði á björtu hliðarnar, var sterk og sýndi góðvild í garð annarra þótt henni liði illa í hjartanu. Ég er stoltust af gömlu útgáfunni af Þórdísi sem ákvað einn góðan dag að svona vildi hún ekki að lífið sitt væri, hún óhamingjusöm, alltaf að leita að einhverju til að fylla tómið. Ég var full sjálfsvorkunar daginn út og daginn inn en fór frá því að hugsa afhverju ég yfir í hjartað mitt er svo fullt, ég elska mig sjálfa og elska lífið mitt eins og það er, ég er þakklát fyrir lífið, fyrir allt fólkið mitt sem hvetja mig áfram og bæta mig á hverjum degi. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ég get ekki valið bara eitthvað eitt en það sem hefur verið mitt í langan tíma og hjálpaði mér er heilræðið allt sem gerist, gerist af ástæðu, ég er með þetta sem bakgrunnsmynd á símanum mínum sem áminningu. Svo eru það mörg önnur eins og það sem þú hugsar verður að veruleika þínum. Það er sælla að gefa en þiggja, komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Brostu út í heiminn og heimurinn brosir til þín á móti. Ef það er eitthvað sem þú ert ekki sátt við breyttu því þá. Þú ert aldrei föst þú getur alltaf breytt lífinu þínu ef þú ert ekki sátt. Þú verð mestum tíma með sjálfum þér vertu góð við þig og sýndu þér ást og góðvild. þú verður fyrst að elska þig til þess að geta elskað aðra. Þú laðar að þér það sem þú ert og ef þú ert að laða að þér eitthvað sem þú ert ekki sátt við, þarftu að líta inn á við því við höfum oft sjálf galla sem við þurfum að laga líka ekki bara hinn aðilinn. Það er mikilvægt að samþykkja sig alveg eins og maður er. Ég skrifaði þetta á hurðina heima hjá mér til áminningar, smá hvatvísi en jæja það er bara ég. Við erum öll mannleg og gerum mistök en það er að læra af mistökunum og öðrum sem gerir okkur betri. Vertu góður hlustandi. Ekki bara vera heldur lifðu. Ekki vera hrædd við að reyna, vertu frekar hrædd við að gera það ekki og sjá eftir því að hafa ekki reynt. Þú vilt ekki hugsa hvað ef, ef það er eitthvað sem þú vilt, gerðu það bara. Láttu vaða, framkvæmdu og gerðu þetta fyrir framtíðar sjálfan þig. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn er sushi sem er fyndið því árið 2022 var markmiðið mitt að læra að elska sushi og núna er það það allra besta sem ég fæ. Ég elska sushi - avókadó og Lax er mín pöntun og svo tek ég mikið af engiferi aukalega, ég alveg borða það eintómt og mér finnst það geggjað. Annars elda ég mikið heima og mér finnst lax með sítrónu, kartöflum og smjöri alveg svo gott og í raun elska ég bara allan mat sem bætir mig og mína heilsu. Svo er maturinn hennar ömmu náttúrulega bestur. Kjöt í karrý-ið hennar ömmu, það toppar það enginn. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Ég á mér ekki bara eina fyrirmynd, það er til svo mikið af flottum einstaklingum í heiminum, sem hafa gefið mér innblástur, innsýn og góð ráð. Lífið er alltaf að breytast og tíminn. Ef ég ætti að segja stutt svar er það konur sem skara framúr og eru að vinna hart að sinni framtíð. Eiga sér drauma og fara í það að láta þá rætast. Fá hugmynd og framkvæma hana. Konur eru konum bestar og er árangur annarra ekki að taka frá þér heldur að gefa þér innblástur og hvetja þig áfram. Það er fullkomin tími fyrir okkur öll og þinn tími mun koma en ég myndi segja að þangað til það kemur að manni sjálfum er mikilvægt að samgleðjast og klappa fyrir hinum. Mig langar að svara þessu aðeins öðruvísi líka, mig langar að verða fyrirmyndin sem ég hefði vilja haft þegar ég var lítil. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Frægasta persóna sem ég hef hitt er Brett Tucker, það er fyndin saga. Ég var að vinna á Joe & The Juice á flugvellinum, skemmtilegur tími, en hann kom og ég var alveg með karakterinn hans Harry á heilanum í einum af uppáhalds þáttunum mínum Mistresses. Hann er mættur þarna fyrir framan mig á southside og pantar joe’s americano og ég skrifa niður Harry hahah, hann horfði alveg á mig og fór að hlægja en var alveg mjög indæll, „It’s Brett“ og brosti til mín. Ég hafði oft hugsað út í það og sá fyrir mér ég hitta hann þegar ég horfði á þættina en sá það samt aldrei svona en það var bara æði að hafa hitt hann. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Eitt af því mest svona neyðarlegasta atviki sem ég hef lent í, og þau eru frekar mörg, var þegar ég fór í bíó með vinkonum mínum og ég er sest með poppið mitt sultuslök að bíða eftir að myndin byrji og þá grípur mig eitthvað utan um hálsinn og ég kippist upp úr sætinu, kippist aftur og aftur upp. Vinkona mín horfir á mig og heldur að ég sé að kafna á poppi eða eitthvað en sér svo að það er alls ekki það og hún pissar næstum í sig af hlátri. Það er þá kona að labba í röðinni fyrir ofan mig og hún festir veskis ólina utan um hálsinn á mér en heldur að ólin sé föst bara í sætinu og togar og togar og ég heyri hana vera að segja jii hvað er þetta, og á meðan lyftist ég ég aftur og aftur upp og svo sér hún að ólin er föst utan um hálsinn minn. Guð blessi hana, hún trúði ekki sínum eigin augum og var alveg miður sín, bauð mér allskonar, popp, nammi og hætti ekki að biðjast afsökunar aftur og aftur greyið konan. Ég man ekkert hvað myndin var um því þetta var eina sem ég hugsaði um og ég gat ekki hætt að hlægja alla myndina. Og það sem passaði ekki var að þetta var spennumynd svo það var enginn annar að hlægja haha. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að lifa ekki lífinu og að gera ekki það sem mig virkilega langar að gera og láta verða að, ég vil ekki sjá eftir neinu og hugsa þegar ég er gömul ég hefði átt að gera þetta og hitt. Ég vil hugsa ég gerði allt sem mig langaði að gera og ég lét verða að öllu sem ég vildi að yrði. Ég prófaði og reyndi og varð reynslunni ríkari og mig langar að geta sagt þegar minn tími er komin að ég sé sátt með lífið mitt eins og það var, ég lifði mínu drauma lífi. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Framtíðar Þórdís er hamingjusöm, lifir sínu drauma lífi, er búin að láta allt verða að veruleika sem hún sá fyrir sér, hún er að hvetja aðra og er að hjálpa öðrum hér á Íslandi og út í heimi, ferðast og hjálpa börnum og þeim sem þurfa á hjálpinni að halda. Ég sé mig vera fyrirmynd fyrir marga og opna augu margra. Breyta lífi fólks til hins betra. Gefa út tónlist, fyrstu plötuna mína og er þetta plata sem fólk tengir við og getur hjálpað öðrum. Tannsmíði hefur alltaf verið draumanámið og stefni ég á það en fyrst vil ég lifa lífinu, ferðast, skoða aðra menningarheima og læra af heiminum. Tannsmíði er B plan í mínum augum því það er svo mikið sem mig langar annað svo miklu meira eins og að verða leikari og gera eitthvað með mína hæfileika, þessir draumar sem voru settir inn í mitt hjarta eru þar af ástæðu og ég á að fara á eftir þeim. Ég bara veit það og hef alltaf vitað að ég var gerð fyrir meira. Ég elska lífið mitt eins og það er en það er allt í lagi að vilja meira fyrir sjálfan sig. Ég vil ekki lifa í draumi annarra heldur vil ég lifa í draumi mínum. Framtíðar Þórdís hugsar „ég ætla að gera þetta fyrir framtíðar mig“. Og vera alltaf betri í dag en í gær, hún er með fullt hjarta af þakklæti og elskar lífið sitt eins og það er. Kann að meta lífið og hvað það hefur uppá að bjóða. Hvern morgun er ég full af tilhlökkun og spennt fyrir deginum. Framtíðar Þórdís er reynslunni ríkari og sér hvað NÚNA er það sem skiptir mestu máli, ekki fortíðin, ekki framtíðin heldur NÚNA og TÍMINN. Hvaða lag tekur þú í karókí? Ég get ekki valið bara eitthvað eitt lag þau eru svo mörg en ég myndi segja að ég elska að taka lög sem ég tengi við, get sett tilfinningar við. Það verður að vera einhver tilfinning á bakvið þau sem ég get tengt við. Miley Cyrus - The Climb, ég hef verið að syngja það síðan ég var lítil og ég tengi alltaf meira og meira við það eftir því sem tíminn líður. Og er þetta alveg eitt af mínum uppáhaldslögum sem hefur fylgt mér. Svo eru það ABBA lögin, Mamma Mia 1 og 2 er alveg í miklu uppáhaldi og lögin, ég elska lögin. Allt með Billie Eilish, Rihönnu og Adele. Gömlu lögin bæði íslensk og ensk. Ég síðan elska að syngja lög á öðru tungumáli eins og Voila er alveg eitt af mínum uppáhalds og hefur það miklar tilfinningar og get ég tengt alveg mikið við það. Þín mesta gæfa í lífinu? Ég myndi segja að lífið sjálft, alveg eins og það hefur spilast, sé mín mesta gæfa í lífinu. Bæði það góða og slæma sem hefur gerst fyrir mig, að fá höfnun, að blóðfaðir minn hafi ekki verið inn í myndinni fyrsta áratuginn og yngri árin mín því þá hefði ég ekki kynnst pabba mínum sem ól mig upp frá tveggja ára aldri. Ég átti að lenda í einelti, því þar lærði ég mikið til dæmis hvernig ég myndi aldrei vilja láta öðrum líða og það gerði mig sterkari, að betri vinkonu og að betri mannveru. Eins ömurlegt það var að þá lærði ég samt svo mikið og svo er það að finnast ég ekki passa neins staðar inn. Ég veit það í dag að ég átti aldrei að passa inn því ég á að standa út úr og fara mínar eigin leiðir. Að það var aldrei ætlað fyrir mig að passa inn, ég átti alltaf að gera eitthvað meira og öðruvísi. Ef ég fengi tækifæri til að fara tilbaka, aftur í fortíðina og laga eitthvað að þá myndi ég ekki breyta neinu. Því þetta sem hefur gerst, gerðist allt fyrir mig og ég væri ekki ég sem ég er í dag ef eitthvað hefði verið öðruvísi. Svo það er þess vegna sem ég segi að lífið sjálft alveg eins og það hefur spilast er mín mesta gæfa sem ég hef verið gefin í lífinu. Allt fólkið sem ég hef hitt, hefur kennt mér svo mikið, áföllin, lítil sem stór og lífið sjálft. Allt það sem hefur gerst í fortíðinni átti að gerast, ég myndi ekki breyta neinu ef ég fengi tækifæri til. Uppskrift að drauma degi? Ég vakna kl 05:00 um morguninn, fæ mér vatnsglas um leið og ég vakna og seasalt á tunguna, bý um rúmið mitt og hleypi lofti inn í herbergið mitt, fer með bókina sem ég er að lesa, stílabókina og allt sem ég þarf inn í stofu. Fyrst áður en ég byrja fæ ég dagsbirtuna í augun og svo hugleiði ég, finn svörin í þögninni, anda inn og út og er bara í tíu mín, fer með affirmation, visualization, skrifa niður fyrir hvað ég er þakklát fyrir, skrifa dagbók um hvernig dagurinn er að fara vera og les í tuttugu mínútur, fæ mér heitt sítrónuvatn og hreyfi mig í 30 mín, jóga, pilates eða bara hvernig æfing sem er. Ég set á mig augnmaska, fer síðan í kalda sturtu í tvær til tíu mínútur og geri mig svo til fyrir daginn, fæ mér matcha og er glöð, brosandi, finn fyrir vellíðan í hjartanu, hjartað mitt er fullt af þakklæti, ást og tilhlökkun. Ég hreyfi mig, tek 10.000 - 18.000 skref á dag, fer í göngu og fæ nýtt hugarfar. Ver tíma með fólkinu mínu sem ég elska. Ég bý til tónlist, skrifa texta og kisukúr með míu minni. Herbergið mitt er allt hreint, allt hreint á rúminu, fæ mér mat sem bætir mig og fer snemma að sofa til þess að geta vaknað 05:00 næsta dag. Svo það sem toppar þennan draumadag alveg er að Bella mín er hjá mér, litla hjartað mitt sem fór frá mér aðeins tveggja ára, 2. apríl á þessu ári. Ég sakna hennar alla daga, þakklát fyrir hana og alla okkar tíma saman. Að missa hana, kenndi mér mikið til dæmis hvað NÚNA, skiptir miklu máli og hvað merkin eru alls staðar til þess að hjálpa manni í sorginni. Núna veit ég að Bella mín er bara öðruvísi hjá mér og að hún þarf ekki lengur að bíða eftir mér þangað til ég kem heim og getur núna farið með mér hvert sem ég fer í lífinu og er ekki lengur í sársauka. Fyrir öðrum er þetta bara kisa en fyrir mér var og er hún litla hjartað mitt sem ég elskaði og elska svo mikið alltaf. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Geðheilbrigði Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þórdís Ásta er fædd og uppalin í Keflavík og býr þar. Hún hefur alltaf elskað börn og í dag vinnur hún með börnum á leikskólanum Gimli, kærleiksríkum Hjallastefnuleikskóla í Reykjanesbæ. Hún elskar vinnuna sína og hlakkar alltaf mikið til að mæta til vinnu. Hennar mesta ástríða í lífinu er tónlist, að syngja, búa til tónlist, semja texta og allt sem tengist tónlist. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Þórdís ásta Ingvarsdóttir. Aldur? Ég er 24 ára. Starf? Ég vinn á leikskólanum Gimli og er að vinna í framtíðinni minni, það er að segja vinna í sjálfri mér fyrir framtíðar mig. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það sem vakti áhuga minn á keppninni var að fá tækifæri til að vera hluti af svona flottu ferli, sem gefur mikið af tækifærum eins og að kynnast svona yndislegu stelpum sem eru allar á sama stað, vilja bæta sig og stækka sem persónur. Ég sá fram á að geta lært helling af þessu og af þeim og þar hafði ég rétt fyrir mér, alveg í byrjun fann ég svo góða orku og ég hugsaði hér er ég á réttum stað. Það er kannski dramtískt en það er stórt fyrir mig því litlu mér fannst ég ekki passa inn neins staðar og vissi ekki hver ég ætti að vera. Þarna fæ ég til þess að vera alveg ég sjálf, segja mína sögu og vera fyrirmyndin sem ég hefði viljað hafa þegar ég var lítil. Ég vil hvetja aðra og gefa öðrum verkfærin sem hjálpuðu mér að breyta mínu lífi til hins betra. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Það sem ég hef lært er að hafa trú á mér og hvað ég hef að gefa öðrum og að þú getur lært af öðrum, fengið innblástur eða hugsað hvað er það sem ég myndi gera öðruvísi eða betur. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi og þá sérstaklega í þessu ferli þar sem ég er umkringd fagfólki sem vill styrkja okkur, hjálpa okkur að stækka sem persónur og vill það allra besta fyrir okkur. Og fyrir það er ég svo þakklát. Þetta er tækifæri sem breytti lífi mínu. Gaf mér stelpur sem hafa gefið mér svo mikið og er ég alltaf að læra af þeim, ég elska orkuna sem er alltaf á æfingum og mér líður alltaf vel í nærveru þeirra. Hvaða tungumál talarðu? Móðurmálið mitt er íslenska, ég get talað ensku, bjargað mér á spænsku, dönsku og smá frönsku. Svo tók ég upp á því í byrjun árs að læra kóresku, því mig hefur alltaf langað að fara til Japan og langað að læra japönsku en appið hafði bara kóresku svo ég lærði það bara í staðinn, sem mér finnst svo gaman. Ég elska að læra eitthvað nýtt og halda heilanum uppteknum við alls konar. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest eru bækurnar sem ég hef lesið, tónlistin sem ég hlusta á, fólkið mitt í kringum mig sem bæta mig og vilja það besta fyrir mig. Mamma mín hefur verið minn klettur og amma mín á stóran part í því hver ég er í dag. Ég elska þær alveg mjög mikið og allt fólkið mitt, allar mínar þrjár fjölskyldur og myndi ég ekki vilja hafa það neitt öðruvísi. Mér finnst ég vera ríkasta mannvera á jörðinni. Ég elska fólkið mitt í kringum mig og langar mig bara að segja takk fyrir allt elsku mamma, amma og allir sem hafa komið inn í mitt líf og eru þar enn. Ég sé ykkur og er þakklát fyrir ykkur öll. Aukaleikararnir sem koma inn í mitt líf get ég ekki stjórnað en ég get stjórnað mér og mínum tilfinningum. Ég er þakklát fyrir ykkur og bara alla sem hafa mætt í lífið mitt, því þið kennduð mér fullt og án ykkar væri ég ekki Þórdísin sem ég er í dag. Takk fyrir. Ég hlakka til að halda áfram að læra og hitta alla þá sem ég á að hitta til að bæta mig. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Ég vil byrja á því að segja að breytingar eru erfiðar en á sama tíma svo fallegar því með breytingum færðu að stækka. Þú færð tækifæri á að læra eitthvað nýtt og það er svo fallegt við lífið. Áður forðaðist ég allar breytingar en núna tek ég þeim með opnum örmum og bíð spennt eftir því hvað þær eiga eftir að gera fyrir mig. Erfiðasta lífsreynslan hingað til fyrir utan að missa Bellu mína, kisuna mína, frá mér er heimsfaraldurinn Covid - 19. Það var það versta sem kom fyrir mig og gjörbreytti lífi mínu, þarna fékk ég að kynnast því í fyrsta skiptið hvað þunglyndi er og eins og ég myndi lýsa því er það myrkur staður þar sem er bara sorg og engin von. Þú ert föst í þínum líkama en það er annar sem er í stjórn og þú horfir bara á, vilt taka yfir en getur það ekki. Þarna var ég alveg týnd, horfði bara upp í loftið og á veggina inn í herberginu mínu tímum og tímum saman. Lokaði mig alveg af. Þarna voru allir neyddir inn í einhvern kassa, til að vernda okkur en samt var þetta svo erfitt og mikið sjokk. Ég var alveg nýorðin tvítug og var svo spennt fyrir framtíðinni. Var þarna að klára skólann, Fjölbrautarskólann í Garðabæ, ég tók alveg átta áfanga og ætlaði bara að klára þetta og útskrifast. Lífið tók þó heldur betur U-beygju og urðu plönin öll að engu, sem ég er þó þakklát fyrir í dag því ef þetta hefði ekki verið svona hefði ég ekki kynnst minni bestu vinkonu og vinkonum í skólanum og lært allt það sem ég lærði. Ég útskrifaðist maí 2022 úr FG og lokaði þessum kafla með nýjum vinum, reynslunni ríkari og með bestu vinkonu mér við hlið sem ég hefði ekki kynnst hefði ég útskrifast fyrr. Við áttum að hittast og verða bestu vinkonur og ég átti að hitta alla sem ég hitti, læra það sem ég lærði og allt átti að gerast eins og það gerðist. En á þessum tíma sá ég ekki það góða sem gæti komið í staðinn, ég var ekki búin að vinna í sjálfri mér og átti eftir að læra svo mikið. Þarna var ég ekki með verkfærin til að hjálpa mér og vitneskjuna sem ég hef í dag. Ég var á myrkasta stað sem ég hef verið á, þunglyndi var eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um áður en ég fékk að kynnast því og gat sett mig í spor annarra. Ég man að ég hugsaði okei nú skil ég hvað fólk er að tala um. Þetta var erfiðasti tími lífs míns en á sama tíma það besta sem hefur komið fyrir mig. Ég leitaði í tónlist og hún er mér allt. Hún hefur bjargað mér oftar en ég get talið en þarna lyfti hún mér hægt og rólega upp, hún sýndi mér tilganginn og ég fann mig. Ég fékk sjálfstraust, sjálfsöryggi og ég vissi að ég hefði tónlistina og að ég yrði í lagi. Ég póstaði fyrsta myndbandinu af mér á Instagram í story. Ég hugsaði æi afhverju ekki, ég hef engu að tapa, var ekki að búast við neinu og var bara að gera þetta fyrir sjálfa mig. Svo fékk ég bara ekkert smá góð viðbrögð, svo ég hélt bara áfram að pósta og í hvert skipti sem ég póstaði fékk ég svo góð viðbrögð og það gaf mér hugmyndina um að ég hefði þetta og þetta er það sem ég á að vera að gera, þetta gaf mér tilgang og svo fór ég að pósta bara fullt í story, opna mig og var ófeimin að sýna hver Þórdís er. Sjálfstraustið kom og ég lærði að elska mig og lífið. Þetta byrjaði sem erfiðasta lífsreynslan sem varð síðan að bestu. Áður hafði ég alltaf bara verið að syngja fyrir mig, svona smá sálfræðitími með sjálfri mér og var þetta mitt og bara mitt sem aðeins ég hafði og gat leitað í. Það hvarflaði ekki að mér að deila því með öðrum en þarna var ég á stað þar sem ég var búin að missa allt, ég missti alla vonina, bestu vinkonu mína, sem var æskuvinkona mín, og fleiri vini. Sambandið sem ég hafði alltaf átt með mömmu breyttist og strákurinn sem ég elskaði og ég vildi líf með elskaði mig ekki til baka, þetta var allt svo sárt og var hjartað mitt alveg mölbrotið í milljón og tíu molum. Þetta var allt höfnun og hún er besti drifkrafturinn og notaði ég þetta allt, sársaukann, efasemdina og fyrstu alvöru ástarsorgina til að breyta lífinu mínu. Ég fann huggun í tónlistinni meira en nokkurn tímann áður og ég fór að skrifa niður tilfinningarnar mínar oftar en nokkrum sinni fyrr og áður en ég vissi var ég allt í einu búin að fylla fjórar stílabækur sem urðu síðan að sex og svo átta og síðan hætti ég að telja en ég fann bara hvað ég hafði mikið að segja og fann hvað þetta var að láta mér líða vel, að setja allar mínar tilfinningar niður á blað. Ég fann hvað þetta var að hjálpa mér mikið. Ég var mikið ein með sjálfri mér eins og margir en þetta var tími sem ég tók mig í sálfræðitíma, tími þar sem ég var ein með sjálfri mér að skrifa niður allar mínar tilfinningar niður á blað og var að búa til tónlist með eyranu og út frá tilfinningum. Ég elskaði þennan tíma, því þarna fann ég mig, ég lærði að elska sjálfa mig og verða ástfangin af lífinu. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af litlu Þórdísi sem gafst aldrei upp og horfði á björtu hliðarnar, var sterk og sýndi góðvild í garð annarra þótt henni liði illa í hjartanu. Ég er stoltust af gömlu útgáfunni af Þórdísi sem ákvað einn góðan dag að svona vildi hún ekki að lífið sitt væri, hún óhamingjusöm, alltaf að leita að einhverju til að fylla tómið. Ég var full sjálfsvorkunar daginn út og daginn inn en fór frá því að hugsa afhverju ég yfir í hjartað mitt er svo fullt, ég elska mig sjálfa og elska lífið mitt eins og það er, ég er þakklát fyrir lífið, fyrir allt fólkið mitt sem hvetja mig áfram og bæta mig á hverjum degi. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ég get ekki valið bara eitthvað eitt en það sem hefur verið mitt í langan tíma og hjálpaði mér er heilræðið allt sem gerist, gerist af ástæðu, ég er með þetta sem bakgrunnsmynd á símanum mínum sem áminningu. Svo eru það mörg önnur eins og það sem þú hugsar verður að veruleika þínum. Það er sælla að gefa en þiggja, komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Brostu út í heiminn og heimurinn brosir til þín á móti. Ef það er eitthvað sem þú ert ekki sátt við breyttu því þá. Þú ert aldrei föst þú getur alltaf breytt lífinu þínu ef þú ert ekki sátt. Þú verð mestum tíma með sjálfum þér vertu góð við þig og sýndu þér ást og góðvild. þú verður fyrst að elska þig til þess að geta elskað aðra. Þú laðar að þér það sem þú ert og ef þú ert að laða að þér eitthvað sem þú ert ekki sátt við, þarftu að líta inn á við því við höfum oft sjálf galla sem við þurfum að laga líka ekki bara hinn aðilinn. Það er mikilvægt að samþykkja sig alveg eins og maður er. Ég skrifaði þetta á hurðina heima hjá mér til áminningar, smá hvatvísi en jæja það er bara ég. Við erum öll mannleg og gerum mistök en það er að læra af mistökunum og öðrum sem gerir okkur betri. Vertu góður hlustandi. Ekki bara vera heldur lifðu. Ekki vera hrædd við að reyna, vertu frekar hrædd við að gera það ekki og sjá eftir því að hafa ekki reynt. Þú vilt ekki hugsa hvað ef, ef það er eitthvað sem þú vilt, gerðu það bara. Láttu vaða, framkvæmdu og gerðu þetta fyrir framtíðar sjálfan þig. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn er sushi sem er fyndið því árið 2022 var markmiðið mitt að læra að elska sushi og núna er það það allra besta sem ég fæ. Ég elska sushi - avókadó og Lax er mín pöntun og svo tek ég mikið af engiferi aukalega, ég alveg borða það eintómt og mér finnst það geggjað. Annars elda ég mikið heima og mér finnst lax með sítrónu, kartöflum og smjöri alveg svo gott og í raun elska ég bara allan mat sem bætir mig og mína heilsu. Svo er maturinn hennar ömmu náttúrulega bestur. Kjöt í karrý-ið hennar ömmu, það toppar það enginn. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Ég á mér ekki bara eina fyrirmynd, það er til svo mikið af flottum einstaklingum í heiminum, sem hafa gefið mér innblástur, innsýn og góð ráð. Lífið er alltaf að breytast og tíminn. Ef ég ætti að segja stutt svar er það konur sem skara framúr og eru að vinna hart að sinni framtíð. Eiga sér drauma og fara í það að láta þá rætast. Fá hugmynd og framkvæma hana. Konur eru konum bestar og er árangur annarra ekki að taka frá þér heldur að gefa þér innblástur og hvetja þig áfram. Það er fullkomin tími fyrir okkur öll og þinn tími mun koma en ég myndi segja að þangað til það kemur að manni sjálfum er mikilvægt að samgleðjast og klappa fyrir hinum. Mig langar að svara þessu aðeins öðruvísi líka, mig langar að verða fyrirmyndin sem ég hefði vilja haft þegar ég var lítil. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Frægasta persóna sem ég hef hitt er Brett Tucker, það er fyndin saga. Ég var að vinna á Joe & The Juice á flugvellinum, skemmtilegur tími, en hann kom og ég var alveg með karakterinn hans Harry á heilanum í einum af uppáhalds þáttunum mínum Mistresses. Hann er mættur þarna fyrir framan mig á southside og pantar joe’s americano og ég skrifa niður Harry hahah, hann horfði alveg á mig og fór að hlægja en var alveg mjög indæll, „It’s Brett“ og brosti til mín. Ég hafði oft hugsað út í það og sá fyrir mér ég hitta hann þegar ég horfði á þættina en sá það samt aldrei svona en það var bara æði að hafa hitt hann. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Eitt af því mest svona neyðarlegasta atviki sem ég hef lent í, og þau eru frekar mörg, var þegar ég fór í bíó með vinkonum mínum og ég er sest með poppið mitt sultuslök að bíða eftir að myndin byrji og þá grípur mig eitthvað utan um hálsinn og ég kippist upp úr sætinu, kippist aftur og aftur upp. Vinkona mín horfir á mig og heldur að ég sé að kafna á poppi eða eitthvað en sér svo að það er alls ekki það og hún pissar næstum í sig af hlátri. Það er þá kona að labba í röðinni fyrir ofan mig og hún festir veskis ólina utan um hálsinn á mér en heldur að ólin sé föst bara í sætinu og togar og togar og ég heyri hana vera að segja jii hvað er þetta, og á meðan lyftist ég ég aftur og aftur upp og svo sér hún að ólin er föst utan um hálsinn minn. Guð blessi hana, hún trúði ekki sínum eigin augum og var alveg miður sín, bauð mér allskonar, popp, nammi og hætti ekki að biðjast afsökunar aftur og aftur greyið konan. Ég man ekkert hvað myndin var um því þetta var eina sem ég hugsaði um og ég gat ekki hætt að hlægja alla myndina. Og það sem passaði ekki var að þetta var spennumynd svo það var enginn annar að hlægja haha. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að lifa ekki lífinu og að gera ekki það sem mig virkilega langar að gera og láta verða að, ég vil ekki sjá eftir neinu og hugsa þegar ég er gömul ég hefði átt að gera þetta og hitt. Ég vil hugsa ég gerði allt sem mig langaði að gera og ég lét verða að öllu sem ég vildi að yrði. Ég prófaði og reyndi og varð reynslunni ríkari og mig langar að geta sagt þegar minn tími er komin að ég sé sátt með lífið mitt eins og það var, ég lifði mínu drauma lífi. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Framtíðar Þórdís er hamingjusöm, lifir sínu drauma lífi, er búin að láta allt verða að veruleika sem hún sá fyrir sér, hún er að hvetja aðra og er að hjálpa öðrum hér á Íslandi og út í heimi, ferðast og hjálpa börnum og þeim sem þurfa á hjálpinni að halda. Ég sé mig vera fyrirmynd fyrir marga og opna augu margra. Breyta lífi fólks til hins betra. Gefa út tónlist, fyrstu plötuna mína og er þetta plata sem fólk tengir við og getur hjálpað öðrum. Tannsmíði hefur alltaf verið draumanámið og stefni ég á það en fyrst vil ég lifa lífinu, ferðast, skoða aðra menningarheima og læra af heiminum. Tannsmíði er B plan í mínum augum því það er svo mikið sem mig langar annað svo miklu meira eins og að verða leikari og gera eitthvað með mína hæfileika, þessir draumar sem voru settir inn í mitt hjarta eru þar af ástæðu og ég á að fara á eftir þeim. Ég bara veit það og hef alltaf vitað að ég var gerð fyrir meira. Ég elska lífið mitt eins og það er en það er allt í lagi að vilja meira fyrir sjálfan sig. Ég vil ekki lifa í draumi annarra heldur vil ég lifa í draumi mínum. Framtíðar Þórdís hugsar „ég ætla að gera þetta fyrir framtíðar mig“. Og vera alltaf betri í dag en í gær, hún er með fullt hjarta af þakklæti og elskar lífið sitt eins og það er. Kann að meta lífið og hvað það hefur uppá að bjóða. Hvern morgun er ég full af tilhlökkun og spennt fyrir deginum. Framtíðar Þórdís er reynslunni ríkari og sér hvað NÚNA er það sem skiptir mestu máli, ekki fortíðin, ekki framtíðin heldur NÚNA og TÍMINN. Hvaða lag tekur þú í karókí? Ég get ekki valið bara eitthvað eitt lag þau eru svo mörg en ég myndi segja að ég elska að taka lög sem ég tengi við, get sett tilfinningar við. Það verður að vera einhver tilfinning á bakvið þau sem ég get tengt við. Miley Cyrus - The Climb, ég hef verið að syngja það síðan ég var lítil og ég tengi alltaf meira og meira við það eftir því sem tíminn líður. Og er þetta alveg eitt af mínum uppáhaldslögum sem hefur fylgt mér. Svo eru það ABBA lögin, Mamma Mia 1 og 2 er alveg í miklu uppáhaldi og lögin, ég elska lögin. Allt með Billie Eilish, Rihönnu og Adele. Gömlu lögin bæði íslensk og ensk. Ég síðan elska að syngja lög á öðru tungumáli eins og Voila er alveg eitt af mínum uppáhalds og hefur það miklar tilfinningar og get ég tengt alveg mikið við það. Þín mesta gæfa í lífinu? Ég myndi segja að lífið sjálft, alveg eins og það hefur spilast, sé mín mesta gæfa í lífinu. Bæði það góða og slæma sem hefur gerst fyrir mig, að fá höfnun, að blóðfaðir minn hafi ekki verið inn í myndinni fyrsta áratuginn og yngri árin mín því þá hefði ég ekki kynnst pabba mínum sem ól mig upp frá tveggja ára aldri. Ég átti að lenda í einelti, því þar lærði ég mikið til dæmis hvernig ég myndi aldrei vilja láta öðrum líða og það gerði mig sterkari, að betri vinkonu og að betri mannveru. Eins ömurlegt það var að þá lærði ég samt svo mikið og svo er það að finnast ég ekki passa neins staðar inn. Ég veit það í dag að ég átti aldrei að passa inn því ég á að standa út úr og fara mínar eigin leiðir. Að það var aldrei ætlað fyrir mig að passa inn, ég átti alltaf að gera eitthvað meira og öðruvísi. Ef ég fengi tækifæri til að fara tilbaka, aftur í fortíðina og laga eitthvað að þá myndi ég ekki breyta neinu. Því þetta sem hefur gerst, gerðist allt fyrir mig og ég væri ekki ég sem ég er í dag ef eitthvað hefði verið öðruvísi. Svo það er þess vegna sem ég segi að lífið sjálft alveg eins og það hefur spilast er mín mesta gæfa sem ég hef verið gefin í lífinu. Allt fólkið sem ég hef hitt, hefur kennt mér svo mikið, áföllin, lítil sem stór og lífið sjálft. Allt það sem hefur gerst í fortíðinni átti að gerast, ég myndi ekki breyta neinu ef ég fengi tækifæri til. Uppskrift að drauma degi? Ég vakna kl 05:00 um morguninn, fæ mér vatnsglas um leið og ég vakna og seasalt á tunguna, bý um rúmið mitt og hleypi lofti inn í herbergið mitt, fer með bókina sem ég er að lesa, stílabókina og allt sem ég þarf inn í stofu. Fyrst áður en ég byrja fæ ég dagsbirtuna í augun og svo hugleiði ég, finn svörin í þögninni, anda inn og út og er bara í tíu mín, fer með affirmation, visualization, skrifa niður fyrir hvað ég er þakklát fyrir, skrifa dagbók um hvernig dagurinn er að fara vera og les í tuttugu mínútur, fæ mér heitt sítrónuvatn og hreyfi mig í 30 mín, jóga, pilates eða bara hvernig æfing sem er. Ég set á mig augnmaska, fer síðan í kalda sturtu í tvær til tíu mínútur og geri mig svo til fyrir daginn, fæ mér matcha og er glöð, brosandi, finn fyrir vellíðan í hjartanu, hjartað mitt er fullt af þakklæti, ást og tilhlökkun. Ég hreyfi mig, tek 10.000 - 18.000 skref á dag, fer í göngu og fæ nýtt hugarfar. Ver tíma með fólkinu mínu sem ég elska. Ég bý til tónlist, skrifa texta og kisukúr með míu minni. Herbergið mitt er allt hreint, allt hreint á rúminu, fæ mér mat sem bætir mig og fer snemma að sofa til þess að geta vaknað 05:00 næsta dag. Svo það sem toppar þennan draumadag alveg er að Bella mín er hjá mér, litla hjartað mitt sem fór frá mér aðeins tveggja ára, 2. apríl á þessu ári. Ég sakna hennar alla daga, þakklát fyrir hana og alla okkar tíma saman. Að missa hana, kenndi mér mikið til dæmis hvað NÚNA, skiptir miklu máli og hvað merkin eru alls staðar til þess að hjálpa manni í sorginni. Núna veit ég að Bella mín er bara öðruvísi hjá mér og að hún þarf ekki lengur að bíða eftir mér þangað til ég kem heim og getur núna farið með mér hvert sem ég fer í lífinu og er ekki lengur í sársauka. Fyrir öðrum er þetta bara kisa en fyrir mér var og er hún litla hjartað mitt sem ég elskaði og elska svo mikið alltaf. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Geðheilbrigði Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira