„Hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 13:30 Omoul Sarr spilar í Bónus deildinni á næstu leiktíð. @tindastollkarfa Nýliðar Tindastóls fá til sín mjög reynda og öfluga landsliðskonu fyrir næsta vetur og Stólarnir ætla augljóslega að setja mikið púður í kvennaliðið sitt. Tindastóll spilar í Bónus deild kvenna í körfubolta á komandi vetri og það er óhætt að segja að Stólarnir hafi verið duglegir að styrkja liðið sitt fyrir fyrsta tímabil kvennaliðsins í efstu deild í 24 ár. Nú síðast samdi Tindastóll við senegölsku landsliðskonuna Omoul Sarr en þetta er mikill reynslubolti úr evrópska körfuboltanum. Þetta er fjórði erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við nýliðana. Lengi í spænsku deildinni Sarr er fertug og 190 sentímetrar á hæð. Hún hefur meðal annars unnið þrenn silfuverðlaun með senegalska landsliðinu í Afríkukeppninni, 2018, 2019 og nú síðast 2023. Hún hefur alls spilað fjórtán leiki með Senegal í úrslitakeppni HM og var með 9,5 stig að meðaltali á HM 2019. Sarr lék lengst af með liði Euskotren á Spáni. Hún á tvö tímabil í efstu deild á Spáni með yfir fjórtán stig að meðaltali í leik og sex tímabil með yfir tíu stig í leik. Hún var síðast hjá Freseras í Mexíkó þar sem hún var með 5,9 stig, 3,3 fráköst, 2,6 stoðsendingar og 1,1 varið skot að meðaltali á 26,1 mínútum í leik. Með gríðarlega reynslu „Sarr hefur gríðarlega reynslu af því að spila í efstu deildum í Evrópu og um allan heim. Hún er góð fyrirmynd sem íþróttamaður og hugsar vel um líkamann sem gerir henni kleift að vera enn að spila keppnisbolta. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan. Ég er mjög ánægður að hafa fengið hana í Tindastól. Hún er sterkur leikmaður sem stígur upp í stórleikjum og þegar liðið þarf mest á henni að halda,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastólsliðsins, í frétt á miðlum Stólanna. Sarr sjálf er líka spennt fyrir að spila á allt öðruvísi stað en hún er vön. Takast á við nýjar áskoranir „Ég hlakka mikið til að koma á Sauðárkrók, kynnast liðsfélögum mínum, klúbbnum og bænum. Ég haf talað við Martin þjálfara og mér líst mjög vel á markmið hans og allra sem koma að körfuboltanum. Ég hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt svo ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir og læra eitthvað nýtt,“ sagði Omoul Sarr. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hafði áður samið við spænska leikstjórnandann Paula Cánovas, spænska bakvörðinn Lauru Chahrour og hina bandarísku Shaniya Jones um að spila með liðinu næsta vetur. Þær eru allar bakverðir en nú fengu Stólarnir einnig öflugan leikmann undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa) Subway-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Tindastóll spilar í Bónus deild kvenna í körfubolta á komandi vetri og það er óhætt að segja að Stólarnir hafi verið duglegir að styrkja liðið sitt fyrir fyrsta tímabil kvennaliðsins í efstu deild í 24 ár. Nú síðast samdi Tindastóll við senegölsku landsliðskonuna Omoul Sarr en þetta er mikill reynslubolti úr evrópska körfuboltanum. Þetta er fjórði erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við nýliðana. Lengi í spænsku deildinni Sarr er fertug og 190 sentímetrar á hæð. Hún hefur meðal annars unnið þrenn silfuverðlaun með senegalska landsliðinu í Afríkukeppninni, 2018, 2019 og nú síðast 2023. Hún hefur alls spilað fjórtán leiki með Senegal í úrslitakeppni HM og var með 9,5 stig að meðaltali á HM 2019. Sarr lék lengst af með liði Euskotren á Spáni. Hún á tvö tímabil í efstu deild á Spáni með yfir fjórtán stig að meðaltali í leik og sex tímabil með yfir tíu stig í leik. Hún var síðast hjá Freseras í Mexíkó þar sem hún var með 5,9 stig, 3,3 fráköst, 2,6 stoðsendingar og 1,1 varið skot að meðaltali á 26,1 mínútum í leik. Með gríðarlega reynslu „Sarr hefur gríðarlega reynslu af því að spila í efstu deildum í Evrópu og um allan heim. Hún er góð fyrirmynd sem íþróttamaður og hugsar vel um líkamann sem gerir henni kleift að vera enn að spila keppnisbolta. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan. Ég er mjög ánægður að hafa fengið hana í Tindastól. Hún er sterkur leikmaður sem stígur upp í stórleikjum og þegar liðið þarf mest á henni að halda,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastólsliðsins, í frétt á miðlum Stólanna. Sarr sjálf er líka spennt fyrir að spila á allt öðruvísi stað en hún er vön. Takast á við nýjar áskoranir „Ég hlakka mikið til að koma á Sauðárkrók, kynnast liðsfélögum mínum, klúbbnum og bænum. Ég haf talað við Martin þjálfara og mér líst mjög vel á markmið hans og allra sem koma að körfuboltanum. Ég hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt svo ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir og læra eitthvað nýtt,“ sagði Omoul Sarr. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hafði áður samið við spænska leikstjórnandann Paula Cánovas, spænska bakvörðinn Lauru Chahrour og hina bandarísku Shaniya Jones um að spila með liðinu næsta vetur. Þær eru allar bakverðir en nú fengu Stólarnir einnig öflugan leikmann undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa)
Subway-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti