Borðar ekkert nema kjöt, egg og smjör Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 22:18 Bergþór og nokkrar dæmigerðar máltíðir í mataræðinu hans undanfarna tvo mánuði. Skjáskot Bergþór Másson, athafnamaður og skoðanabróðir, er að gera tilraun á sjálfum sér þessa dagana, en hann hefur ekkert borðað nema kjöt, egg og smjör í tvo mánuði. Hann segir að hingað til hafi gengið stórkostlega, alveg framar vonum, líkamlega, vitsmunalega og andlega. Hann stefnir að því að halda þessu áfram í 180 daga. Bergþór segir að líkamleg áhrif mataræðisins séu jákvæð, það sjáist á mælingum sem hann fór í hjá Greenfit. „Ég fór í mælingu daginn sem ég byrjaði og svo akkurat þegar ég var búinn að vera í 54 daga, og þar kom í ljós að ég hefði þyngst um næstum því eitt kíló af vöðvum og farið niður um fjögur prósent í fituprósentu,“ segir Bergþór, sem fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Lífaldurinn lækkaði um ellefu ár Bergþór segir að þegar hann hafi farið í mælinguna daginn sem hann byrjaði, hafi lífaldur hans mælst 31 árs, en hann er 28 ára gamall. Í mælingunni eftir 54 daga á mataræðinu, var lífaldurinn, sem er „einhver alþjóðlegur standard,“ kominn niður í 20 ára. „Þannig samkvæmt þessum pælingum hefur líkaminn minn yngst um ellefu ár,“ segir Bergþór. Bergþór deilir reglulega myndböndum á tiktok og X, þar sem hann segir frá mataræði sínu. 53 dagar á carnivore:- VO2 Max lífaldur úr 31 niður í 20- fór niður um 4% í fituprósentu- bætti á mig 0.87kg af vöðvumsíðan eru allskonar aðrar tölur sem verður gaman að skoða og ræða seinna í ferlinu eins og t.d vatn í líkamanum og kólesterol #styrktur pic.twitter.com/Lf7ZxRjfMy— bergþór másson (@bm1995amorfati) July 19, 2024 Lifir heilnæmum lífsstíl Bergþór setur þessar mælanlegu bætingar í samhengi við mataræðið, en einnig það að hann lifi mjög heilnæmum lífsstíl að öðru leyti. „Ég hugleiði mikið, ég geri öndunaræfingar, ég fer út að labba, ég iðka mikið þakklæti, ég lýg ekki að öðrum og reyni að ljúga ekki að sjálfum mér,“ segir hann. Hann taki heildræna leið að þessu, og mataræðið hjálpi rosalega til við það, að „detoxa líkamann fullkomlega af öllum aukaefnunum, allri repjuolíunni og öllu þessu sem er í venjulega mataræði okkar Íslendinga og Vesturlandabúa.“ Það búi til ótrúlega orku í líkamanum og huganum að sleppa við þetta allt saman. nákvæmlega https://t.co/shVYpLX7Jc— bergþór másson (@bm1995amorfati) July 17, 2024 Hefur gaman af óhefðbundnum leiðum í lífinu En hvað varð til þess að þú fórst þessa leið? „Ég er einfaldlega maður sem hefur mjög gaman af svona djúpum róttækum innri ákvörðunum og svona heitbindingum í einhver verkefni, og ég hef gaman af einbeitingu og aga, og svona óhefðbundnum leiðum í lífinu,“ segir Bergþór. Hann hafi lengi vitað af þessu carnivore mataræði, og hafi fylgst með fólki á internetinu gera þetta, og fá góðar niðurstöður. Næringarfræðin sennilega óáreiðanlegasta fræðigrein mannsins Bergþór segist taka öllum „fullyrðingum og svokölluðum staðreyndum vísindamanna, sérstaklega næringarfræðinga,“ með miklum fyrirvara. Næringarfræðin sé sennilega óáreiðanlegasta fræðigreinin, en hann segir að eftir því sem hann kynni sér málin betur, sjái hann að einn segi þetta, svo segi bara alltaf einhver annar „nei það er ekki þetta.“ „Það er bara svo ótrúlega mikið allur gangur á þessu, að ég trúi því að ekkert eitt sé rétt, heldur eru allir með sinn líkama, sinn huga, sínar þarfir og sínar venjur. Hver og einn þarf bara að prófa sig áfram, að sjá hvað virkar fyrir sig,“ segir Bergþór. Í afmælisveislu Bergþórs í sumar var bara kjöt á boðstólum.Skjáskot Það sé til fólk sem er ótrúlega heilbrigt að borða vegan hráfæði, og síðan á hinum öfgunum að borða einungis kjöt. „Ég get alveg ímyndað mér, að ef þú myndir fara alveg á vegan hráfæði með engum aukaefnum, þá myndirðu alveg hreinsast jafnmikið upp,“ segir Bergþór. „Þar af leiðandi er ég í rauninni ekki með neinn boðskap, ég er ekki að segja „hey, þetta er rétt“ ég er ekki að segja að allir eigi að borða kjöt eða neitt svoleiðis,“ segir Bergþór. Hann sé einfaldlega að bjóða sig fram sem tilraunadýr, til að sjá hvað gerist við hann persónulega. Aðallega lambakjöt þessa dagana Hann segir að þessa dagana borði hann aðallega lambakjöt, en þegar hann byrjaði hafi hann mikið verið í nautakjötinu. „Síðan er það greinilega eitthvað í Íslendingagenunum mínum sem kallar á lambið,“ segir Bergþór. Maturinn er kryddaður með salti og pipar, engu öðru. Hann segist borða um það bil kíló af kjöti á hverjum degi, hann vilji ná um þrjú þúsund kaloríum á dag. Fyrstu máltíðina borðar hann yfirleitt í hádeginu. Hann fær sér millimál milli þrjú og fjögur, og þá oftast bara egg. „Nei ég fæ ekki leið á þessu. Maður fer úr því að borða lambasirloin yfir í lambafillet og svoleiðis. Maður er alltaf að prófa sig áfram og komast að einhverju nýju og svoleiðis. Þetta endurnýjast alltaf,“ segir Bergþór. Matur Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira
Bergþór segir að líkamleg áhrif mataræðisins séu jákvæð, það sjáist á mælingum sem hann fór í hjá Greenfit. „Ég fór í mælingu daginn sem ég byrjaði og svo akkurat þegar ég var búinn að vera í 54 daga, og þar kom í ljós að ég hefði þyngst um næstum því eitt kíló af vöðvum og farið niður um fjögur prósent í fituprósentu,“ segir Bergþór, sem fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Lífaldurinn lækkaði um ellefu ár Bergþór segir að þegar hann hafi farið í mælinguna daginn sem hann byrjaði, hafi lífaldur hans mælst 31 árs, en hann er 28 ára gamall. Í mælingunni eftir 54 daga á mataræðinu, var lífaldurinn, sem er „einhver alþjóðlegur standard,“ kominn niður í 20 ára. „Þannig samkvæmt þessum pælingum hefur líkaminn minn yngst um ellefu ár,“ segir Bergþór. Bergþór deilir reglulega myndböndum á tiktok og X, þar sem hann segir frá mataræði sínu. 53 dagar á carnivore:- VO2 Max lífaldur úr 31 niður í 20- fór niður um 4% í fituprósentu- bætti á mig 0.87kg af vöðvumsíðan eru allskonar aðrar tölur sem verður gaman að skoða og ræða seinna í ferlinu eins og t.d vatn í líkamanum og kólesterol #styrktur pic.twitter.com/Lf7ZxRjfMy— bergþór másson (@bm1995amorfati) July 19, 2024 Lifir heilnæmum lífsstíl Bergþór setur þessar mælanlegu bætingar í samhengi við mataræðið, en einnig það að hann lifi mjög heilnæmum lífsstíl að öðru leyti. „Ég hugleiði mikið, ég geri öndunaræfingar, ég fer út að labba, ég iðka mikið þakklæti, ég lýg ekki að öðrum og reyni að ljúga ekki að sjálfum mér,“ segir hann. Hann taki heildræna leið að þessu, og mataræðið hjálpi rosalega til við það, að „detoxa líkamann fullkomlega af öllum aukaefnunum, allri repjuolíunni og öllu þessu sem er í venjulega mataræði okkar Íslendinga og Vesturlandabúa.“ Það búi til ótrúlega orku í líkamanum og huganum að sleppa við þetta allt saman. nákvæmlega https://t.co/shVYpLX7Jc— bergþór másson (@bm1995amorfati) July 17, 2024 Hefur gaman af óhefðbundnum leiðum í lífinu En hvað varð til þess að þú fórst þessa leið? „Ég er einfaldlega maður sem hefur mjög gaman af svona djúpum róttækum innri ákvörðunum og svona heitbindingum í einhver verkefni, og ég hef gaman af einbeitingu og aga, og svona óhefðbundnum leiðum í lífinu,“ segir Bergþór. Hann hafi lengi vitað af þessu carnivore mataræði, og hafi fylgst með fólki á internetinu gera þetta, og fá góðar niðurstöður. Næringarfræðin sennilega óáreiðanlegasta fræðigrein mannsins Bergþór segist taka öllum „fullyrðingum og svokölluðum staðreyndum vísindamanna, sérstaklega næringarfræðinga,“ með miklum fyrirvara. Næringarfræðin sé sennilega óáreiðanlegasta fræðigreinin, en hann segir að eftir því sem hann kynni sér málin betur, sjái hann að einn segi þetta, svo segi bara alltaf einhver annar „nei það er ekki þetta.“ „Það er bara svo ótrúlega mikið allur gangur á þessu, að ég trúi því að ekkert eitt sé rétt, heldur eru allir með sinn líkama, sinn huga, sínar þarfir og sínar venjur. Hver og einn þarf bara að prófa sig áfram, að sjá hvað virkar fyrir sig,“ segir Bergþór. Í afmælisveislu Bergþórs í sumar var bara kjöt á boðstólum.Skjáskot Það sé til fólk sem er ótrúlega heilbrigt að borða vegan hráfæði, og síðan á hinum öfgunum að borða einungis kjöt. „Ég get alveg ímyndað mér, að ef þú myndir fara alveg á vegan hráfæði með engum aukaefnum, þá myndirðu alveg hreinsast jafnmikið upp,“ segir Bergþór. „Þar af leiðandi er ég í rauninni ekki með neinn boðskap, ég er ekki að segja „hey, þetta er rétt“ ég er ekki að segja að allir eigi að borða kjöt eða neitt svoleiðis,“ segir Bergþór. Hann sé einfaldlega að bjóða sig fram sem tilraunadýr, til að sjá hvað gerist við hann persónulega. Aðallega lambakjöt þessa dagana Hann segir að þessa dagana borði hann aðallega lambakjöt, en þegar hann byrjaði hafi hann mikið verið í nautakjötinu. „Síðan er það greinilega eitthvað í Íslendingagenunum mínum sem kallar á lambið,“ segir Bergþór. Maturinn er kryddaður með salti og pipar, engu öðru. Hann segist borða um það bil kíló af kjöti á hverjum degi, hann vilji ná um þrjú þúsund kaloríum á dag. Fyrstu máltíðina borðar hann yfirleitt í hádeginu. Hann fær sér millimál milli þrjú og fjögur, og þá oftast bara egg. „Nei ég fæ ekki leið á þessu. Maður fer úr því að borða lambasirloin yfir í lambafillet og svoleiðis. Maður er alltaf að prófa sig áfram og komast að einhverju nýju og svoleiðis. Þetta endurnýjast alltaf,“ segir Bergþór.
Matur Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira