Sport

Gæti verið rekinn heim af Ólympíu­leikunum eftir glappa­skot

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ástralski þjálfarinn óskaði þess að  Kim Woo-min myndi vinna gull á Ólympíuleikunum í París.
Ástralski þjálfarinn óskaði þess að  Kim Woo-min myndi vinna gull á Ólympíuleikunum í París. Getty/ Chris Hyde

Ástralskur sundþjálfari kom sér í vandræði eftir að hafa farið í viðtal við suður-kóreska fjölmiðla rétt fyrir Ólympíuleikana í París.

Þjálfarinn heitir Michael Palfrey. Í viðtalinu óskaði hann þess að Suður-Kóreumaðurinn Kim Woo-min myndi vinna gullverðlaun í 400 metra skriðsundinu á morgun.

Ástæðan fyrir að þetta féll í svo grýttan jarðveg var að Ástralar eru með tvo öfluga keppendur í þessar grein í þeim Sam Short og Elijah Winnington.

„Ég er mjög vonsvikinn, ákaflega vonsvikinn,“ sagði ástralski yfirþjálfarinn Rohan Taylor.

„Það er ekki ásættanlegt að okkar þjálfari sé að tala upp íþróttamann hjá annarri þjóð í stað okkar íþróttamanna,“ sagði Taylor.

Palfrey er þjálfari sundmannanna Zac Incerti, Abbey Connor og Alex Perkins.

Hann hefur stam sterka tengingu til Suður-Kóreumannsins því hann hjálpaði Kim þegar hann sá kóreski æfði Brisbane í Ástralíu til að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í París.

The Sydney Morning Herald segir frá því að Palfrey hafi verið merktur ástralska landsliðinu í viðtalinu en hafi kallað „Áfram Kórea“ þegar hann var að tala um Kim.

Palfrey kom fram fyrir allt ástralska sundliðið á liðsfundi og baðst afsökunar en það er ekki víst að það dugi. Hann gæti hreinlega verið rekinn heim af Ólympíuleiknum fyrir „föðurlandssvik“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×