Leikmenn í Bestu og Olís-deildunum bjóða upp á sálfræðiaðstoð fyrir íþróttafólk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2024 08:30 Hjálmtýr Alfreðsson og Viktor Örn Margeirsson starfa sem sálfræðingar meðfram því að spila í efstu deild í handbolta og fótbolta. vísir/arnar Íþróttamennirnir og sálfræðingarnir Hjálmtýr Alfreðsson og Viktor Örn Margeirsson hafa stofnað fyrirtækið Hugrænn styrkur þar sem þeir bjóða upp á sálfræðiaðstoð fyrir afreksfólk í íþróttum. „Þetta er sálfræðiþjónusta sem við erum að bjóða upp á sem miðar að því að veita þjónustu fyrir afreksfólk, aðallega í íþróttum en einnig á öðrum sviðum í lífinu. Þjónustan er fjölþætt,“ sagði Viktor í samtali við Vísi. Hugmyndin að fyrirtækinu er ekki ný en hún kviknaði á námsárum þeirra Viktors og Hjálmtýs. „Í raun er þetta er gömul hugmynd hjá okkur. Við kynntust þegar við vorum saman í grunnnámi fyrir sjö árum. Við fórum í gegnum námið og ákváðum að við vildum öðlast smá reynslu sem sálfræðingar. Við erum báðir úr íþróttunum og höfum alltaf haft þá hugmynd að koma okkur þar inn með sálfræðimenntunina,“ sagði Hjálmtýr. Viktor hefur verið lykilmaður í vörn Breiðabliks undanfarin ár. Hér hefur hann góðar gætur á Benóný Breka Andréssyni, framherja KR, í leik í Bestu deildinni á dögunum.vísir/hag En að hverjum er þjónustan miðuð? „Við höfum reynslu úr íþróttum og við getum miðlað af henni, þannig að íþróttafólki og mikið til ungu íþróttafólki sem getur nýtt sér þessa þjónustu. Við bjóðum upp á fræðslu í myndbandsformi, námskeið og fyrirlestra og síðan erum við sjálfir með einstaklingsviðtöl sem við tökum á stofunum sem við vinnum á,“ sagði Viktor. „Þetta er helst fyrir fólk sem er að leita sér að einhverjum verkfærum til að takast á við hausinn og kannski einhverjar erfiðar tilfinningar í tengslum við íþróttir eða eitthvað annað sem fólk er að reyna að skara fram úr í.“ Þótt umræðan og vinnan með andlegu hliðina sé mun meiri en fyrir nokkrum árum eru enn sóknarfæri á því sviði. „Við erum úr þessum íþróttaheimi og höfum séð að það vantar aðeins þarna upp á. Það er hægt að gera aðstoðina meiri og aðgengilegri fyrir fleiri,“ sagði Hjálmtýr en strákarnir ætla meðal annars að hasla sér völl á landsbyggðinni. „Við vitum að það er kannski ekki mikið aðgengi að þessu þar þannig við ætlum að reyna að finna einhverja lausn á því og hafa þetta fyrir fleiri.“ Hjálmtýr tók sér frí frá handbolta á síðasta tímabili en ætlar að reima skóna aftur á sig fyrir veturinn og spila með Stjörnunni í Olís-deildinni.vísir/hulda margrét Viktor segir að íþróttahreyfingin og félögin í landinu geti gert enn betur þegar kemur að aðstoð við andlega hlutann í íþróttum. „Við teljum klárlega að það sé pláss fyrir bætingu þarna. Það er kannski ekki langt síðan þessi umræða var bara tabú. Við erum með hlaðvarp, sem er hluti af þessu batteríi okkar, sem er að opna þessa umræðu. Kannski getur fólk speglað sig í íþróttahetjunum sínum, heyrt þau tala um andlega erfiðleika eða hvað sem það er,“ sagði Viktor. „Íþróttahreyfingin er klárlega að reyna og bæta í. En það klárlega töluvert í land og maður væri tilbúinn að sjá þetta sem jafn sjálfsagt og sjúkraþjálfun í íþróttafélögunum. Og fleiri framfaraskrefum komust vonandi við þangað.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
„Þetta er sálfræðiþjónusta sem við erum að bjóða upp á sem miðar að því að veita þjónustu fyrir afreksfólk, aðallega í íþróttum en einnig á öðrum sviðum í lífinu. Þjónustan er fjölþætt,“ sagði Viktor í samtali við Vísi. Hugmyndin að fyrirtækinu er ekki ný en hún kviknaði á námsárum þeirra Viktors og Hjálmtýs. „Í raun er þetta er gömul hugmynd hjá okkur. Við kynntust þegar við vorum saman í grunnnámi fyrir sjö árum. Við fórum í gegnum námið og ákváðum að við vildum öðlast smá reynslu sem sálfræðingar. Við erum báðir úr íþróttunum og höfum alltaf haft þá hugmynd að koma okkur þar inn með sálfræðimenntunina,“ sagði Hjálmtýr. Viktor hefur verið lykilmaður í vörn Breiðabliks undanfarin ár. Hér hefur hann góðar gætur á Benóný Breka Andréssyni, framherja KR, í leik í Bestu deildinni á dögunum.vísir/hag En að hverjum er þjónustan miðuð? „Við höfum reynslu úr íþróttum og við getum miðlað af henni, þannig að íþróttafólki og mikið til ungu íþróttafólki sem getur nýtt sér þessa þjónustu. Við bjóðum upp á fræðslu í myndbandsformi, námskeið og fyrirlestra og síðan erum við sjálfir með einstaklingsviðtöl sem við tökum á stofunum sem við vinnum á,“ sagði Viktor. „Þetta er helst fyrir fólk sem er að leita sér að einhverjum verkfærum til að takast á við hausinn og kannski einhverjar erfiðar tilfinningar í tengslum við íþróttir eða eitthvað annað sem fólk er að reyna að skara fram úr í.“ Þótt umræðan og vinnan með andlegu hliðina sé mun meiri en fyrir nokkrum árum eru enn sóknarfæri á því sviði. „Við erum úr þessum íþróttaheimi og höfum séð að það vantar aðeins þarna upp á. Það er hægt að gera aðstoðina meiri og aðgengilegri fyrir fleiri,“ sagði Hjálmtýr en strákarnir ætla meðal annars að hasla sér völl á landsbyggðinni. „Við vitum að það er kannski ekki mikið aðgengi að þessu þar þannig við ætlum að reyna að finna einhverja lausn á því og hafa þetta fyrir fleiri.“ Hjálmtýr tók sér frí frá handbolta á síðasta tímabili en ætlar að reima skóna aftur á sig fyrir veturinn og spila með Stjörnunni í Olís-deildinni.vísir/hulda margrét Viktor segir að íþróttahreyfingin og félögin í landinu geti gert enn betur þegar kemur að aðstoð við andlega hlutann í íþróttum. „Við teljum klárlega að það sé pláss fyrir bætingu þarna. Það er kannski ekki langt síðan þessi umræða var bara tabú. Við erum með hlaðvarp, sem er hluti af þessu batteríi okkar, sem er að opna þessa umræðu. Kannski getur fólk speglað sig í íþróttahetjunum sínum, heyrt þau tala um andlega erfiðleika eða hvað sem það er,“ sagði Viktor. „Íþróttahreyfingin er klárlega að reyna og bæta í. En það klárlega töluvert í land og maður væri tilbúinn að sjá þetta sem jafn sjálfsagt og sjúkraþjálfun í íþróttafélögunum. Og fleiri framfaraskrefum komust vonandi við þangað.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira